Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 2

Bændablaðið - 07.11.2019, Blaðsíða 2
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 20192 FRÉTTIR Lítið að marka umræðu um að draga úr kolefnisspori og auka neyslu á hollari og minna unninni matvöru úr nærumhverfinu: Hlutdeild íslensks grænmetis hefur hrapað á níu árum – Heildarneysla á fersku grænmeti minnkar stórlega þrátt fyrir vegantísku og ferðamenn, en innflutningur á unnum vörum stóreykst Þrátt fyrir mikinn velvilja neyt­ enda í garð íslenskra garðyrkju­ bænda og yfirlýsinga stjórnmála­ manna um mikilvægi innlendrar grænmetisframleiðslu, þá hefur innlend grænmetisframleiðsla hrapað á níu árum. Hefur hún fallið úr því að anna 75% af eft­ irspurninni á innanlandsmarkaði niður í 52% samkvæmt tölum Hagstofu Íslands. Garðyrkjubændur hafa árum saman varað yfirvöld við að hátt orkuverð myndi leiða til samdráttar í framleiðslunni og vöruðu þeir sér- staklega við samþykkt á innleiðingu á tilskipunum Evrópusambandsins um orkupakka 3. Vegna þeirrar til- skipunar og innleiðingu á þeim til- skipunum sem á undan komu hafa garðyrkjubændur óttast að sameig- inlegur orkumarkaður Evrópu muni enn frekar þvinga upp orkuverð á Íslandi. Það muni eyða út mögu- legu forskoti vegna hagkvæmrar orkuframleiðslu á Íslandi. Tók for- maður Sambands garðyrkjubænda svo djúpt í árinni að segja að þetta gæti leitt til þess að ylrækt legð- ist af á Íslandi. Virðist sem tölur Hagstofu Íslands styðji þessar áhyggjur garðyrkjubænda. Rúmlega 7.000 tonna samdráttur í framleiðslu á 9 árum Þegar skoðuð eru gögn Hagstofu Íslands frá 2010 er ekki annað að sjá en að áhyggjur garðyrkjubænda lýsi raunveruleika sem er grafalvar- legur. Á árinu 2010 framleiddu ís- lenskir garðyrkjubændur 18.732 tonn og 212 kíló af grænmeti. Sú framleiðsla annaði þá um 75% af eftirspurn á innanlandsmarkaði sem var í heild um 24.976,3 tonn. Þarna er um að ræða framleiðslu á tómötum, gúrkum, papriku, blóm- káli, gulrótum, hvítkáli, kínakáli, spergilkáli, gulrófum, salati, kart- öflum og sveppum. Þá er ekki inni í myndinni framleiðsla á jarðarberj- um og öðrum berjum sem hefur verið í afar harðri samkeppni við innflutning. Síðan hefur stöðugt hallað undan fæti og var markaðshlut- deild íslenskrar framleiðslu komin niður í 52% árið 2018, eða í um 11.628,2 tonn. Hafði framleiðsla íslenskra garðyrkjubænda því dregist saman um rúmlega 7.104 tonn frá árinu 2010, en heildar- neyslan á fyrr nefndu grænmeti hafði þá dregist saman um rúmlega 2.614 tonn frá árinu 2010. Ferðamenn og veganfólk hefur ekki aukið neyslu á fersku íslensku grænmeti Mikil umræða hefur verið um vax- andi ferðamannastraum til Íslands á undanförnum árum sem og vax- andi áhuga fyrir veganfæði. Miðað við tölur Hagstofu Íslands hefur hvorki vaxandi fjöldi ferðamanna né veganfólkið verið að borða hefð- bundið ferskt grænmeti svo neinu nemi. Skýringuna kann hins vegar að vera að leita í neyslu þessara hópa á matvælum framleiddum úr hveiti, eins og pasta og pitsum sem og neyslu á baunum af ýmsum tegundum. Baunir eru t.d. oft uppi- staðan í