Bændablaðið - 07.11.2019, Side 29

Bændablaðið - 07.11.2019, Side 29
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 29 ríghaldið í orðalag reglugerða, heldur miðað við praktískan raunveruleika bænda. Í þeim efnum skal þó tekið fram að ekki er gert ráð fyrir að bandarískir bændur slátri miklu magni lamba heima, þó að það séu ekki nein takmörk á fjölda í þeim efnum í regluverkinu. Skilyrði er á hinn bóginn að bóndi selji beint til neytanda. Engin þörf eru talin á því að dýralæknir komi nálægt ferlinu, né heldur að aðstaða sé vottuð af USDA (United States Department of Agriculture) en sláturbíllinn og kjötvinnslustöðin eru vottuð af WSDA (Washington State Department of Agriculture). WSDA vottun er tiltölulega ein- falt að fá og má segja að hún sé af öðru sauðahúsi en USDA vottun. Eftirspurn eftir vörum minni bænda í beinum viðskiptum er mikil og hefur aukist síðustu ár, í takti við aukna meðvitund neytenda fyrir misjöfnum aðstæðum dýra í þauleldi/verksmiðjubúskap og umhverfisáhrifum slíkrar fram leiðslu. Selma býður viðskiptavinum í heimsókn til hennar, þar sem þeir geta séð aðstæður dýra hennar af eigin raun og ræður slík heimsókn því gjarnan hvort af viðskiptum verður eða ekki. Viðskiptavinirnir greiða svo hluta af kjötinu fyrir fram (down payment) til að tryggja sín kaup, sem hjálpar Selmu við búreksturinn fram að sláturtíð. Bændur í nágrenninu selja gjarnan með svipuðum hætti eða í gegnum svokallað CSA verkefni (Community Supported Agriculture program). Sveinn Margeirsson og Selma Bjarnadóttir Að lokinni slátrun er farið með lambsskrokka til kjötiðnaðarmanns. Þar fá þeir að hanga í kæli í 3–5 daga til að meyrna uns þeir eru unnir eftir forskrift frá Selmu. Selma nýtir ull af gærum, enda reyta menn sauðinn sakir ullar. Hún selur ullina til Kaliforníu og Olympia í Washington þar sem hún er nýtt í staðbundna garnframleiðslu. Í Kaliforníu er hún nýtt í ýmiss konar vörur fyrir listamenn og til námskeiðahalds fyrir fólk sem vill læra meira um ull og nýtingu hennar. Selma selur ullina af einni gæru fyrir um 1.800 krónur. Anastasia er einn af fastakúnnum Selmu. Henni er mjög umhugað um að kaupa sín matvæli beint frá bónda í nágrenni við heimili sitt. Auk lamba- kjöts kaupir hún svínakjöt, nautakjöt og jógúrt af Selmu og grænmeti frá nágranna sínum. Kjötiðnaðarmaður í nágrenni við Selmu vinnur íslensku lömbin eftir forskrift og pakkar þeim til dreifingar. Selma keyrir vörurnar síðan út. Eins og sjá má á pakkningum fá kaupendur íslenskukennslu í kaupbæti, en menning tengd íslenska lambinu skiptir Selmu miklu máli. byko.is YLEININGAR ERU LÉTTAR STÁL- KLÆDDAR SAMLOKUEININGAR SEM FÁST MEÐ ÞÉTTIFRAUÐS- EÐA STEINULLARKJARNA. Einingarnar eru sterkar og burðarmiklar og fást með mismunandi yfirborði og litum að eigin vali. Helstu kostir þess að nota samloku- einingar er auðveld og fljót uppsetning, auðveld þrif, mikil burðargeta, mikið einangrunargildi og er ódýr kostur ef miðað er við hefðbundnar lausnir. Yleiningar henta vel fyrir eldri gripahús þar sem skipta þarf út þak- og eða veggjaklæðningum. BALEX yleiningar eru framleiddar undir ströngu eftirliti samkvæmt viðurkenndum evrópskum stöðlum. Hafðu samband: bondi@byko.is YLEININGAR Thermomix TM6 er eins og aukahendur í eldhúsið! Ótrúlegir notkunarmöguleikar, bylting í matargerð og eldamennsku, innbyggðar uppskriftir og þú nýtir tímann í annað en matseld. • Á markaði síðan 1961 • Þýsk hönnun og gæði • Allt eldað frá grunni • Minni matarsóun • Einfalt í notkun • Sparar tíma • Hagkvæmt • Innbyggt wi-fi VANTAR ÞIG AÐSTOÐ VIÐ ELDAMENNSKUNA? ELDHÚSTÖFRAR EHF. SÍÐUMÚLI 29 108 REYKJAVÍK INFO@ELDHUSTOFRAR.IS S: 696-7186 & 690-0909 THERMOMIXICELAND THERMOMIX Á ÍSLANDI ICELAND.THERMOMIX.COM 15 NOTKUNARMÖGULEIKAR í einu tæki • Gufusýður • Hitastýrir • Sous vide • Hægeldun • Gerjun • Hrærir • Fleytir • Þeytir • Saxar • Eldar • Blandar • Mixar • Hnoðar • Vigtar • Malar Hvar auglýsir þú? Sími 563 0300 / Netfang: bbl@bondi.is / bbl.is Lestur Bændablaðsins: BÆNDABLAÐIÐ ER GEFIÐ ÚT Í 32 ÞÚSUND EINTÖKUM Á TVEGGJA VIKNA FRESTI 20,4% 45,6% á landsbyggðinni á höfuðborgarsvæðinu 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið 29,5% landsmanna lesa Bændablaðið Heimild: Prentmiðlakönnun Gallup, okt.-des. 2018. Aldur 12-80 ára.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.