Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 42

Bændablaðið - 07.11.2019, Qupperneq 42
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201942 Útgjöld vegna fóðurs eru alla jafnan stærsti kostnaðarliður í rekstri kúabúa og stefna flestir kúabændur að því að lækka þenn­ an útgjaldaþátt með bæði ódýrara fóðri og bættri nýtingu á því fóðri sem gefið er. Þá vinnur vísindafólk víða um heim að því að leita leiða til að bæta fóðurnýtingu kúa svo draga megi úr sótspori mjólkur­ framleiðslunnar. Nýverið birtist í hinu heimsfræga tímariti Journal of Dairy Science áhugaverð grein varðandi samspil frumutölu mjólkur og annarra þátta þar sem fram kom m.a. að kýr sem eru með háa frumutölu nota tvö til þrjú prósent meira fóður fyrir hvern framleiddan lítra mjólkur, en hinar sem frumulægri eru. Þá mjólka þær frumuháu að jafnaði minna en hinar frumulægri svo enn á ný koma því fram staðfestingar á því sem lengi hefur verið haldið fram þ.e. að frumuháar kýr séu mun óhagkvæm­ ari í rekstri en frumulágar kýr. Flókin rannsókn Rannsóknin, sem unnin var við háskólann í Pennsyl­ vaníu, var einkar um­ fangsmikil enda hefur reynst erfitt að fá fram marktækar niðurstöður um samspil frumutölu og margra þátta, m.a. fóður­ nýtingar, á grunni einstak­ lingsupplýsinga kúa sem hafa verið notaðar í rann­ sóknir almennt. Skýringin á því er sú að oftast eru nefnilega fóðurathuganir frekar smáar í sniðum og því varasamt að álykta út frá litlu gagnasafni. Vísindafólkið sem að þessari rannsókn stóð fór því þá leið að draga saman niðurstöður sjö ólíkra rannsókna, sem gerðar höfðu verið við háskólann, á fóðrun kúa og með því að slá saman niðurstöð­ um allra rannsóknanna sjö varð til myndarlegt gagnasafn sem unnt var að vinna með. Gögnin náðu til fóðrunar­, afurða­ og mjólkur­ gæðaupplýsinga um 254 kýr og gáfu niðurstöðurnar skýrt til kynna mark­ tækt samhengi á milli frumutölu og fóðurnýtingar auk fleiri þátta. Rétt er að taka fram að í þessari rannsókn var miðað við frekar háa frumutölu kúa eða >250.000 frumur/ ml sem er 50.000 frumum/ml hærra en almennt er miðað við í Evrópu þegar talað er um háa frumutölu, en almennt er miðað við í dag að ef kýr­ sýni fer yfir 200.000 frumur/ml þá er kýrin skilgreind með júgurbólgu. 3% munur Samhengið sem fannst má setja fram með tiltölulega einföldum hætti eins og sjá má í meðfylgjandi töflu. Taflan sýnir spágildi, byggt á niðurstöðum þessarar rannsóknar, um það hve sterkt samhengi er á milli hækkandi frumutölu og mjólkurframleiðslunnar annars vegar og fóðurnýtingarinnar hins vegar. Eins og sjá má við lestur töflu 1 er samhengið afar sterkt og tölfræðilega marktækt og sýnir skýrt hve óhag­ kvæmni kúa eykst mikið eftir því sem frumutalan hækkar. Taflan byggir á útreikningi á fráviki kúa frá 0 gildi, þ.e. hvernig samhengið er á milli hækkandi frumutölu frá 0 frumum/ml. Það er auðvitað tölu­ gildi sem ekki er raunhæft að ná svo Á FAGLEGUM NÓTUMUTAN ÚR HEIMI Snorri Sigurðsson snsig@arlafoods.com Norsku bændasamtökin ræða við stjórnvöld: Útflutningsstyrkur lækkar Norsku Bændasamtökin og stjórn­ völd þar í landi urðu á dögunum sammála um hvernig koma ætti til móts við norska kúabændur, nú þegar