veganfæði og kemur ekki fram í þessum samanburðartölum Hagstofunnar, enda eru baunir ekki framleiddar á Íslandi. Innflutningur á unnum kornvörum og á „vörðu“ grænmeti hefur stóraukist Þegar skoðuð eru gögn Hagstofunnar um innflutning á hveiti og öðru kornmjöli hefur hins vegar verið um verulegan samdrátt að ræða frá 2010, eða úr samtals 11.783 tonnum í 5.908 tonn. Munar þar mestu um samdrátt í innflutningi á öðru korn- mjöli en hveiti sem hefur hrapað úr 6.260 tonnum árið 2010 í tæp 479 tonn árið 2018. Innflutningur á vörum úr korni, mjöli og sterkju hefur aftur á móti aukist verulega, en þar er m.a. um pasta og slíkar vörur að ræða. Hefur hann aukist úr tæpum 15.615 tonn- um 2010 í tæp 22.301 tonn árið 2018. Þá hefur innflutningur á grænmeti sem varið er skemmdum, þ.e. frystu, niðursoðnu og þurrkuðu, aukist umtalsvert, eða úr 6.604 tonn- um í rúm 9.919 tonn. Einnig hefur innflutningur á olíuríkum fræjum og aldinum aukist verulega, eða úr rúmum 1.351 tonni í rúm 2.358 tonn. Þetta sýnir að innflutningur á unnum vörum úr hveiti, öðru korni, baunum og niðursoðnum og frystum landbúnaðarafurðum úr jurtaríkinu hefur stóraukist. Það gæti skýrst af auknum vinsældum á veganfæði. Það þýðir þá líka að fólk er að sækja í meira verk- smiðjuunnið og oft dýrara hráefni til matargerðar en áður. Sú staðreynd skýtur mjög skökku við stöðugt vaxandi umræðu í þjóðfélaginu um að auka hollustu og neyslu á ferskri matvöru úr nærumhverfinu, m.a. til að minnka kolefnisfótspor vegna matarinnkaupa. /HKr. 75% 71% 72% 65% 64% 68% 69% 65% 52% 0% 10% 20% 30% 40% 50% 60% 70% 80% 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Hlutfall íslenskrar framleiðslu á grænmetismarkaðnum á Íslandi frá 2010 - 2018 Heimild: Hagstofa Íslands Bæ nd ab la ði ð -H Kr . 2 01 9 Oddur Gunnarsson ráðinn forstjóri Matís Oddur Már Gunnarsson hefur verið ráðinn forstjóri Matís ohf. Hann var starfandi forstjóri Matís frá því í desember á síðast ári þegar Sveini Margeirssyni, þáverandi forstjóra, var sagt upp störfum. Níu umsækjendur voru um stöðu forstjóra: Anna Kristín Daníelsdóttir, Berglind Ólafsdóttir, Bjarni Ó. Halldórsson, Guðmundur Stefánsson, Hrönn Ólína Jörundsdóttir, Oddur Már Gunnarsson, Richard Kristinsson, Sigrún Elsa Smáradóttir og Steinar Sigurðsson. Nýsköpun og verðmætaaukning Matís er opinbert hlutafélag alfarið í eigu íslenska ríkisins. Þar er unnið að fjölbreyttum verkefnum á sviði matvæla og líf- tækni í þágu atvinnu- lífsins, matvælaör- yggis og lýðheilsu; þar sem áhersla er lögð á nýsköpun og verðmætaaukningu. Kristján Þór Júlíusson sjávarút- vegs- og landbúnað- arráðherra skipaði nýja stjórn fyrir félagið í lok september sem er skipuð þeim Arnari Árnasyni, Drífu Kristínu Sigurðardóttur, Helgu Sigurrós Valgeirsdóttur, Sigmundi Einari Ófeigssyni, Sigrúnu Traustadóttur og Sindra Sigurðssyni, auk Hákonar Stefánssonar sem er stjórnarformað- ur. Hann er eini nýi stjórnarmaðurinn og kom í stað Sjafnar Sigurgísladóttur, fráfarandi stjórnar- formanns. Hákon er lög- maður og stjórnarformaður CreditInfo. Á aðalfundinum kom fram að tæplega 