Bændablaðið - 07.11.2019, Síða 47

Bændablaðið - 07.11.2019, Síða 47
Bændablaðið | Fimmtudagur 7. nóvember 2019 47 Áður í þessum pistlum hef ég nefnt að sennilega er ég með meiri hrakfallabálkum sem til eru og því góður í það að skrifa um forvarnir. Flestir eiga eitthvað sem þeir hafa keypt sér til öryggis samanber öryggisgleraugu, hjálm, sýnileikafatnað og fleira. Ótrúlega oft kemur það fyrir að einhver meiðir sig vegna þess að öryggis- búnaðurinn sem viðkomandi á var ekki notaður. Einmitt þetta kom fyrir mig síð- asta sunnudag í október þegar ég var að leika mér á mótorhjólinu mínu á ís. Ég hafði klætt mig í það þykkar buxur að ég gat ekki verið með hnjá- spelkurnar mínar sem eiga að tryggja vörn fyrir liðböndin í kringum hnén. Of seint að grípa um rassinn þegar kúkurinn er dottinn Fátt finnst mér skemmtilegra en að keyra mótorhjól á ísilögðum vötnum í skemmtilegri beygjubraut og það var ég að gera. Í beygjum á vissum hraða halla ég hjólinu aðeins meira en margir og hef því lítið svigrúm ef eitthvað óvænt gerist. Það óvænta gerðist, hnefastór steinn var úti á svellinu og fór undir framdekkið og ég beint á hausinn, 100 kg hjól og ég önnur 100 kg og þessi saman- lagði þungi lagðist allur á vinstra hnéð sem þoldi ekki allan þennan þunga og það teygðist hressilega á liðböndunum. Fyrir vikið gat ég ekki stigið í fótinn í tvo daga og geng enn haltur viku seinna og á erfitt með svefn vegna sársauka. Hefði ég verið með spelkurnar, sem eru tveir aukahnjáliðir á hvort hné, hefði ekkert komið fyrir mig og ég þyrfti ekki að gretta mig í hverju skrefi. Óásættanleg mistök að nota ekki rándýran öryggisbúnað sem maður á. Notum öryggisbúnaðinn sem við eigum, það er of seint að grípa um rassinn þegar kúkurinn er dottinn. Skoðun ökutækja misdýr Fyrir nokkru nefndi ég í þessum pistli í samhengi við skoðun á heilsu að almennt finnist fólki það sjálf- sagt að láta skoða bílana sína árlega. Í ár er búið að skoða öll ökutæki heimilisins, en þegar skoðaðir voru greiðslureikningar bíla heimilisins kom í ljós mikill verðmunur á milli skoðunarstöðva, en allir bílar heim- ilisins eru í sama flokk, sem kallast undir 3.500 kg. Skoðunarstöðvarnar eru fjórar og með því að fara inn á heimasíðu þeirra þá er þar uppgefin verðskrá hjá þeim öllum. Samkvæmt uppgef- inni verðskrá er Frumherji dýrasta skoðunarstöðin með uppgefið verð á bíl undir 3.500 kg 13.660 krónur. Skoðun á bíl sem er 3.500–7.500 kg kostar 14.720 kr. Næstdýrast er að láta Aðalskoðun skoða bíl undir 3.500 kg, en þar kostar það 13.500 og stærri bílarnir 14.295 kr. Þar á eftir er Tékkland, en þar er lægra verðið 11.995 og stærri bílarnir 12.995. Ódýrasta skoðunarstöðin er jafnframt sú nýjasta og er bara á einum stað á höfuðborgarsvæðinu, Betri skoðun. Þar er bara eitt verð á alla bíla að 7.500 kg., eða 11.495 krónur. Góð heimsókn fyrir lesendur Bændablaðsins