minnka á framleiðslu á mjólk þar í landi á næstu tveimur árum. Kemur það til vegna WTO­ samnings sem undirritaður var í Naíróbí í Kenía árið 2015 og snýr að því að hætt verður að greiða útflutn­ ingsbeingreiðslur frá og með árinu 2021. Fyrir Noreg þýðir þetta minni framleiðslu upp á um 100 milljónir lítra af mjólk sem er um 7 prósent af núverandi mjólkurframleiðslu. Á síðustu stundu drógu norsku smábændasamtökin sig út úr samn­ ingaviðræðunum þar sem ekki var tekið tillit til mikilvægra þátta land­ búnaðarins af hálfu stjórnvalda að þeirra mati. „Eftir mikla baráttu náðum við að láta stjórnvöld fjármagna 200 millj­ ón króna (norskar) uppkaupskerfi fyrir mjólk. Það er rétt að svína­ bændur munu einnig finna fyrir því að útflutningsstuðningurinn fer nú af en það er um 1,3 prósent af fram­ leiðslunni á meðan það er 7 prósent hjá kúabændum,“ útskýrir formað­ ur norsku bændasamtakanna, Lars Petter Bartnes. Útflutningsstopp á Jarlsbergostinum Stærsta mjólkursamlag Noregs, Tine, er í miklum skipulagsbreytingum og munu um 400 störf leggjast af hjá fyrirtækinu innan fárra ára og lækka á kostnað um 14 milljarða íslenskra króna. Ein af ástæðum þess er Naíróbí­samningurinn því nú mun útflutningi á Jarlsbergostinum verða hætt. Jarlsbergosturinn er ein mikilvægasta útflutningsvara fyrir­ tækisins í dag, eða um tíu þúsund tonn sem selst af honum árlega er­ lendis, þar af selst helmingurinn á Bandaríkjamarkaði. Útflutningur á Jarlsbergostinum hefur fengið mikla ríkisstyrki, eða um 500 milljónir norskra króna á ári hverju, en frá árinu 2020 mun útflutningnum hætt sem þýðir að nú verður fyrirtækið að finna leið til að nýta þá 100 milljónir lítra sem farið hafa í framleiðslu á ostinum árlega. Fyrir kúabændur þýðir það að allir framleiðendur verða að framleiða minna en áður eða að einhverjir verða að hætta. Nú byggir fyrirtækið verksmiðju á Írlandi sem mun sjá um útflutningsmarkað fyrirtækisins. Nýsköpun í ostaframleiðslu Norskir neytendur breyta neyslu­ mynstri sínu hratt líkt og gerist í öðrum Evrópulöndum og þegar norsk mjólkursamlög fá minni og minni vörn gegn samkeppni erlendis frá þurfa þau að hugsa í nýsköpun. Í kjölfar mjólkurumræðunnar í Noregi hefur nú talsmaður frá Synnøve­ostaframleiðandanum gengið hart fram í fjölmiðlum þar í landi og biður um 50 aura við­ bót í styrki á lítra til að geta fram­ leitt meira og stundað enn frekari nýsköpun á ostamarkaði. Í dag eru um 400 ostategundir í verslunum í Svíþjóð en um helmingi færri í Noregi, eða um 200 tegundir, og benda forsvarsmenn Synnøve á að mikil tækifæri séu fyrir norsk mjólkursamlög að gefa enn frekar í og framleiða fleiri tegundir en til þess þurfi fyrirtækið meiri styrki. Á þessu og næsta ári verða not­ aðar hátt í 200 milljónir norskra króna til mjólkursamlaga til að efla samkeppni við mjólkurrisann Tine. /Bondebladet - ehg Um 400 störf verða lögð niður hjá Tine, stærsta mjólkursamlagi Noregs, á næstu árum m.a. vegna lækkandi útflutningsstyrkja norska ríkisins. Því mun Tine hætta útflutningi á hinum fræga Jarlebergosti og einnig mun útflutningsstyrkur til svínabænda verða skorinn niður. Hárri frumutölu fylgir bæði lægri nyt og slök fóðurnýting Nýverið