Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 10

Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 10
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201910 FRÉTTIR Mjög fullkomin 22 þúsund fermetra gróðrarstöð að rísa í Mosfellsdal – verður búin mikilli sjálfvirkni og fullkomnustu sýkingarvörnum sem þekkjast í heiminum Hafberg Þórisson er nú að reisa nýja gróðrarstöð í Lundi í Mosfellsdal. Þar er þegar búið að reisa 7.000 fermetra stálgrindar- byggingu undir salatrækt og á næstu árum munu rísa þar við hliðina tvær slíkar byggingar til viðbótar. Segir Hafberg að heildar- stærð stöðvarinnar í Lundi verði um 22.000 fermetrar, eða um 7.000 fermetrum meiri en gróðrarstöð Lambhaga í Reykjavík er nú. Þá verða byggð þar líka starfsmanna- hús og fleiri byggingar er tengjast starfseminni. „Við ætlum að reyna að opna stöðina í janúar eða febrúar á næsta ári,“ segir Hafberg. Er hann þegar búinn að fjármagna allt það dæmi og kláraði reyndar að reisa fyrsta hlutann, 7.000 fermetra, fyrir eigið fé. Starfsmenn Lambhaga eru nú 25 talsins. Eftir áramótin fjölgar þeim í 30 er fyrsti áfangi nýju stöðv- arinnar í Mosfellsdal kemst í gagnið. Áfanginn sem nú er verið að klára kostar rúmlega einn milljarð króna. Í öðrum og þriðja áfanga verða reist- ar svipaðar byggingar auk nokkurra 80 fermetra íbúðar- húsa fyrir starfsmenn. Nýja stöðin, Lundur, mun verða mjög fullkomin þar sem ýtr- ustu sjálfvirkni verður beitt. Segir Hafberg það vera einu leiðina til að geta haldið niðri kostnaði við fram leiðsluna og þar með verði á afurðum til neytenda. Sérhannaður og einstakur vélbúnaður Er nú verið að smíða tækjabúnað fyrir stöðina, eins og sáningavél sem er einstök á heimsvísu og sérhönnuð samkvæmt hugmyndum Hafbergs. „Þetta hefur aldrei verið gert með þessum hætti, en ég vona að þetta takist. Það er verið að smíða vélina núna og við fáum hana eftir mánuð. Hún tekur níu rennur í einu, en ekki eina eins og algengast er. Verksmiðjan sem framleiðir vélina hefur aldrei gert þetta áður og bauð mér að smíða vél sem gæti sáð í þrjár rennur. Ég vildi það ekki og bað um að vélin gæti sáð í 10 rennur í einu, en af tæknilegum ástæðum við framleiðsluna reyndist það ekki vera framkvæmanlegt. Var reyndar stofnað sérstakt fyrirtæki utan um þessa framleiðslu. Ég sætti mig því við níu rennur. Þá mun ræktunin fara fram á sjálfvirkum færibandaborðum á tveimur hæðum með lýsingu á milli, þannig að afkastagetan mun margfaldast frá því sem nú er.“ Framleiðslan á að vera eins hrein og hægt er Stöðin á einnig að verða algjör- lega laus við notkun hjálparefna og flugur eða önnur sníkjudýr eiga ekki að geta komist þar inn. „Aðaláherslan sem ég hef er að geta ræktað salat sem er alveg hreint og ekki sé þörf á að úða með sveppalyfjum eða öðru. Þannig að það þurfi ekki að þvo það og það sé tilbúið til neyslu beint úr rækt- uninni. Slíkt er ekki hægt í ræktun utandyra því þar eru alltaf flugur og önnur sníkjudýr. Við slíka rækt- un komast menn ekki hjá því að nota varnarefni til að verja upp- skeruna. Í ræktuninni hjá mér í Lambhaga þarf ég ekki að gera þetta, en það er líka gríðarlega dýrt að halda hús- unum hreinum fyrir flugu. Ég var t.d. með tvo menn frá Danmörku hjá mér í síðasta mánuði bara við að skipta út netunum sem eru fyrir opnanlegu gluggunum í stöðinni. Víða á Suðurlandi eru menn að berjast við hvítflugu sem er þar landlæg í skurðum sem heitt vatn flæðir um. Í garðyrkjustöðvun- um hafa menn beitt náttúrulegum vörnum með því að nota flugur og önnur skordýr til að veiða sníkjudýr sem herja á plönturnar. Við höfum gert það líka, en í nýju stöðinni í Mosfellsdal ætlum við alveg að hætta því. Stöðin verður algerlega lokuð með tvöföldum hurðabúnaði, þannig að engin kvikindi eiga að komast þar inn. Ég hef grun um að það sé aðeins ein önnur gróðrarstöð í heimin- um sem getur gert þetta. Hún er í Bandaríkjunum og ég ætla að skoða hana í vetur. Það er líka önnur stöð í Boston sem sagðist hafa gert þetta, en það reyndist ekki alveg rétt. Heilnæmi framleiðslunnar