í Betri skoðun Í síðustu viku kom ég við í Betri skoðun á Stapahrauni 1 í Hafnarfirði og spjallaði aðeins við starfsfólkið. Fyrir svörum varð Hörður Harðarson, sem er einn af eigendunum, og sagði hann mér að þau teldu sig ekki þurfa að vera með hærra verð. Aðspurður hvort þeir væru með einhvern af- slátt frá þessu verði var svarið að það megi alltaf reyna að semja um hóp afslátt og í framhaldi, þegar ég spurði hvort nóg væri að segjast vera lesandi Bændablaðsins var svarið: „Bændablaðið er gott blað og við gerum eitthvað gott fyrir lesendur Bændablaðsins.“ Viðgerðir og sala á alternatorum og startörum í flestar gerðir bíla, báta og vinnuvéla. Hjólastillingar, úrval af ljósum á kerrur og eftirvagna, kerrutenglar, kaplar, perur og tengi. Sendum um allt land. www.pgs.is pgs@pgs.is s 586 1260 Viðarhöfði 1, 110 Reykjavík Alternatorinn eða startarinn bilaður? ÖRYGGI – HEILSA – UMHVERFI KROSSGÁTA Bændablaðsins Lausn á krossgátu í síðasta blaði Hjörtur L. Jónsson liklegur@internet.is Smáauglýsingar 56-30-300 TÆPLEGA VARKÁRNI UMFRAM FUGLA-HLJÓÐ FUGL YFIRRÁÐ SVALL HKJAFTFOR V A S S Y R T U R RFLOKKA A Ð A MÓTAPYNGJUR F O R M A EGRÖM R G P I P A R L L Á T U R HOLU- FISKUR SNÁÐA N Á L HARLA ELDUR EFNI BERIST TIL S A T Í N SKÍTUR T A Ð UMHYGGJA ÁTTÖRVA SINNMATUR KRYDD SKATTUR L A B B A DRAUP FUGLÁMÆLA U G L A RUNNI ÓNEFNDUR ÖGANGA O F Á T LJÁMÆTTU L Á N A SNYRTI- LEGUR MUNDA P E N NOFNEYSLA K A L TAK AF- KLÆÐIST H A L D SKJÓL- LAUS YNDIS O P I N NFROST-SKEMMD K R TVÍSTÍGAÓSKÖP H I K A ÁNÁGENGUR U T A N ÁÞEKKUR RÆÐA LEYNILEGAGJALD-MIÐILL A KÆNULAUT B Á T BENDA Á S Ý N A ANGANHANDA I L M F L Ý T T SÓÐAALDUR A T A EIN-SÖNGUR A R Í AHRAÐAÐ L Æ S T U R INNYFLITVEIR I Ð U R TVEIR EINSFRÁ K KLOKAÐUR Ó Ð G Ð N RISPAN A R JAFNT Á E K I I N N S REIKA KÁSSA V M A A F U R K A HÓTA TVEIR EINS 117 H Ö FU N D U R B H • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET ÆSIR ÞJÁLFUN TERTA LÆRIR SVARI YNDIS HUGUR MEINLAUS HEGNA FJALLSNÖF TILRÆÐI VÆTA FAG SKÍNA KÚNST KVEIF RÓMVERSK TALA HÆÐ TVEIR EINS ÁTT GETSPAKUR VÖRU- MERKIARGUR LEIFAR SAMSULL MAUKIÐ SLÉTTA REYKJA FÖST STÆRÐ ÍÞRÓTT BLUNDA STRITREIÐUR HRÆÐA MARGVÍS- LEGAR BLÁSA FLÝTIR TALA STARFA SKYNFÆRA GAGN ÆVINLEGA Í RÖÐ MÁNUÐUR VÖRU- FLUTNINGUR ESPAST ÁKÆRA SÁÐJÖRÐÓHREINKA ÞAKBRÚN ÁVÖXTUR FÉLAGI TÆRA RAGN SAMTÖK LYKT MARR SIÐA GRENNA EINKENNI UPP- HRÓPUN SVÖRÐ KRINGUMÓVARÐARI ÞJÁLFA NIÐURLAG TANN-STÆÐI FRUMEIND HÖGG TVEIR M Y N D : H ER M A N N SC H A CH N ER ( CC 0) H Ö FU N D U R B H • K R O SS G A TU R .G A TU R .N ET 118 Ekki nóg að eiga öryggisbúnað, það þarf líka að nota hann Það er ekki mikið svigrúm í svona halla ef eitthvað óvænt kemur undir fram- eða afturdekk. Mynd / Óskar Sigurðson Starfsfólk Betri skoðunar á Stapahrauni 1 í Hafnarfirði, talið frá vinstri: Hörður, Grétar og Halldóra. Mynd / HLJ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.