birtist í hinu heimsfræga tímariti Journal of Dairy Science áhugaverð grein varðandi samspil frumutölu mjólkur og annarra þátta þar sem fram kom m.a. að kýr sem eru með háa frumutölu nota tvö til þrjú prósent meira fóður fyrir hvern framleiddan lítra mjólkur, en hinar sem frumulægri eru. Myndir / HKr. Tafla 1. Samhengi hækkandi frumutölu og afurðasemi auk fóðurnýtingar miðað við 0 gildi frumutölu* 50.000 frumur/ml 100.000 frumur/ml 250.000 frumur/ml 750.000 frumur/ml Nyt kg/dag Orkuleiðrétt nyt kg/dag Þurrefnisát kg/dag Fóðurnýting, kg mjólkur/kg þurrefnisáts Fóðurnýting kg orkuleiðréttrar mjólkur/kg þurrefnisáts *Um er að ræða reiknuð meðalgildi af greinarhöfundi byggðum á niðurstöðum rannsóknarinnar -0,14 -0,17 -0,08 -0,1 -0,12 -0,14 -6,45 -2,7 -3,18 -3,81 -4,57 -0,8 -0,94 -1,12 -1,35 -3,82 -4,49 -5,38 -0,1 -0,12 Tafla 2. Samanburður á samhengi hækkandi frumutölu og afurðasemi 50.000 frumur/ml 250.000 frumur/ml Mismunur Nyt kg/dag Orkuleiðrétt nyt kg/dag Þurrefnisát kg/dag Fóðurnýting, kg mjólkur/kg þurrefnisáts Fóðurnýting kg orkuleiðréttrar mjólkur/kg þurrefnisáts -0,08 -0,12 -0,04 auk fóðurnýtingar á kúm með annars vegar 50.000 frumur/ml og 250.000 frumur/ml* *um er að ræða reiknuð meðalgildi af greinarhöfundi byggðum á niðurstöðum rannsóknarinnar -0,8 -1,12 -0,32 -0,1 -0,14 -0,04 -3,82 -5,38 -1,56 -2,7 -3,81 -1,11 Marktækt samhengi var á milli frumutölu og fóðurnýtingar auk fleiri þátta. Skipulagsbreytingar hjá Tine Nýjar tölur sýna að hagnaður norska mjólkursamlagsins Tine fer niður á við og ef stjórnendur þar innanborðs munu ekki grípa til aðgerða sér fram á hallarekstur eftir sjö ár hjá samlaginu. Því hefur stjórn fyrirtækisins útbúið áætlun til næstu ára sem felur í sér aðra forgangsröðun, færri vörur og mjólkursamlög ásamt alþjóð­ legri markaðssetningu á norskri mjólk fyrir 2025. Mjólkursamlagið mun nú nýta tíma sinn enn frekar í vinsælustu vöruflokkana sína og minna í aðrar vörur. Nú verður lögð enn frekari áhersla á Jarlsberg­ og Norvegia­ ostana, mjólk og Sunniva­djúsinn. Þessir vöruflokkar gefa um 80 prósent af virði fyrirtækisins sem hefur í kringum 1.400 vöru­ flokka. Kjarnavörur fyrirtækisins eru jógúrt, mjólk, ostar og sýrður rjómi. Hin nýja stefna fyrirtækisins mun einnig leiða í för með sér að einhverjir vöruflokkar verða tekn­ ir út eða að minni peningar verði nýttir til að markaðssetja þá. Mest verður lagt í þær vörur sem þýða mest fyrir mjólkurvinnsluna þar sem möguleiki er á að skapa enn frekari vöxt. Einnig munu einhver mjólkur­ samlög verða lögð niður en ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um hver verða fyrir valinu. Fyrirtækið óskar eftir því að vera sýnilegt um allt land áfram en stjórnendur viður­ kenna jafnframt að það verði erfitt að halda í þann sýnileika um allan Noreg á næstu árum. Meiri áhersla verður á að flytja út mjólkurvörur fyrirtækisins og er Asía nefnd þar til sögunnar en þó er ekki ljóst um hvaða vöruflokka ræðir til útflutn­ ings. Fyrirtækið fer nú í gegnum miklar skipulagsbreytingar og áætla að spara einn milljarð norskra króna og segja upp 400 starfsmönnum. /Bondebladet - ehg

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.