Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 6

Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 6
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 20196 Formannafundur BÍ var haldinn 24.–25. október síðastliðinn. Fyrri daginn voru fé- lagsmálin rædd en félagskerfisnefndin sem Búnaðarþing 2018 skipaði kynnti starf sitt og þær hugmyndir sem hún hefur unnið að síðustu mánuði. Talsverðar umræður sköpuðust um tillögurnar og voru fulltrúar félaganna hvattir til að fá kynningu fyrir félagsmenn sína og ræða sín viðhorf til hugmyndanna. Nefndin er tilbúin að fara og heimsækja bændur, kynna tillögur sínar í aðildarfélögunum og fá ábendingar. Þetta er að sjálfsögðu félags- kerfið okkar allra sem er til umræðu og því afar mikilvægt að sem flestir komi að og taki þátt í vinnunni. Betur sjá augu en auga. Við þurfum öflugt og skilvirkt félagskerfi Tillaga félagskerfisnefndarinnar verður í vinnslu næstu mánuði en hún verður síðan tekin til afgreiðslu á Búnaðarþingi í mars. Mikilvægt er að sem flestir kynni sér vel þær hugmyndir og fái nefndina til að fara yfir málin heima í héraði. Markmiðið er að gera félagskerfið öflugra og skilvirkara til að við getum náð meiri slagkrafti í hagsmunabaráttu bænda. Af því veitir sannarlega ekki og þar verða menn að horfa á hagsmuni heildarinnar en ekki festast í þrengri hagsmunum. Bændur hafa hvorki tíma né efni á að standa sundraðir á þeim tímum sem nú eru uppi. Ég hvet alla til að setja sig inn í þessi mál og láta sig þau varða. Til þess að vel takist til þurfum við að skipuleggja saman hvernig við viljum hafa hagsmunasamtök bænda til að þau verði sem sterkust og öflugust. Um það snýst málið. Vaxandi þungi í loftslagsmálum Umhverfis- og loftslagsmál voru umræðu- efni síðari dagsins en umhverfisnefndin kynnti stöðu við gerð umhverfisstefnu landbúnaðar- ins. Markmiðið með henni er að setja fram heildstæða stefnu í landbúnaðarmálum þar sem sjálfbærni verður höfð að leiðarljósi og landbúnaðurinn setji sér skýra og markmiða- setta stefnu í umhverfismálum til næstu ára. Umhverfismálin eru bændum hugleikin og miklar og góðar umræður spunnust í kjölfar kynningarinnar. Nefndin stefnir á að senda drög til kynningar í aðildarfélögunum þannig að félagsmenn geti allir kynnt sér stefnuna og komið með ábendingar. Stefnt er að því að afgreiða nýja umhverfisstefnu á Búnaðarþingi í mars nk. Þetta er ekki síður mikilvægt fyrir landbúnaðinn og ég hvet félagsmenn sem þetta varðar til að taka þátt í umfjöllun í sínum að- ildarfélögum þegar að henni kemur. Náum samhljómi um það hvert við ætlum Í umfjöllun um loftslagsmál og sér í lagi um losun kolefnis ber skýrslum eða sérfræðingum ekki alltaf saman, sérstaklega hvað varðar losun frá landi. Hvernig landbúnaðurinn tekst á við áskoranir í loftslagsmálum hlýtur að þurfa að byggja á rannsóknum sem gefa sem skýrasta mynd af raunverulegri losun við íslenskar að- stæður. Við búum ekki yfir nægilega góðum gögnum í dag og um leið og við grípum til aðgerða þurfum við líka að bæta gögnin. Með betri gögnum verður miklu sterkari grund- völlur fyrir stærri aðgerðum á þessu sviði, en það er algerlega nauðsynlegt að við náum betri samstöðu um hvar við erum til að geta orðið sammála um hvert við ætlum. Endurskoðaður