Bændablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 49

Bændablaðið - 05.10.2017, Qupperneq 49
49Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Á FAGLEGUM NÓTUM Framleiðnisjóður landbúnaðarins: Stuðningur við nýsköpun og þróun Í hálfa öld hefur Framleiðnisjóður landbúnaðarins verið nýsköp- unar- og þróunarsjóður landbún- aðarins. Mörg störf hafa orðið til í sveitum fyrir tilstuðlan fjárfestingastuðnings frá sjóðnum og ný tækifæri skapast vegna afraksturs rannsóknastarfs sem notið hefur stuðnings sjóðsins. Framleiðnisjóður starfar eftir Lögum um Framleiðnisjóð landbúnaðarins nr. 89 frá 1966 með síðari breytingum. Samkvæmt fyrstu grein laganna er hlutverk sjóðsins „að veita styrki og lán til framleiðniaukningar og hagræðingar í landbúnaði og atvinnurekstrar á bújörðum ... styrki úr sjóðnum má meðal annars veita til einstakra bænda, vinnslustöðva, ræktunarsambanda og vísindastofnana“. Eins og starfi sjóðsins er háttað í dag hefur verið horfið frá lánveitingum, en veittir eru styrkir til margvíslegra verkefna sem eiga það sammerkt að stuðla að nýsköpun og þróun í greininni og þannig styrkja búsetu í sveitum landsins til framtíðar. Grunnurinn lagður í Búnaðarlagasamningi Í Búnaðarlagasamningi eru mark- aðar áherslur fyrir starf sjóðsins á hverju samningstímabili. Grunnur fjárframlaga og áherslur sjóðsins eru því hluti af samningi bænda við hið opinbera. Í rammasamningi um almenn starfsskilyrði landbúnaðar- ins fyrir 2017-2026 er gert ráð fyrir að endurskoðun laga um sjóðinn og að samhliða því verði starfsáherslur endurskoðaðar. Þessi vinna er ekki hafin og hefur því starf sjóðsins á árinu 2017 í stórum dráttum tekið mið af áherslum fyrri ára og er stefnt að því að starf sjóðsins 2018 muni einnig taka mið af þeim áherslum. Fyrirkomulag næstu úthlutana Undirbúningur úthlutana ársins 2018 er nú þegar hafinn. Líkt og fyrri ár verður aðeins ein úthlutun á árinu í hverjum málaflokki og hafa stjórnendur sjóðsins tekið ákvörðun um að að skipta úthlutunarferlinu í tvennt. Nú í októberbyrjun er auglýst eftir styrkumsóknum frá aðilum innan rannsókna- og þró- unargeirans, sem og frá félögum bænda, þ.e. umsóknir í A-flokki (sjá auglýsingu í þessu blaði). Umsóknarfrestur fyrir þennan flokk umsókna er til og með 17. nóvember. Styrkir til atvinnuupp- byggingar á lögbýlum á vegum einstakra bænda (B-flokkur), sem og námsstyrkir, verða auglýstir síðar í haust og verður umsóknar- frestur til 29. Janúar 2018. Stefnt er að afgreiðslu úthlutana í A flokki snemma árs 2018, en að afgreiðslu B umsókna og námsstyrkjaum- sókna í aprílmánuði. Með þessu fyrirkomulagi er vonast til að umsóknir fái skjótari afgreiðslu og að umsýsla sjóðsins verði skilvirk- ari. Vert er að geta þess að styrkir Framleiðnisjóðs fyrir árið 2018 eru auglýstir með fyrirvara um fjár- heimildir Alþingis til sjóðsins fyrir árið 2018. Umsóknir og ráðgjöf Umsóknareyðublöð Framleiðni- sjóðs hafa verið uppfærð og ein- földuð og munu ný umsóknar- eyðublöð taka gildi nú þegar. Umsækjendur eru hvattir til að sækja ný eyðublöð inn á heima- síðu sjóðsins (www.fl.is), en ekki verður tekið við umsóknum á eldri eyðublöðunum vegna ársins 2018. Frekari upplýsingar um gerð umsókna má einnig nálgast á heimasíðu sjóðsins, sem og í gegnum síma til skrifstofu sjóðs- ins. Umsækjendur eru hvattir til að leita sér aðstoðar hjá til þess bærum ráðgjöfum varðandi umsókna- vinnuna, sem og áætlanagerð henni tengdri, s.s. hjá ráðunautum RML og atvinnuráðgjöfum. Þórhildur Þorsteinsdóttir er framkvæmdastjóri Framleiðnisjóðs landbún- aðarins. Rannsóknir á sviði byggkynbóta eru eitt þeirra sviða sem FL hefur stutt við. Mynd / BJ Styrkir til rannsókna- og þróunarverkefna 2018 ( A-flokkur) Framleiðnisjóður landbúnaðarins Hvanneyri – 311 Borgarnes Sími 430-4300 Framleiðnisjóður landbúnaðarins er leiðandi stuðningsaðili við þróunar- og nýsköpunarstarf