Bændablaðið - 07.11.2019, Page 32

Bændablaðið - 07.11.2019, Page 32
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201932 UTAN ÚR HEIMI Verkefni fylkisstjóra í Nordland-fylki í Noregi vekja athygli: Fær bændur til að nýta rekstur sinn til hins ýtrasta og hugsa í nýsköpun – Flétta saman margvíslegum verkefnum til að auka ferðaþjónustu í fylkinu Árangur verkefna sem fylk- isstjórinn í Nordland-fylki í Noregi hefur staðið fyrir síðast- liðin 10 ár hafa vakið athygli í Noregi og víðar. Þar er fléttað saman verkefnum til að auka ferðaþjónustu í fylkinu ásamt því að fá bændur í meira mæli með til að nýta rekstur sinn til hins ýtrasta með því að hugsa í nýsköpun. Um 500 aðilar hafa tekið þátt í verkefnunum sem mörg hver hafa skilað miklum og góðum árangri og enn eru víða óplægðir akrar. „Við höfum nú lokið við þrjú verkefni og erum að byrja á því fjórða. Fylkisstjórinn ber ábyrgð á verkefnunum en við höfum úthlutunarþáttinn á okkar herðum hér. Það þýðir að okkar hlutverk er að hvetja fólk sem er í byrjunarfas- anum með hugmynd og í sam- starfi við Nýsköpunarsjóð Noregs (Innovasjon Norge) komum við fólki yfir á næsta stig. Við eigum mjög gott samstarf við öll sveitar- félög í fylkinu sem er mikilvægt í svona verkefnum,“ segir Hanne- Sofie Trager, ráðgjafi hjá fylkis- stjóranum í Nordland-fylki. Taka meira frumkvæði en áður Nordland-fylki er þriðja stærsta ferðamannafylkið í Noregi á eftir Osló og Akershus og það er mik- ilvægt að bændurnir fái sinn hlut af þeim iðnaði. „Við trúum því að þetta skili árangri en öll slík verkefni sem ráðist er í taka eðlilega tíma. Þegar við byrjuðum voru til dæmis 45 aðilar með þegar kom að ferðaþjónustu en núna eru þeir í kringum 100. Einnig sjáum við aukningu hjá þeim sem starfa með matvæli því í byrjun voru í kringum 100 fyrirtæki skráð í fylkinu en núna eru þau um 140. Það var einnig mikil áhersla lögð á sveitabúðir sem eru nú í kringum 70 talsins. Nú sjá líka flestir að ef einhver vill byrja með eitthvað er bara að láta vaða því hér eru næg tækifæri,“ útskýrir Hanne-Sofie og segir jafnframt: „Við höfðum mikinn fókus á að hafa alla virðiskeðjuna með og eftir tíu ára starf með þessa hvatningu og aðstoð til framleið- enda sjáum við góðan árangur. Bændurnir taka meira frumkvæði í dag og byrja með eitthvað sjálfir sem þeim dettur í hug. Hér áður þurftum við að ýta að þeim hug- myndum og koma þeim á nám- skeið. Það sem við sjáum líka er að fleiri og fleiri bændur fara út í lífræna ræktun og framleiðslu sem hefur verið vinsælt.“ Í Nordland-fylki byggist landbún- aður að miklu leyti á hefðbund- inni gróffóðurræktun og í dag má meðal annars finna osta- og hunangsframleiðendur sem unnið hafa til alþjóðlegra verðlauna, framleiðendur á rabarbarasafa og mjaðjurtargéle ásamt lambakjöti á heimsmælikvarða svo fátt eitt sé nefnt. „Við vinnum með svæðis- bundnar aðgerðir og stefnu fyrir landbúnað í fylkinu en hér er að mestu stundaður hefðbundinn landbúnaður. Í verkefni sem nær yfir allt landið, Inn på tunet, leggj- um við áherslu á að bændur taki þátt og það hefur heppnast mjög vel. Þar er almenningi boðið að koma og kynnast lífi bændanna á bænum. Það eru um 240 þúsund íbúar í fylkinu og því mikilvægt að kynna slík verkefni vel fyrir þeim ásamt ferðamönnunum,“ segir Hanne-Sofie og bætir við: „Ferðir sem við skipuleggjum hafa líka verið vinsælar þar sem við förum örlitla hringferð um svæðið og heimsækjum sveita- bæi sem eru að fást við ólíka hluti. Þannig geta þátttakendur séð með eigin augum þá fjölbreytni sem hægt er að fást við, fengið hug- myndir og vonandi farið heim reynslunni ríkari til að láta vaða sjálfir í að gera eitthvað nýtt og spennandi.“ /ehg Þær eru víða fallegar sveitirnar í Norður-Noregi. Hanne-Sofie Trager, ráðgjafi hjá fylk- isstjóranum í Nordland-fylki, hefur meðal annars unnið að því síðast- liðin 10 ár að aðstoða bændur við að koma hugmyndum sínum á framfæri. Ostur frá Sæterstad-sveitabænum í Nordland-fylki vann gull- og bronsverð- laun á síðasta Norðurlandamóti í ostum. Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofn- verndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsókna- verkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember 2019. Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 6. desember 2019 og skal umsóknum skilað til: Fagráð í hrossarækt, Bændahöllinni v/Hagatorg, 107 Reykjavík. Fagráð í hrossarækt. Fred Magdoff í Safnahúsinu 16. nóvember: Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalisma Fred Magdoff er ásamt John Bellamy Foster höfundur bókar- innar „Það sem allir umhverfis- sinnar þurfa að vita um kapítal- isma“, sem kom út á íslensku sl. vor og fjallað var um í Bændablaðinu. Fred Magdoff kemur nú til Íslands og held- ur erindi á fundi í Safnahúsinu (Þjóðmenningarhúsinu) við Hverfisgötu laugardaginn 16. nóvember kl. 12. Fundurinn er á vegum Ögmundar Jónassonar undir yfirskriftinni Til róttækrar skoðunar. Fred Magdoff er prófessor emeritus í plöntu- og jarðvegs- fræðum við háskólann í Vermont í Bandaríkjunum. Áhugasvið hans spannar rannsóknir á jarðvegi, land- búnaði og matvælum og jafnframt hagstjórn og stefnu stjórnvalda í umhverfismálum. Sérsvið hans í rannsóknum er frjósemi jarðvegs og umhverfisvæn matvælaframleiðsla. Magdoff hefur flutt fyrirlestra um öll Bandaríkin og víða utan þeirra, í Kanada, Venesúela, Bólivíu, Kína, Suður-Afríku og Írlandi. Hann hefur birt fjölda greina og eftir hann liggja einnig bækur og eru þær nýjustu: Það sem allir umhverfissinnar þurfa að vita um kapítalismann (ásamt John Bellamy Foster) og Sköpun vistvæns samfélags: í átt að umbyltingu samfélagsins (ásamt Chris Williams).

x

Bændablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.