nautgripasamningur Þann 25. október síðastliðinn var samkomulag um starfsskilyrði nautgriparæktar undirritað sem er fagnaðarefni. Samninganefndir bænda og ríkis hafa unnið að samkomulaginu frá því í apríl. Meginbreytingin er að viðskipti með greiðslumark verða heimiluð að nýju. Þau munu fara fram á markaði með jafn- vægisverði sem er sama fyrirkomulag og gilti frá 2010–2016. Kynningarfundir hafa staðið yfir á haustfundum Landssambands kúabænda en næstkomandi mánudag verður boðið upp á rafrænan kynningarfund sem er lokakynning á samningunum en um hann má lesa nánar hér í blaðinu á bls. 24. Þar geta bændur komið með fyrirspurnir en mikilvægt er að menn kynni sér samninginn vel. Um fyrirkomulag atkvæða- greiðslu er einnig fjallað hér í blaðinu en við hvetjum alla nautgripabændur til að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Allir þeir sem eru í naut- griparækt og eru aðilar að BÍ og eða LK eiga atkvæðisrétt en atkvæðisgreiðsla verður raf- ræn og krefst rafrænna skilríkja. Kosið verður með sama kerfi og gert var um endurskoðaðan sauðfjársamning fyrr á þessu ári. Bændablaðið kemur út 24 sinnum á ári. Því er dreift ókeypis á yfir 400 stöðum á landinu og á öll lögbýli landsins. Lesendur geta einnig gerst áskrifendur að blaðinu og fengið það sent heim í pósti gegn greiðslu. Árgangurinn kostar þá kr. 10.900 með vsk. (innheimt í tvennu lagi). Ársáskrift fyrir eldri borgara og öryrkja kostar 5.450 með vsk. Heimilisfang: Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: 563 0300 – Fax: 562 3058 – Kt: 631294–2279 Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. − Málgagn bænda og landsbyggðar − SKOÐUN Íslendingar hafa alla tíð staðið frammi fyrir fjölmörgum áskorunum sem þjóð. Í eigin vesöld hefur þjóðin á tímum glat- að eigin tilverugrunni í hendur erlends valds sem sá tækifæri til að efnast á kostnað þessarar ósjálfbjarga örþjóðar. Stöðugt er vegið að sjálfstæði Íslendinga með margvíslegum hætti. Þar nýta erlendir fjármagnseigendur sér óspart, eins og oft áður, einfeldningsskap og vesæld þessarar eyþjóðar, sem af heimóttarskap þorir ekki alltaf að standa í eigin lappir þegar á reynir. Þjóð sem kiknar í hjáliðunum þegar erlend- ir valdsmenn og auðjöfrar í fínum fötum stíga þóttafullir út úr sínum einkaþotum á íslenskri grund. Veifa seðlum með loforð- um sem oft er ekkert byggjandi á. Ef litið er yfir söguna mætti halda að á þessari eyju í miðju Atlantshafi hafi alla tíð búið fólk sem hefur unun af sjálfspíningu og bakkar hvað annað upp í endalausri með- virkni og heimóttarskap. Allavega hefur þjóðin hvað eftir annað glatað fjárhags- legu sjálfstæði sínu í hendur Norðmanna, Hansakaupmanna, Englendinga og Dana. Kannski má segja að þjóðin hafi ekki átt annað skilið því ekki hafði hún mátt, þekk- ingu eða getu til að nýta þá kosti landsins sem aðrir töldu sig geta nýtt. Frekar drápust menn t.d. úr sulti en að nýta sér síldina sem fyllti hér flóa og firði, af því að hún var ekki talin mannamatur eins og þorskur eða ýsa. Það var ekki fyrr en Norðmenn komu og fóru að veiða þetta silfur hafsins um aldamótin 1900 að Íslendingar kveiktu loks á perunni. Hvalalýsi var líka nýtt á nítjándu öld og fram á þá tuttugustu með gengdarlausum hvalveiðum hér við land og þá auðvitað af erlendum