37 milljóna króna tap var á rekstri félagsins á síðasta ári. /smh Oddur Már Gunnarsson. Arnar Árnason, formaður LK, um nýjan búvörusamning við kúabændur: Stærsta breytingin að festa kvótakverfið í sessi – Loftslagsmálin verða tekin föstum tökum „Nýtt ákvæði um að áfram verði framleiðslustýring í formi greiðslu­ marks er það sem ég tel einna bitastæðast við nýja samninginn og eitt af stóru málum hans. Það er stærsta breytingin frá fyrri samningi. Ég er sammála stærst­ um hluta kúabænda að það sé til hagsbóta fyrir greinina að nú sé búið að ákveða að kvótakerfi verði áfram við lýði í greininni,“ segir Arnar Árnason, formaður Landssambands kúabænda, LK, um nýjan endurskoðaðan búvöru­ samning milli ríkis og kúabænda. Samningurinn hefur verið kynntur á fjölda funda um land allt undanfarna daga og segir Arnar fundina vel heppnaða og einkenn- ast af málefnalegum umræðum. Kosið verður um samninginn í lok nóvember. Fyrsta skrefið er aðgerðaáætlun „Hitt stóra málið í samningnum snýr bæði að greininni inn á við og einnig út á við, en það eru loftslags- málin sem nú eru tekin inn í fyrsta skipti. Við kúabændur munum taka höndum saman við ríkið og leggja okkar af mörkum til að koma þeim málum í góðan farveg,“ segir Arnar. Fyrsta skrefið er að setja niður aðgerðaáætlun, ná þurfi utan um verkefnið. „Við þurfum að átta okkur á umfangi verkefnis- ins, hvað við þurfum og getum gert og svo hvernig er best að standa að því.“ Arnar segir land- búnað hafa legið undir nokkru ámæli þegar að loftslagsumræðunni kemur og spjótum gjarn- an beint að þeirri atvinnugrein og jafnvel umfram aðrar. Þar koma m.a. við sögu búpeningurinn sjálfur, landnotkun bænda og áburðarnotk- un. „Við munum skoða þetta allt ofan í kjölinn því okkar vilji er að leggja okkar lóð á vogarskálarnar þannig að hlutir færist til betri vegar, með aðferðum sem raunverulega hafa gildi.“ Verði samingar samþykktir í atkvæðagreiðslu sem fram undan er stendur til að skipa starfshóp sem leggur fram tillögur í byrjun maí á næsta ári. Gerir Arnar ráð fyrir að fyrsta skrefið verði að spýta í lófana varðandi rann- sóknir ýmiss konar og gagnasöfnun. Ástæðulaus ótti Arnar segir að kúa- bændur hafi vissulega viðrað þær skoðanir sínar á kynningarfundum LK undanfarið að verð á kvóta geti rokið upp úr öllu valdi. Í samn- ingnum er gert ráð fyrir að tilboðsmarkaðir með greiðslumark verði þrisvar á ári og verða viðskipti með kvóta leyfð að nýju strax á næsta ári. Fyrirkomulagið segir Arnar vera með svipuðum hætti og í gildi var á árunum 2011 til 2016, þ.e. tilboðs- markaður með jafnvægisverði, en það hefði gefist vel. Hann segir ótta bænda við að verð rjúki upp ástæðu- lausan, innbyggt í kerfið sé ákvæði, eins konar öryggisventill, sem hægt sé að grípa til ef sú staða kemur upp að verð fari yfir ákveðið hámark. Væntir Arnar þess að kúabændur standi ekki í viðskiptum með greiðslumark á verði sem þeir ráði ekki við og treystir því að svo verði. /MÞÞ Arnar Árnason.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Bændablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.