Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 56

Bændablaðið - 05.10.2017, Blaðsíða 56
56 Bændablaðið | Fimmtudagur 5. október 2017 Í janúar 2009 tóku Sigfús og Kristjana við búi af foreldrum Kristjönu, þeim Guðmundi Þorgilssyni og Lilju Jóhannsdóttur. Þau hófu fljótlega að stækka fjósið úr 26 básum í 50 bása, settu upp mjaltarbás ásamt því að stækka geldneytisaðstöðuna. Einnig hefur kindunum fjölgað eitthvað. Sama ættin hefur verið á Skiphyl síðan 1883. Býli: Skiphylur. Staðsett í sveit: Á Mýrum í Borgarbyggð. Ábúendur: Sigfús Helgi Guðjónsson og Kristjana Guðmundsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra): Sigfús Helgi og Kristjana. Sigfús á svo Guðríði Hlíf, 24 ára, sem er í sam- búð með Sölva Gylfasyni, og Ísak 20 ára, sem er í sambúð með Helgu Guðrúnu Jómundsdóttur. Smalahundurinn Vala og verðandi smalahundur Eik. Kötturinn Gulli. Stærð jarðar? Um 900 ha. Af því eru ræktaðir um 60 ha. Gerð bús? Blandað bú. Fjöldi búfjár og tegundir? 42 mjólkurkýr og 70 geldneyti, 170 sauðfé, 6 hross, 14 hænur og 3 svín. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Dagurinn byrjar á morgunfjósi um kl. 7.30, morgungjöf í fjárhúsunum strax á eftir. Kvöldgjöf í fjárhús- unum og svo farið í kvöldfjós kl. 18.00. Fjósið búið um kl. 19.30. Önnur verk eru misjöfn eftir árs- tíðum. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Kristjönu finnst sauð- burðurinn og að sjá lömbin koma heim af fjalli skemmtilegust en það leiðinlegasta vera rigningatíð í heyskap. Sigfúsi finnst skemmtilegast að vera í jarðrækt og sjá lömbin koma heim af fjalli. Leiðinlegast eru bil- aðar vélar í heyskap. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Með svipuðum hætti og í dag. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Í ágætis horfum en alltaf má brýna klærnar. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vel, með áfamhaldandi sveiflum. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Tækifærin eru óendanleg með viljann af vopni, en þá er að hitta á þau. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, kokteilsósa og bjór. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Wellington-nautasteik með bearnaisessósu, bökuðum kartöflum og hvítlaukssteiktum sveppum. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við stækkuðum fjósið og tókum mjaltarbásinn í notkun seint árið 2010. Líf og lyst BÆRINN OKKAR Tveir góðir laxaréttir Hér leikur laxinn aðaðlhlutverkið í tveimur gómsætum haustréttum. Hrár marineraður lax með ponzu-sósu › 4 fallegir laxabitar eða 1 laxflak roðlaust. › 1 teskeið sjávarsalt › 2 matskeiðar jurtaolía Ponzu-sósa › 1 greipaldin › 1 appelsína › 1 lime › 1/4 bolli sykur › 1/4 bolli sojasósa › 1/4 bolli hrísgrjónaedik Fyrir sósu: Notið rifjárn til að fjarlægja litríkan börkinn af greipaldinu, appelsínum og lime, geymið börkinn. Kreistið safann úr ávöxtunum. Setjið sykurinn á þurra pönnu yfir miðlungsháan hita og hrærið á pönnunni þar til sykurinn byrjar að leysast upp og tekur á sig karamellulit. Hellið ávaxtasafa saman við sykurinn og passið ykkur að brenna ykkur ekki því að blandan mun sjóða og gufa hratt upp áður en jafnvægi næst á sírópið. Sjóðið í um 2 mínútur og hrærið til að leysa upp karamelluna. Þegar karamellusykurinn hefur verið leystur upp, bætið þá sojasósu og ediki við. Setjið helminginn af sítrusberkinum í pottinn og látið sjóða í tvær eða þrjár mínútur, eða þar til blandan hefur örlítið þykknað. Það má sigta hana eða hafa börkinn í sem skraut. Berið sósuna fram heita eða við stofuhita. Fyrir laxinn: Skolið laxabitana, stráið sjávarsaltinu yfir. Hitið stóra pönnu að meðalhita, í um eina mínútu. Setjið olíuna á pönnuna og hún ætti að verða næstum sjóðandi heit. Setjið laxinn á pönnuna og steikið í fjórar til fimm mínútur, eða þar til skorpa hefur myndast á hlið fisksins. Snúðu flökunum við og eldið í tvær mínútur til viðbótar, eða þar til fiskurinn er ekki alveg eldaður í gegn. Hann ætti að vera hálf hrár eins og sushi. Framreiðið ásamt nokkrum sneiðum og börk af sítrúsávöxtunum ofan á. Ásamt sósunni til hliðar er gott að hafa ferskt salat og jafnvel ristað brauð með. Graflax ... ... er sælkeramatur sem auðvelt er að búa til. › 1 stk. beinlaust flak með roði › 1 tsk. kúmen- eða fennel fræ › 1 tsk. kóríanderfræ › 40 grömm af góðu salti (um það bil 4 matskeiðar) svo auka salt fyrir saltpækil › 25 g af sykri (um það bil 1 matskeið) › 1/2 tsk. nýmalaður svartur pipar › 2 stór dill búnt Fyrir sósu: › 3 matskeiðar hvítvínsedik › Um tvær matskeiðar hakkað dill › 5 msk. Dijon sinnep › 1 matskeið sykur › 1/4 bolli af jurtaolíu › salt og nýmalaður svartur pipar › gott rúgbrauð eða ristað samlokubrauð Leiðbeiningar: 1. Fylltu stóra skál með köldu vatni og bættu við nægu af salti til að gera vatnið eins salt og hafið. Setjið laxinn út í og látið standa í 10 mínútur. 2. Ristið kúmen-/fennelfræ og kóríanderfræ á heitri pönnu, hrærið stöðugt þar til þau eru farin að ilma í um eina mínútu. Setjið í matvinnsluvél eða mortél og merjið í fínt duft. 3. Í skál, hrærið saman salti, sykri, og kryddi og blandið vel saman. 4. Fjarlægðu lax úr saltbaðinu og þurrkaðu með pappír. Snúðu laxinum upp, roðinu niður og setjið um helm- ing saltblöndunnar yfir allt. Nuddið henni með fingrum í laxinn. 5. Setjið helminginn af dillinu yfir og hyljið með plasti. Setjið þungan bakka þar ofan á og geymið í kæli í einn dag. 6. Takið laxinn og snúið upp. Setjið meira af söxuðu dilli á laxinn og hyljið svo með plasti. Setjið þyngdina aftur ofan á og kælið þar til laxinn er nægilega grafinn, í einn til tvo daga. Fyrir sósu: 1. Gerið sósuna áður en laxinn er framreiddur. Blandið ediki saman við dill, sinnep og sykur í blandara, þar til dillið er mjög fínt hakkað. Bætið við olíu og blandið saman þar til sósan er orðin mjúk. Kryddið með salti og pipar. 2. Takið laxinn og skafið dillið af – og setjið á skurðarbretti. Skerið graflaxinn í þunnar sneiðar með beittum hnífi. Raðið honum á brauðsneiðar að eigin vali, dreifið sósu yfir og framreiðið. Graflax má geyma í kæli í góðum umbúðum í um fimm daga. MATARKRÓKURINN – BJARNI GUNNAR KRISTINSSON MATREIÐSLUMEISTARI Skiphylur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.