peningamönnum sem græddu vel. Englendingar, Þjóðverjar, Belgar, Frakkar, Spánverjar, Portúgalir, Rússar og fleiri þjóðir nýttu hér fiskimið upp í landsteina langt fram á tuttugustu öld og Íslendingar horfðu máttvana á úr landi. Í dag horfa menn á erlenda auðmenn kaupa hér upp jarðir í tugatali án þess að stjórnvöld hafi fram að þessu haft rænu á því fyrir hönd þjóðarinnar að spyrna við fótum. Gildir þá einu þótt bent hafi verið á að frændþjóð okkar og fyrrum drottnarar í Danaveldi láti ekki sína meintu vini vaða svo yfir sig á skítugum skónum. Bújarðir og eyðijarðir með dýrmæt- um vatnsréttindum hafa verið keyptar upp undir því yfirskini að það sé til að vernda lax. Þegar þeim peningamönnum þótti gagnrýn umræða orðin óþægileg var peningadúsu stungið upp í fólk hér og þar sem og ríkisstofnanir, með fagurgala um falleg áform. Fjármálaviðskipti snjallra peninga- manna snúast hins vegar alltaf um að hámarka afrakstur. Þegar gróðasjónarmiðin verða ofan á, þá er fagurgala og fögrum lof- orðum þráfaldlega sturtað niður í klósettið. Nú hafa Íslendingar lagst marflatir fyrir fjármálaséníum í orkumálum og galopn- að allar dyr fyrir slíkum snillingum. Enda agendar þeirra víða með áhrif í kerfinu. Íslendingar eru svo plataðir til að taka þátt í subbulegum blekkingum með sölu afláts- bréfa til að gera erlendum orkusóðum kleift að halda áfram að menga andrúmsloftið. Á sama tíma látum við plata okkur til að borga kolefnisskatt til að kaupa rándýrt „lífeldsneyti“ af erlendum olíufurstum sam- kvæmt opinberu regluverki um íblöndun sem samið var af hagsmunaaðilum. Það gerir svo ekki annað en að auka eyðslu ökutækja svo þeir græði enn meira. Þannig er stanslaust vaðið yfir þessa þjóð á skítugum bomsum manna sem stikað hafa yfir heimsbyggðina og nýtt sér ein- feldni og eymd annarra. Það er samt ekki við þetta fólk að sakast að við látum slíkt viðgangast, heldur getum við engu öðru um kennt en okkar eigin heimsku. /HKr. Markmiðið er að ná meiri slagkrafti Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) hk@bondi.is – Sími: 563 0339 − Rekstur og markaðsmál: Tjörvi Bjarnason tjorvi@bondi.is – Blaðamenn: Margrét Þ. Þórsdóttir mth@bondi.is – Sigurður Már Harðarson smh@bondi.is – Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is – Auglýsingastjóri: Guðrún Hulda Pálsdóttir ghp@bondi.is – Sími: 563 0303 – Netfang auglýsinga: augl@bondi.is − Vefur blaðsins: www.bbl.is − Netfang blaðsins: (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Frágangur fyrir prentun: Ágústa Kristín Bjarnadóttir – Prentun: Landsprent ehf. – Upplag: sjá forsíðu – Dreifing: Landsprent og Íslandspóstur. ISSN 1025-5621 ÍSLAND ER LAND ÞITT Guðrún S. Tryggvadóttir formaður Bændasamtaka Íslands gst@bondi.is Hlíðarvatn í Hnappadal á Snæfellsnesi norðan Gullborgarhrauns. Vatnið tilheyrir þremur bæjum sem land eiga að því; Heggsstöðum, Hallkels- staðahlíð og Hraunholtum. Vatnið er 4,4 ferkílómetrar að stærð og 21 metri þar sem það er dýpst. Úr Hlíðarvatni fellur hin þekkta laxveiði á Haffjarðará, en í sjálfu vatninu er góð silungsveiði. Mynd / Hörður Kristjánsson Fulltrúar allra aðildarfélaga Bændasamtakanna mættu til formannafundar á dögunum. Mynd /TB Einfeldningsskapur

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.