er afar mikilvægt Hafberg segir annan þátt varðandi markaðssetningu á grænmeti sem neytendur hugsi ekki alltaf um en sé mjög mikilvægur. Þar standi ís- lensk framleiðsla yfirleitt framar en þær vörur sem fluttar eru inn. Það varðar sérstaklega notkun hjálpar- og eiturefna, sýklalyfjanotkun og bakteríur eins og salmonellu og listeríu sem geta verið banvænar. Vísar hann til þess að mikið magn af ákveðinni tegund af salati var sett á markað í Frakklandi í fyrra sem innihélt listeríu. Var salatið, sem fór frosið á markað, innkallað í 107 löndum, bæði í Evrópu og Norður-Ameríku. Þá létu 47 manns í ríkjum Evrópusambandsins lífið af völdum þessa salats, samkvæmt frétt Food Safety News. Þá bendir Hafberg á að efna- innihald grænmetis geti líka skipt máli. Spínatkálið sem ræktað er í Lambhaga inniheldur ekki oxal- sýru (Oxalic acid) sem er að finna í miklum mæli í öllu innfluttu spínati. Það þýðir að Lambhaga- spínatið er ekki varasamt fyrir heilsu fólks sem viðkvæmt er fyrir þeirri sýru og ekki þarf þá að sjóða það eins og ráðlagt er varðandi inn- flutta spínatið. Sams konar sýru er m.a. einnig að finna í rabarbara. Gróðrarstöð Lambhaga í Reykjavík mögulega lögð niður Hugmyndin var að stöðin í Mosfells- dal yrði viðbót við starfsemina í Reykjavík. Hafberg segir nú eins líklegt að gróðrarstöðin í borginni verði lögð niður ef OR haldi hækk- unum á verðlagningu á heita vatninu til streitu. „Ef þeir hækka verðið á hita- orkunni eins og fyrirhugað er þá verður þessi stöð í Lambhaga of þung í rekstri og mun leggjast af að óbreyttu. Mögulega gætum við flutt alla starfsemina og bætt henni við stöðina sem við erum að reisa í Mosfellsdal, þar er nægjanlegt landrými. Ég hafði hugsað mér að vera með framleiðslu á stóru salati í Lambhaga, en að smásalatið verði framleitt í Lundi í Mosfellsdal.“ Hægt að auka framleiðsluna ef vel er passað upp á alla þætti – Hvað með stöðuna í ræktun á grænmeti á Íslandi, geta íslenskir bændur annað þörfinni? „Vandi framleiðenda á Íslandi er að þeir eru með mjög margar en smáar einingar. Það hefur því verið talsverður innflutningur á tómötum og gúrkum sem hefði verið alveg óþarfi. Gúrkuframleiðslan náði reyndar jafnvægi í fyrra. Ef einingarnar væru stærri, þá þyrfti verðið á framleiðslunni heldur ekki að vera eins hátt. Við erum t.d. að framleiða 500 tonn og ætlum að fara í 1.000 tonn á næsta ári. Þegar því verður náð 2020 reikna ég með að verðið á framleiðslunni hjá mér verði það sama og var 2011, sem þýðir raun- lækkun. Allt er þetta spurning um að reksturinn sé vel skipulagður og dæmið sé hugsað frá upphafi til enda. Menn reyni að stýra öllu á hagkvæman hátt sem hægt er að ráða við. Þjálfun á fólki og skipulag varðandi allan tæknibún- að og húsakost. Það eru samt sumir þættir sem við ráðum ekki við, eins og verð á heitu vatni og rafmagni,“ segir Hafberg Þórisson. /HKr. Nýja bygging gróðrarstöðvar Hafbergs Þórissonar í Lundi í Mosfellsdal er engin smásmíði, eða heilir 7.000 fermetrar. Hún verður tekin í notkun í byrjun næsta árs og síðan ætlar Hafberg að ráðast í byggingu á tveimur slíkum húsum til viðbótar og verður stöðin þá samtals 22 þúsund fermetrar að flatarmáli. Myndir / HKr. 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 Þróun kílóverðs á salati frá Lambhaga gróðrarstöð ehf. frá 2011 til 2018 Lækkun m/v fast verðlag 8,1% frá 2011 Lækkun m/v núvirt verðlag 23,7% frá 2011 Hér má sjá að verð á salati frá garðyrkjustöð Lambhaga var talsvert lægra árið 2018 en 2011. Munar þar 8,3% miðað við fast verðlag og 23,7% á verðlagi 2018. Lundur í Mosfellsdal eins og aðstaðan kemur til með að verða samkvæmt teikningum BÓ arkitekta. Lundur er vinstra megin við Þingvallaveg þegar keyrt er í austurátt. Númer 1 er gróðrarstöð, en búið er að reisa fyrsta áfanga af þremur. Númer 2 eru átta 80 fermetra starfsmannahús. Númer 3 er gróðurhús fyrir framleiðsluþróun, kynningar og starfsmannaaðstöðu. Númer 4 er íbúðarhús. Númer 5 er núverandi hús í Lundi.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.