Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 4

Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 4
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 20194 FRÉTTIR TORT INNHEIMTA SLYSABÓTA Átt þú rétt á slysabótum? Við hjálpum þér HAFÐU SAMBAND 511 5008 Alþjóðadýraheilbrigðisstofnunin OIE varar við afleiðingum afrísku svínapestarinnar: Búist er við að 25% af svínum heimsbyggðarinnar drepist – Talin alvarlegasta ógn við svínaeldi sem nokkru sinni hefur sést og mesta ógnin við búfjárrækt í heiminum á okkar tímum Forseti Alþjóðadýraheilbrigðis- stofnunarinnar (OIE) varaði við því í síðustu viku að að u.þ.b. fjórðungur svínastofna heimsins muni drepast af völdum afrísku svínapestarinnar. Sjúkdómurinn breiðist nú hratt út og virðist far- aldurinn algjörlega vera kominn úr böndunum. Mark Schipp, forseti OIE, greindi frá skelfilegri spá sinni á fréttamannafundi í Sydney í Ástralíu fimmtudaginn 31. október. Fréttastofa Assoscated Press greindi frá þessu og hafa fjölmiðlar víða um heim tekið málið upp. Ef Schipp hefur rétt fyrir sér gæti þetta orðið mjög þungt högg fyrir svínaræktina í heiminum og leitt til mun hærra verðs á svínakjöti og hugsanlegs skorts á svínaafurðum. Þar er m.a. um að ræða blóðþynn- ingarefnið heparíni sem unnið er úr svínaafurðum og er notað til að meðhöndla menn. „Held að tegundin muni ekki alveg glatast“ „Ég held að tegundin sem slík muni ekki alveg glatast,“ sagði Schipp, „en það er alvarlegasta ógnin við svínaeldi sem við höfum nokkurn tíma séð. Þetta er mesta ógnin við búfjárrækt á okkar tímum,“ sagði Mark Schipp í samtali við AP. Afríska svínapestin hefur þegar valdið gríðarlegu fjárhagstjóni og ógnar fæðuöryggi þjóða og við- skiptum víða um heim. Þá er þetta mikil áskorun fyrir áframhald svínaræktar í þeim löndum sem sjúkdómurinn hefur komið harðast niður eins og fram kemur í úttekt Alþjóðadýraheilbrigðis stofnunar- innar fyrr á þessu ári (African swine fever in wild boar ecology and bios- ecurity). Schipp útskýrði á fundinum í Sidney hvernig viðskipti þvert yfir landamæri á alþjóðlegum mark- aði með svínakjöt kyntu undir og hröðuðu útbreiðslu svínapestar- innar. Smitað kjöt og svínaafurðir væru fluttar land úr landi þannig að mjög erfitt væri að hafa eftirlit með útbreiðslunni. Hættan er sögð mest í Kína Nefndi Schipp Kína sérstaklega sem mesta áhættuþáttinn í útbreiðslu veikinnar. Ástæðan er að þar er um helmingur allrar svínaræktarinnar í heiminum. Þar í landi hafa menn verið að berjast við svínapestina síðan 2018 og þurfti að fella hund- ruð þúsunda dýra. Þaðan hefur hún síðan borist til annarra landa. Hefur svínapestin komið upp í fjórum ná- grannaríkjum Kína á þessu ári, þ.e. Mongólíu, Víetnam, Kambódíu og Hong Kong. Á meðan 97% smittilfella afrísku svína pestarinnar hafi komið upp í Evrópu síðan 2018, þá hafa tiltölulega fá tilfelli komið upp í Asíu þar sem flest svínin hafa samt drepist vegna veikinnar, eða 1,7 milljónir svína, sem er 68% af heildardánar- tölunni á heimsvísu. Það bendir til að Kínverjar séu ekki í stakk búnir til að hemja útbreiðslu veik- innar. Sem betur fer er ekki talið að mannfólki stafi bein hætta af þessari veiki samkvæmt fregnum OIE, en um leið er sagt að engin lyf séu enn á boðstólum til að berjast við veikina. Bændur geta greint veikina af blæðingum í húð dýranna, þyngdartapi og öndunar- erfiðleikum. /HKr. Dr. Mark Schipp, forseti OIE, lýsti skelfilegri spá á fundi í Ástralíu. Alþjóðaviðskipti með svínaafurðir hafa hraðað útbreiðslu svínapestarinnar á milli heimsálfa með sýktu kjöti og öðrum afurðum. Mynd / Vietnam News Stofnfundur Samtaka smáframleiðenda matvæla: Áhersla á innlent hráefni – Karen Jónsdóttir frá Kaju fyrsti formaðurinn Stofnfundur Samtaka smáfram- leiðenda matvæla var haldinn á Hótel Sögu þriðjudaginn 5. nóv- ember. Formaður samtakanna er Karen Jónsdóttir, eigandi Kaja organic, Matarbúrs Kaju og Café Kaja á Akranesi. Í stjórn með Karen eru þau Guðný Harðardóttir, frá Breiðdalsbita, Svava Hrönn Guðmundsdóttir, frá Sælkerasinnepi Svövu, Þórhildur M. Jónsdóttir, frá Kokkhúsi og Vörusmiðju BioPol og Þröstur Heiðar Erlingsson, frá Birkihlíð Kjötvinnslu. Í samþykktum samtakanna kemur fram að til að teljast smáframleiðandi verður viðkomandi að vera innan marka í tveimur af þremur eftirfarandi atriðum: heildareignir undir hundrað milljónum króna, hrein velta undir hundrað milljónum króna og með- alfjölda ársverka á fjárhagsárinu 10. Stuðla að öflugra samstarfi Markmið samtakanna er að