Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 36

Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 36
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201936 Kínin er það náttúrulyf sem bjarg að hefur flestum mannslíf- um. Efnið finnst í berki plöntu sem kallast kínabörkur og var lengi eina lyfið sem þekktist gegn malaríu. Sjúkdómi sem hefur dregið helming mannkyns til dauða. Ræktun á kínaberki hefur dreg- ist mikið sama frá því að hún var mest enda virka efnið sem sóst er eftir og unnið er úr berki plöntunn- ar núna mest unnið í verksmiðjum. Gróft áætlað er talið að heildarfram- leiðsla á kínaberki í dag sé á milli 5 til 10 þúsund tonn á ári og að úr því séu unnin milli 300 og 500 tonn af kínini. Helstu ræktunarlönd eru Kongó sem er með um 55% heimsfram- leiðslunnar, Indónesía um 30% og Indland sem framleiðir um 8% alls náttúrulegs kínins í heiminum í dag. Ekki fundust upplýsingar um innflutning á kínaberki eða kínini til Íslands á vef Hagstofunnar. Ættkvíslun Cinchona Milli 20 og 50 tegundir trjáa og runna tilheyra ættkvíslinni Cinchona. Tegundir eru breytilegar í útliti eftir vaxtarstað og frjóvgast auðveldlega saman og því oft ekki gott að segja til um hvort um sé að ræða tegund eða staðbrigði tegundar. Allar eiga náttúruleg heimkynni hátt í hitabeltisskógum Andesfjalla í vestanverðri Suður-Ameríku. Auk þess sem sumar tegundir hafa numið land og breiðst út frá ræktun í Mið-Ameríku, Jamaíka, Frönsku Pólýnesíu og víðar. Í Indónesíu, á Indlandi og í hitabelti Afríku hafa þróast sérstök afbrigði plöntunnar sem þar vaxa villtar. Plöntur innan ættkvíslarinnar, hvort sem það eru tré eða runnar, eru sígrænar og milli 5 og 25 metra háar. Blöðin egg- eða lensulaga, 10 til 40 sentímetra löng og gagnstæð. Blómin stjörnulaga og með fimm eða sex loðnum krónublöðum, hvít, bleik eða rauð og mörg saman í axi. Frjóvgun á sér stað með hjálp skordýra. Það tekur aldinið, sem er baukur með mörgum fræjum, sjö til átta mánuði að ná fullum þroska. Ýmsar tegundir innan ætt- kvíslarinnar eru í ræktun og eru þær almennt kallaðar Cinchona sp. Plantan sem á íslensku kallast kínabörkur, C. officinalis, er stór runni eða lítið tré, yfirleitt 8 til 16 metrar að hæð, sem finnst villt í 800 til 3.700 metra hæð í regnskógum Kólumbíu, Ekvador, Perú, Venesúela og Bólivíu. Plantan er með trefjarót, og eru börkur stofns og greinanna þakin smáum hárum. Börkurinn er þykkur, brúnn eða grábrúnn að lit. Blöðin lensu- eða sporöskjulaga, um 10 sentímetra breið og 3 til 4 sentí- metrar að breidd. Blómin stjörnulaga rauð- eða gulleit og með loðnum krónublöðum. Aldinið ílangur einn til þriggja sentímetra langur baukur með milli 40 og 50 þunnum og flat- laga fræjum, 4 til 5 millimetrar að lengd og einn millimetri að breidd og vængjuð. Plantan er fljót að aðlaga sig að nýjum heimkynnum séu aðstæð- ur henni jákvæðar og til er fjöldi afbrigða, yrkja og staðbrigða af kínaberki á stöðum sem planta hefur verið flutt til. Saga kínabarkar Frumbyggjar í náttúrulegum heim- kynnum Cinchona-plantna hafa nýtt plönturnar og börk hennar til margs konar lækninga í ómuna tíð. Í plöntunum er að finna fjölda efna og efnasambanda sem hafa líknandi áhrif á margs konar kvilla. Fyrir gamlaheimsbúa varð það kínin sem finnst í berki trjánna sem hafði mest áhrif og átti eftir að bjarga tugum ef ekki hundruðum milljónum manns- lífa. Ýmsar sögur er til um hvernig Evrópumenn komust í kynni við lækingamátt plöntunnar við malaríu en sannleiksgildi flestra er dregið í efa. Lífseigasta sagan segir frá atburði sem á að hafa átt sér stað árið 1629. Greifynjan af Chinchon, sem var ung og glæsileg eiginkona landstjóra Perú, er sögð hafa veikst af malaríu og ekki hugað líf þar til hún drakk seyði kínabarkar að ráði innfædds töframans. Í annarri sögu segir að hermað- ur eða trúboði í könnunnarleiðangri spænskrar herdeildar landvinninga- manna hafi verið svo illa haldin af malaríu að hann hafi verið skilinn eftir sem dauður. Maðurinn drakk vatn úr læk sem kínabarkartré hafði fallið í og viti menn, skömmu síðar var hann heill heilsu. Spænskættaði Ágústínusar- guðsmaðurinn og mannfræðingur- inn Antonio de la Calancha segir í riti frá 1638 að kínin finnist í berki trjáa frá Loxa sem er hérað í suður- hluta Perú og bætir við að duft sem unnið er úr berkinum slái á hitasótt. Jesúítapresturinn Bernabé Cobo kallaði tréð sótthitatré árið 1653 og trúboðar Jesúíta í Suður-Ameríku voru fljótir að átta sig á lækninga- mætti kínabarkar sem þeir hafa lík- legast kynnst í gegnum samskipti sín við innfædda. Jesúítarnir fluttu HELSTU NYTJAJURTIR HEIMSINS Kínabörkur og lækning malaríu Vilmundur Hansen vilmundur@bondi.is Kínin var lengi eina lyfið sem þekktist gegn malaríu. Það er náttúrulyf sem finnst í berki plöntu sem kallast kínabörkur. Plöntur innan ættkvíslarinnar Cinchona eru sígræn tré eða runnar og milli 5 og 25 metra að hæð. Malaría smitast með kvenkyns moskító flugum. Kínin, sem er unnið úr berki trjánna, var lengi eina þekkta lyfið gegn malaríu. Kínabörkur eða kínintré. Blöð og blóm.

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.