landbúnaðarins og kallar eftir umsóknum um styrki til verkefna á sviði hagnýtra rannsókna, þróunar og þekkingarsköpunar. Forgangs njóta þau verkefni sem fela í sér verulega nýbreytni og sem líkleg eru til að leiða af sér þekkingu, tækni eða aðrar afurðir sem hægt er að hagnýta í náinni framtíð í íslenskum landbúnaði. Styrkir til atvinnuuppbyggingar á lögbýlum á vegum einstakra bænda (B-flokkur) sem og námsstyrkir verða auglýstir síðar í haust. Umsóknum skal skilað á sérstöku umsóknareyðublaði sem er að finna á heimasíðu sjóðsins, www.fl.is. Umsóknareyðublöð sjóðsins hafa nýlega verið uppfærð og ekki verður tekið við umsóknum á eldri eyðublöðum. Mikilvægt er að vanda til gerðar umsókna og gera grein fyrir öllum efnisatriðum sem farið er fram á í umsóknarforminu. Umsóknarfrestur er til 17. nóvember (póststimpill gildir). Umsóknum skal skilað til Framleiðnisjóðs landbúnaðarins, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Framleiðnisjóðs land- búnaðarins, Hvanneyri. Sími 430-4300 / netfang fl@fl.is. Styrkir þessir eru auglýstir með fyrirvara um fjárheimildir Al- þingis til sjóðsins fyrir árið 2018. Bylting í hreinlæti! Sími 480-0040 sala@buska.is www.i-teamglobal.com Hafðu samband og pantaðu kynningu fyrir þitt fyrirtæki Auðveldari og betri þrif, sparar tíma og léttir lífið Buska LESENDABÁS Fyrir tveimur árum samþykkti Vinstrihreyfingin - grænt framboð metnaðarfulla landbúnaðarstefnu. Hún byggist á því að innlendur landbúnaður sé grunnþáttur í því að byggja sjálfbært samfélag á Íslandi, að þjóðin verði sjálfri sér næg um matvæli eins og aðstæður leyfa og að Íslendingar verði áfram í fararbroddi þegar kemur að matvælaframleiðslu. Innlendur landbúnaður snýst um að auka lífsgæði allra landsmanna og tryggja fjölbreytt búsetuskil- yrði fyrir alla enda myndu fæstir vilja vera án íslenskra landbúnað- arafurða. Besta leiðin til að efla byggðahlutverk landbúnaðarins er að styrkja nýsköpun og skapa ný verðmæti og fjölbreytt störf um land allt. Þar skipta menntun og rann- sóknir lykilmáli. Mikilvægt er að landbúnaðurinn og önnur landnýting þróist í sátt við umhverfið á grundvelli sjálfbærrar þróunar í búskaparháttum og góður aðbúnaður búfjár verði ávallt í öndvegi. Meðal annars þess vegan höfum við Vinstri-græn lýst stuðningi við þau markmið sem t.d. sauðfjárbændur hafa sett fram um að stefna að kolefnishlutleysi. Að undanförnu hafa málefni sauðfjárbænda verið til umræðu en staðan þar er slík að hún kallar á tafarlausar aðgerðir. Þar verður að hafa í huga að sá vandi snýr ekki einungis að sauðfjárbændum eða afurðastöðvunum heldur beinist hann einnig að samfélaginu sem heild og getur haft bæði slæm félagsleg áhrif og byggða - röskun í för með sér. Kjara skerð- ing in sem nú blasir við sauðfjár bændum getur haft víðtækar neikvæðar afleiðingar og vandséð að þær aðgerðir sem kynntar voru af fráfarandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra myndu verða til að renna hér stoðum undir stöðugan og sjálfbæran landbúnað. Þannig miðast aðgerðirnar einkum við fækkun sauðfjárbænda sem væntanlega munu hafa áhrif fyrst og fremst á unga bændur. Aðgerðirnar miðast ekki við að ná markmiðum í umhverfismálum og áhrif þeirra á hinar dreifðu byggðir hafa ekki verið greind með fullnægjandi hætti. Við Vinstri-græn höfum kynnt okkur þær tillögur sem forysta sauðfjárbænda hefur lagt fram til lausnar vandanum sem og þau markmið að stefna bera að kolefnishlutleysi sauðfjárræktar. Þar má finna ágætan grundvööll fyrir aðgerðum. Þannig viljum við horfa á innlendan landbúnað: Sóknartækifæri fyrir innlenda matvælaframleiðslu, byggðir landsins og árangur í umhverfismálum. Þar fer hagur alls almennings og bænda saman. Katrín Jakobsdóttir Höfundur er formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs Öflugur landbúnaður er allra hagur Katrín Jakobsdóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.