stuðla að öflugra samstarfi og auknum samtaka- mætti smáframleiðenda matvæla um land allt. Einnig að stuðla að kraft- mikilli nýsköpun og fjölbreyttu úrvali hágæða matvæla, þar sem áhersla er á notkun innlendra hráefna, aukinn fjölbreytileika og verðmætasköpun, þróun nýrra og verðmætari vara og þjónustu úr vannýttum hráefnum, að draga úr kolefnisspori, auka sjálfbærni og fjölga atvinnutækifærum. Tilgangur samtakanna er að vinna að hagsmunamálum smáframleiðenda á öllum sviðum, vera málsvari þeirra og stuðla að framförum í málefnum sem þá varða, þar með talið er varð- ar vöxt og aðgengi að mörkuðum, lágmörkun kolefnisspors og samfé- lagslegum áhrifum starfsemi þeirra. Koma sjónarmiðum og hagsmunamál- um félagsmanna á framfæri, vinna að því að starfsumhverfi og löggjöf utan um smáframleiðendur gefi þeim færi á að blómstra, leiðbeina félagsmönnum varðandi ráðgjöf og stuðning, skipu- leggja viðburði, kynna félagsmenn og það úrval sem í boði er. Á fundinum voru félagsgjöld sam- þykkt; árgjald verður tíu þúsund krón- ur og aukaaðild fimm þúsund krónur, sem er fyrir þá aðila sem ekki þiggja þjónustu samtakanna en styðja tilgang og markmið þeirra. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, stýrði stofnfund- inum en full aðild að Samtökum smá- framleiðenda matvæla felur í sér aðild að Samtökum iðnaðarins og í gegnum þau Samtökum atvinnulífsins. Smáframleiðendurnir sem sitja í stjórn: Guðný Harðardóttir - Breiðdalsbiti Sauðfjárbóndi í húð og hár, fyrrum ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og stofnandi Breiðdalsbita, sem framleiðir vörur úr sauðfjárafurðum Breiðdalsins ásamt því að vera á fullu í þróun vara. Er búin að fara í gegnum ferlið að stofna matvælavinnslu ásamt því að sækja um styrki við stofnun hennar. Karen Jónsdottir - Kaja organic ehf heildsala, Matarbúr Kaju / Café Kaja Karen hefur starfað sem framleiðandi lífrænna matvæla í tvö ár. Kaja leggur áherslu á að framleiða fyrir jaðarhópa eins og glútenlaust, vegan, ketó og grænmetisætur. Notað er íslenskt líf- rænt hráefni eins og kostur er. Svava Hrönn Guðmundsdóttir - Sælkerasinnep Svövu Stofnaði og rekur fyrirtækið Sólakur ehf., sem framleiðir sinnep. Svava Hrönn vann í apótekum sem lyfja- fræðingur/lyfsöluleyfishafi og sem sölufulltrúi/deildarstjóri í lyfjainn- flutningsfyrirtæki. Þórhildur M Jónsdóttir - @ Kokkhús og Vörusmiðja BioPol Þórhildur stofnaði fyrirtækið Kokkhús sem framleiðir heitreykta bleikju. Hún er menntaður matreiðslumeistari og ferðamálafræðingur og starfar sem verkefnastjóri Vörusmiðju BioPol á Skagaströnd. Þar er verkefnið hennar að styðja smáframleiðendur í þróun og framleiðslu. Þröstur Heiðar Erlingsson - Birkihlíð Kjötvinnsla Þröstur er sauðfjár- og kúabóndi í Skagafirði. Stofnaði kjötvinnsluna Birkihlíð – kjötvinnsla Brjálaða gimbrin þar sem kjöt frá bænum er unnið. /smh Ráðstefna um neyslubreytingar og matvælaframleiðslu: Um 0,9 prósent eru vegan – samkvæmt nýlegri neyslukönnun Gallup Matvælalandið Ísland og Landbúnaðarklasinn stóðu fyrir ráðstefnu á Hótel Sögu á þriðju- daginn um neyslubreytingar og áhrif þeirra á matvælaframleiðslu. Friðrik Björnsson, viðskiptastjóri hjá Gallup, greindi frá nýlegri neyslu- og lífsstílskönnun í fyrir- lestri sínum þar sem hann upplýsti um stöðu mála varðandi neyslu- venjur Íslendinga. Þar kom fram að 0,9 prósent landsmanna, 18 ára og eldri segjast vera vegan (neyta engra dýraafurða). Ráðstefnan var vel sótt, en um 100 ráðstefnugestir komu í Bændahöllina til að hlusta á umræður um hvernig framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi gæti orðið á næstu árum og áratug- um í ljósi fyrirsjáanlegra neyslu- breytinga og tækniframfara. Upptökur fljótlega aðgengilegar Nánari upplýsingar um ráðstefnuna er að finna á vef Bændasamtaka Íslands (bondi.is) og þar verða fljótlega upptökur aðgengilegar af erindum hennar. Frekar verður fjalllað um ráð- stefnuna í næsta Bændablaði. Landbúnaðarklasinn er sam- starfsnet þeirra sem starfa í land- búnaði og tengdum greinum. Matvælalandið Ísland er sam- starfsvettvangur aðila sem starfa í matvælageiranum. Innan þess eru Samtök iðnað- arins, Bændasamtök Íslands, Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi, Íslandsstofa, Matís, Samtök ferða- þjónustunnar, Háskóli Íslands og Matarauður Íslands. /smh Guðrún Hafsteinsdóttir, Þröstur Heiðar Erlingsson, Guðný Harðardóttir, Svava Hrönn Guðmundsdóttir og Þórhildur M. Jónsdóttir. Mynd / TB

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.