Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 7

Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 7
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 7 LÍF&STARF Mér barst á dögunum ljóðabók eftir Kristbjörgu Freydísi Steingrímsdóttur, Boggu í Hrauni í Aðaldal. Hér er á ferðinni mikil gersemisgerð. Kristbjörg var og er mikilvirkur hagyrðingur, en hún er líka skáld eins og ættmenni hennar mörg. Föður hennar þarf ekki að kynna, Steingrím Baldvinsson, skáldbónda í Nesi í Aðaldal. Bogga var og er ugg- laust afar virk á vísnavefnum „Leir“, og góður liðsmaður í hagyrðingahópnum Kveðanda sem lifir og starfar í Suður- Þingeyjarsýslu. Óhætt er að mæla með þessari ljóðabók Boggu við lesendur, og eru næstu ferskeytlur þáttarins fengnar úr ljóðabók Kristbjargar, „Döggslóð í grasi“: Ekki er glóðin ennþá dauð, yfir sjóðnum vökum, smáa þjóðin erfðaauð á í góðum stökum. Og ótal fleiri hringhendur á Bogga í pússi sínu: Áfram streymir stuðlamálið, stefjahreimur tær, ýmist geymist eða bálið orðaseiminn fær. Óði snjöllum orðin vanda, er það köllun flestra, jafnvel öll í stuðlum standa sterkleg fjöllin vestra. Og síðan enn meiri dýrleiki: Enn er tíð við alla blíð engum stríðir hríðin, auð hinn fríða fjallahlíð færis bíða skíðin. Mikla myndauðgi er að finna í mörgum vísum Boggu: Kertaljóssins ljúfa skin lýsir myrkrið svarta, líkt og koss frá kærum vin kveikir gleði í hjarta. Þar sem logar ljós á kveik loka ei með þjósti, það er eins og vonin veik viðkvæmt fyrir gjósti. Í ljóðinu „Ritdómur“ sýnir Bogga skáldlega hæfileika sína: Hann sagði: Ég hefi séð þín kvæði, sum eru góð. Segðu mér, hvers vegna yrkir þú aldrei óbundin ljóð? Ég svaraði: Formið, af fávisku minni fyrir mér vefst, aldrei skil ég hvar endar prósinn og óðurinn hefst. Ef mið væri tekið af gnótt þeirra vísna sem fæðast daglega með Ingólfi Ómari Ármannssyni, þá hlýtur að styttast í útgáfu á vísum hans. Blekið er tæpast þornað á þessum tveimur vísum hans: Ungum var mér áður kennt yfir dyggð að vaka, þó mig stundum hafi hent hliðarspor að taka. Örðug þó sé ævitíð elju lífið gaf mér, marga villu stapp og stríð staðið hef ég af mér. Til að fylla þáttinn þá verður gripið til gamalla vísna úr Austur-Húnavatnssýslu. Um höfund næstu vísu veit ég fátt, en auð- sætt að ágætur hagyrðingur er sá Ingvar Hannesson sem yrkir svo um Kristján Arinbjarnarson, lækni á Blönduósi: Blönduósshéraðs brennsluspritt bakteríum varnar. Klínir því á kaunið mitt Kristján Arinbjarnar. Umsjón: Árni Geirhjörtur Jónsson kotabyggð1@gmail.com 237MÆLT AF MUNNI FRAM Um 1.200 manns gerðu sér glaðan dag á landbúnaðarsýningunni Hey bóndi sem haldin var í Hvolnum á Hvolsvelli síðast- liðinn laugardag. Viðburðurinn var haldinn að frumkvæði Fóðurblöndunnar sem heldur sýninguna á tveggja ára fresti, nú í þriðja sinn. Á sýningunni kynntu fjölmörg fyrirtæki innan landbúnaðarins starfsemi sína auk þess sem boðið var upp á fjölbreytta og fróðlega fyrirlestra allan daginn. Fyrir utan Hvolinn var glæsileg tækjasýning sem vakti mikla athygli. Fleiri myndir af sýningunni er að finna á vefsíðu Bændablaðsins, www.bbl.is Pétur Pétursson, starfsmaður Fóðurblöndunn- ar, bar hitann og þungann af skipulagningu Hey bóndi líkt og fyrri ár. Hrönn Jónsdóttir, verslunarstjóri hjá Fóður- blöndunni á Selfossi. Kátir bændur mættu í Hvolinn á landbúnaðarsýninguna Hey bóndi. Myndir & texti / MHH & TB Eyjólfur Pétur Pálmason hjá Vélfangi stóð vaktina á útisvæði. Guðni Ágústsson, fyrrverandi land-búnaðar- ráðherra, skálaði fyrir sýningunni og gestum hennar. Guðrún S. Tryggvadóttir, formaður BÍ, og Finnbogi Magnússon í Jötunn vélum stungu saman nefjum. Starfsmenn Fóðurblöndunnar mega vera stoltir af hátíðinni sinni „Hey bóndi“. Á myndinni eru, frá vinstri, Erling Valur Friðriksson, Stefanía Gunnardóttir og Eyjólfur Sigurðsson. Guðbjörg Jónsdóttir, verkefnastjóri hjá Bændasamtökunum, fræddi gesti um starfsemi samtakanna og spjallaði við bændur. Frumkvöðlar í matvælageiranum mættu á svæðið og kynntu sínar vörur. Þórgnýr Thorodd- sen hjá Álfi brugghúsi gaf gestum sýningarinnar bjórsmakk og Berglind Hilmarsdóttir hjá Landbúnaðarklasanum kynnti starfsemi hans. Hundur í óskilum skemmti gestum með sínu lagi og Hjörleifur Hjartarson söng af miklum móð. Þessir þrír félagar kunnu vel að meta vöfflur með sultu og íslenskum rjóma. Landbúnaðarsýningin Hey bóndi

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.