Bændablaðið - 07.11.2019, Page 22

Bændablaðið - 07.11.2019, Page 22
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201922 TÆKNI&VÍSINDI Klettagörðum 5 | 104 Reykjavík | Óseyrarbraut 12 | 220 Hafnarfirði Hafðu samband 568 0100 www.stolpigamar.is Gámurinn er þarfaþing  Þurrgámar  Hitastýrðir gámar  Geymslugámar  Einangraðir gámar  Fleti og tankgámar  Gámar með hliðaropnun Til leigu eða sölu:  Gámahús og salernishús  Færanleg starfsmannaðstaða  Bos gámar og skemmur HROSS&HESTAMENNSKA „Fyrst og fremst erum við að þakka fyrir gengin spor. Við fáum fyrir­ tæki til að styrkja þetta framtak og það hefur gengið vel, þannig að enginn borgar neitt, bara mætir og hefur gaman. Við lítum svo á að „heldri félagar okkar hafi greitt fyrir sig áður með ómetanlegu fram­ lagi sínu til uppbyggingar félags­ ins,“ segir Sigfús Ólafur Helgason, framkvæmdastjóri Hesta manna­ félagsins Léttis. Félagið hefur þann sið að bjóða eldri félagsmönnum, 65 ára og eldri, þrisvar til fjórum sinnum á ári í gleð- skap af einhverju tagi. Nú rétt um daginn var hópnum boðið í Skeifuna, félagsheimili Léttis í Reiðhöllinni, og þar var í boði mjólkurgrautur og slátur eins og hver gat í sig látið. Sýnum þakklæti okkar fyrir unnin verk Sigfús segir að án þessa fólks væri félagið ekki það sem það nú er, „og við viljum sýna þakklæti okkar fyrir unnin verk með þessu, en ekki síður er hugmyndin líka sú að fá þetta góða fólk til að koma í félagsheimili okkar, heyra sögur frá liðinni tíð, búa til sögur úr fortíð sem við sem yngri erum þekkjum ekki,“ segir hann. „Mér finnst stundum að við sem yngri erum gleymum því að félagið okkar var til áður en við gengum í það, Léttir er 90 ára gamalt félag og nauðsynlegt fyrir okkur að vita að það var líf og það er til saga hestamennsku á Akureyri fyrir reiðhöll, styrki frá bænum og fleira og fleira sem okkur þykir sjálfsagt núna.“ Margir leggja félaginu enn lið Sigfús segir að hestamenn beri virðingu og sé þakklátt eldra „heldra“ fólkinu sínu og það sé því dásamlegt þegar það kemur á við- burði sem efnt er til fyrir það, „og ég veit að þau meta það mikils,“ segir hann. Margir leggja félaginu enn lið, fólk á þessum aldri er margt hvert hætt að vinna en hefur nægan tíma til að stússast í ýmsum sérverkefnum, smíðavinnu, þrifum og tiltekt eða hverju svo sem til fellur í félags- starfinu. Þannig að vissulega sé líf í hestamennskunni þótt 65 ára aldri sé náð. Að þessu sinni var sem fyrr segir boðið upp á mjólkurgraut og slátur, svona í tilefni af því að sláturtíð hefur staðið yfir síðustu viku. Hafdís Gylfadóttir og Guðlaug Reynisdóttir, báðar silfurmerkishaf- ar Léttismanna, stóðu í ströngu við grautargerðina, eru konurnar á bak við tjöldin. Næst segir Sigfús að til standi að bjóða heldri manna-hópn- um upp á kráarkvöld og verður það öðru hvorum megin við áramótin næstu. /MÞÞ Hólmgeir Valdimarsson við grautarpottinn. Myndir / MÞÞ Frá vinstri, Halldóra Steindórsdóttir og Ásta Dúna Jakobsdóttir. Frá vinstri eru Margrét Árnadóttir, Sigríður Guðmundsdóttir og Hólmfríður Hreinsdóttir. Hestamannafélagið Léttir gerir vel við eldri félagsmenn: Mjólkurgrautur og slátur í boði í hádegissamveru Sigrún Aðalsteinsdóttir, Garðar Lárusson, heiðursfélagi Léttis, og Kjartan Helgason gerðu grautnum góð skil. Björn Jóhann Jónsson, formaður Léttis og heiðursfé- lagi, sat til borðs með þeim Sverri Pálmasyni og Haraldi Höskuldssyni. Einar Örn Grant fær sér graut. Það var létt yfir þeim Halldóru Steindórsdóttur, Ástu Dúnu Jakobsdóttur og Júlíu Sjöfn Sigurjónsdóttur í grautarstundinni í Skeifunni.

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.