Bændablaðið - 07.11.2019, Side 46

Bændablaðið - 07.11.2019, Side 46
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 201946 Það sem af er ári hef ég mikið verið að prófa vistvæna bíla eins og rafmagns-hybrid og vetnisbíla. Það var kominn tími á að skoða ódýran hefðbundinn bensínbíl sem ætti að henta öllum. Fyrir valinu var Fiat Tipo frá Ísband í Mosfellsbæ, ódýr, kraft- mikill og eyðslugrannur bensínbíll með 5 ára ábyrgð. Lítil sparneytin bensínvél sem skilar 120 hestöflum Bíllinn sem prófaður var nefnist Fiat Tipo Easy og er 5 dyra beinskiptur með sex gíra kassa framhjóladrifinn bensínbíll. Ísband pantar mikið af sínum bílum með aukabúnaði sem þeir kalla „Íslandspakka“, en í þeim pakka er m.a. stærri alternator (raf- all), öflugri startari, hiti í hliðar- speglum, þokuljós í framstuðara, meira frostþol og ryðvörn fyrir Ísland, sannarlega nauðsynlegur búnaður fyrir íslenskar aðstæður. Fiat Tipo Easy er með 1,4 lítra bensínvél sem á að skila 120 hestöfl- um og uppgefin eyðsla í blönduðum akstri er 6,3 lítrar á hundraðið. Ég var með 6,4 lítra eyðslu samkvæmt aksturstölvu í lok prufuaksturs eftir um 100 km akstur í blönduðum akstri og er langt síðan ég prufu- keyrði bíl þar sem ég er svona nálægt uppgefinni eyðslu. Prufuaksturinn mjög blandaður Fyrst ók ég bílnum innanbæjar ná- lægt 20–30 km, og fannst mér þessi litla vél vera glettilega lipur og snögg að ná umferðarhraða úr kyrr- stöðu. Að leggja í stæði þá fannst mér hliðarspeglarnir sýna vel aftur fyrir bílinn, en bakkmyndavélin frekar lítil. Næst var það stuttur malarrúntur um Heiðmörkina, en frá grófum vetrardekkjunum komu smástein- ar upp undir bílinn að framanverðu og heyrðist aðeins í þeim, en nánast ekkert frá afturdekkjunum. Á möl er bíllinn ágætur og tekur fjöðrunin hefðbundnar holur ágætlega, en ef maður er of ákafur í beygjum á möl er bíllinn aðeins laus að aftan. Næst var það langkeyrslan sem var upp að Hellisheiðarvirkjun og til baka. Á Sandskeiðinu var tekin hávaðamæling inni í bílnum á 90 km hraða og þrátt fyrir að vera á grófum vetrardekkjum mældist hávaðinn inni í bílnum ekki nema á bilinu 70–74 db. Á þessari leið sá ég oft á aksturstölvunni eyðslu upp á 2,5–3,5 lítra á hundraðið þannig að ég mundi halda að þessi bíll sé mjög hagkvæmur í lengri keyrslum. Útbúnaður, öryggi og þægindi Verðið á bílnum segir mikið til um aukabúnað og þægindi. Þrátt fyrir lágt verð er mikið af góðum dýrum búnaði í bílnum s.s. stöðugleika- stýring, rafknúinn bakstuðningur í bílstjórasæti, rafdrifnar rúður framan og aftan, hiti í framsætum, USB tengi, AUX tengi og á a.m.k. tveim stöðum var 12 volta rafmagnstengi, svo eitthvað sé nefnt. Bíllinn er rúmgóður að innan, fótapláss gott. Farangursrými ágætt (440 lítrar) og varadekk í fullri stærð (sem er að verða ansi fáséð í nýjum bílum). Eftir margar yfirferðir yfir bílinn var aðeins tvennt sem ég fann til að gefa bílnum mínus og það voru frekar litlir mínusar. Framsætin fannst mér ekkert sér- staklega þægileg og skjárinn fyrir bakkmyndavélina fannst mér vera lítill (sennilega bara væll í mér þar sem sjónin er byrjuð að gefa sig). Tvær útgáfur af Fiat Tipo Fiat Tipo Easy er í boði bæði bensín og dísil. Bensínbíllinn sem prófaður var mengar aðeins meira en dísilbíllinn og eyðir meira, en er ódýrari og kostar ekki nema 3.090.000. Dísilbíllinn er líka 120 hestöfl og með 1,6 l dísilvél. Hann er beinskiptur og uppgefin eyðsla á honum er 3,8 lítrar á hundraðið af dísilolíu í blönduðum akstri og kostar hann 3.490.000. VÉLABÁSINN Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is ódýr og rúmgóður Fiat Tipo Easy. Myndir / HLJ Afturljósin eru alltaf á þessum, engar áhyggjur af sekt fyrir ljósleysi að aftan. Með þessum búnaði er það bara einbeittur brotavilji að dæla röngu eldsneyti á bílinn. Hávaðamælingin var mjög hagstæð á 90 km hraða. Hávaðinn var ekki nema á bilinu 70–74 db. Þótt hliðarspeglar séu litlir þá sést mjög vel aftur fyrir í þeim. Það er stöðugt sjaldgæfara að sjá varadekk í fullri stærð í nýjum bílum. Þrátt fyrir að bíllinn væri á grófum vetrardekkjum heyrðist lítið veghljóð inn í bílinn. Þyngd 1.195 kg Hæð 1.490 mm Breidd 1.790 mm Lengd 4.360 mm Helstu mál og upplýsingar

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.