Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 3

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 3
• • / Hafliði Hjartarson gjaldkeri OBI: AHERZLUATRIÐI TIL UMHUGSUNAR Margir veita mætast lið, margir snjallir leynast. Hafliða til heilla bið hollan mér að reynast. Með þessu vísukorni skoraði ritstjóri Fréttabréfsins á mig að senda sér greinarstúf. Hann lét reyndar fylgja með, svona til að tryggja framgang blaðsins, að hann mætti ekki vera of langur. Að sjálf- sögðu fylltist ég stolti og þakklæti fyrir að vera beðinn slíks í jafn virt og víðlesið blað, sem Fréttabréf ÖBl er, en lýsi jafnframt allri ábyrgð á hendur ritstjóra. Ef satt skal segja hafa ritstörf aldrei verið mín sterkasta hlið og ég vona að þið, lesendur góðir, farið mildum höndum um okkur félagana, nú þegar jólahátíðin er að ganga í garð. að fyrsta sem í hugann kom, þegar ég settist við skriftir í byrjun nóvember, er sú þráhyggja stjórnvalda að málaflokka fatlaðra, aldraðra og sjúkra skuli helst skera niður, svo jöfnuður náist í ríkisbúskapnum. Þetta væri þó frekar fyrirgefanlegt ef menn sæju slíkan niðurskurð hjá öðrum málaflokkum, en það er nú öðru nær. Eg held að tlestir hafi álitið að nú þegar rætt er um að betri tímar séu að renna í garð, myndu ráðamenn linna þessum látum og sjá sóma sinn í því að snúa við blaðinu með aukningu fjár til þessara málaflokka. Það ætti t.d. ekki að þurfa mikla skynsemi til að sjá, hvílík firra það er að ætla sumum þegnum landsins að framfleyta sér á 35 til 40 þúsund krónurn á mánuði, eða ég tala nú ekki um þá sem búa á sumum vistheimilum og fá aðeins 2 til 3 þúsund krónur á mánuði, sem duga skal í allt annað en húsnæði, mat og þjónustu. Þetta er okkur öllum til háborinnar skammar og er með ólíkindum að á síðustu árum er það þessi hópur, sem orðið hefur fyrir hvað mestri skerðingu. Eg spyr í allri minni fáfræði. Hvert í ósköpunum stefnum við? Við sem montum okkur af því, sýknt og heilagt að vera ein af menntuðustu þjóðum heims og álítum okkur jafnvel mjög siðmenntuð, en högum okkur samt svona. A hvaða villigötum erum við með alla uppfræðslu og kennslu, ef þetta er afraksturinn? Spyr sá sem ekki veit. Annað sem ekki er til að hrópa húrra fyrir í dag er Framkvæmdasjóður fatlaðra. Hann sem átti að vera stoð okkar og stytta í uppbyggingu innan málafokks fatlaðra, hefur nú heldur betur orðið fyrir skerðingu. Nú er svo komið að stór hluti fjárveitinga til hans eru farnar í rekstur og hann á ekki nema rétt fyrir eldri skuldbindingum vegna framkvæmda. Það sem blasir við núna er hálftómur sjóður með ekkert fjármagn til nýrra verkefna eða viðhalds. Þetta er óskaplega slæm þróun og er skorað á ráðamenn þjóðarinnar að færa sjóðinn strax íþað horf sem upphafleg áætlun sagði til um. Hann færi þá líklega í 420 milljónir 1997 og stæði betur að hlutverki sínu á eftir. riðja málið sem er ofarlega í huga mín- um, um þessar mundir, er sá gríðarlegi vandi sem aðildarfélög ÖBÍ, er standa í einhverjum rekstri og hafa fengið til þess fé á fjárlögum ríkisins, eiga við að stríða. Þeim hefur reynst óhemju erfitt á undanförnum misserum endalausra skerðinga á greiðslum að tryggja félögum sínum þá þjónustu sem búið er að byggja upp fyrir þá og reka, jafnvel í áraraðir. Við segjum oft hjá Styrktarfélagi vangefinna að nauðsynlegt sé að hafa aðhald og sparnað að leiðarljósi í rekstri, enda það “mottó” alltaf verið við lýði á þeim bæ. En þegar skorið er niður ár eftir ár og ekki tekið á nýjum vandamálum að neinu marki, hlýtur að stefna í þrot og á þetta ekki síst við um Reykjavíkursvæðið. Þetta er nú samt það sem blasir við núna og verða ráðamenn að skilja að fimm ára samdrátt- artími er meira en nóg fyrir þessa þjóðfélagshópa og nú verður einhver leiðrétting að fást og hún helst það mikil að uppbygging geti hafist á ný. á verður mér oft hugsað til þeirrar miklu áherslu, sem lögð er núna á að sameina okkur öllu sem hægt er í sameinaðri Evrópu. Ég held við ættum að líta okkur nær. Hvað getum við t.d. gert við öll þau mikilvægu skilaboð sem koma út úr Helios verkefninu, sem mér skilst að stór hluti íslendinga sé að vinna í núna, ef allur grunnur velfarnaðar hjá okkur er hruninn. Ég get ekki séð að það verði nrikið og er reyndar þeirrar skoðunar að sú upp- bygging sem orðið hefur í málaflokki fatlaðra á Islandi fram á þennan áratug, hefði getað nýst okkur vel inn í framtíðina, ef ráðamenn hefðu ekki farið að höggva þar ótæpilega niður. Hvað um það. Þegnar landsins leggja sjálfsagt misjafnt mat á hugtökinjöfnuð og jöfnun lífsgæða. Það sést best á því, þrátt fyrir orð mín hér að framan, að með góðri aðstoð margra aðila eru ýmis mál sem fatlaðir hafa verið að berjast fyrir á undanförnum árum að þróast til betri vegar. Mér dettur til dæmis í hug, núna á 10 ára afmæli Islenskrar getspár, hvað afrakstur “Lottósins” hefur Sjá næstu síðu Hatliði Hjartarson. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 3

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.