Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 52

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 52
Ur minningaþáttum Bergs Bjarnasonar Formáli ritstjóra: itstjóra barst fyrir nokkru bréf frá góðum vini og sagnamanni, þar sem hann rifjar upp gamlar sögur frá bernsku sinni og um leið rekur hann á ýmsan veg þær breytingar sem hann hefur lifað um dagana og taka yfir öll svið þjóðlífsins. Hann segir og frá bernskuheimili sínu að Völlum í Lónafirði sem er dulnefni svo sem er um höfundar- nafnið Bergur Bjarnason sem vinur minn kýs að nota. Hann lýsir nokkuð staðháttum þar og seiðir þaðan minningar fram úr myndasafni hugans. Hann ræðir fjölbreytnina í lífríkinu allt í kringum okkur og um fuglana fjallar hann sér í lagi. Hér kemur fyrsti minningaþáttur þessa mæta vinar míns og þar sem víðar höfðar hann eðlilega til ungu kynslóðarinnar helzt og fyrst, enda uppeldisstörf honum hugleikin. En holl lesning er þetta og fróðleg okkur öllum. Vindmyllan gamla og krummi Vegna hamranna stóru, sem voru ekki langt frá Völlum, voru hrafnar þar oft á ferli, ýmist einir sér eða í hópum. Þeir eru staðfuglar, eru hér allt árið. Og raunar er krummi ekki vinsæll fugl, því að hann er stór og þarf því mikið að éta. Hannervargur í vörpum og kunnugt er, að hann fer afar illa með skepnur, sem eru ósjálf- bjarga og geta ekki forðast hann. Segja má því að ýmsir hafi heldur horn í síðu hans, eins og stundum er komist að orði, og reyni að eyða eggj- um hans og ungum. Hins vegar eru til eldgamlar sagnir um það, að krummi sé vitur fugl og boði oft alvarleg tíðindi. Að þessu sinni nefni ég aðeins tvennt sem ýmsir hafa trúað að benti til þess. Hið fyrra er, að ef hrafn settist á kirkjuturn og sat þar um stund var talið víst, að einhver mundi brátt deyja í sveitinni eða þorpinu. Hitt er það, að hrafnar safnast oft saman í stóra hópa á haustin, og þá hefur því verið trúað, að þeir héldu Hrafninn hugsi á þaki bílsins. hrafnaþing til þess að skipta sér á bæina í sveitinni til að geta fengið þar eitthvað í gogginn um veturinn. Þessi gamla trú á vitsmuni krumma er kölluð þjóðtrú, Sumt í henni er ímyndun, annað raunveruleiki. Eitt af því, sem við krakkarnir höfðum mikla ánægju af, var gömul vindmylla sem stóð á stórum hól í túnjaðrinum suðaustan við bæinn. Og auðvitað var hóllinn kall- aður Mylluhóll. Þessi gamla mylla var í rauninni merkilegt tæki frá fyrri tíð. Vindurinn var látinn knýja hana og hún var lengi notuð til að mala kom fyrir heimilin á Völlum, því að þar var tvíbýli. Og svo var hún einnig notuð fyrir önnur heimili í sveitinni. Þá var korn í allt brauð flutt inn ómalað og myllur, sem knúðar vom bæði af vatni og vindi, voru stórvirkustu tækin sem þá þekktust við að mala kornið. Og það er ástæða til að segja ykkur, að nú þykir sannað að brauð, sem bakað er úr heimamöluðu korni, er miklu hollara en hitt, sem malað er úr korni sem malað er í útlöndum og flutt þannig til Islands á síðari áratugum. Nú var hætt að nota vindmylluna gömlu fyrir mörgum árum, en hún stóð þarna enn engu að síður á hólnum sínum, há og tíguleg, og minnti á forna frægð, þegar hún vann mikið nytjaverk fyrir fólkið í sveitinni, - malaði korn fyrir mörg heimili. Og nú hafði vindmyllan gamla fengið nýtt hlutverk á elliárum sínum, - hlutverk, sem vafasamt er að hún hafi nokkru sinni gert ráð fyrir að gegna. Hún hafði nefnilega tekið að sér að verða eins konar fóstra barn- anna á Völlum í vondum veðrum, og raunar miklu oftar, og leyst það hlut- verk prýðilega. Þarna var töluvert athafnarými, og þar geymdum við töluvert af gullunum okkar, horn, leggi, skeljar, glerbrot og margs konar steina og sitthvað fleira, sem við fundum vestur við Jökulsá eða úti á reka. Og þarna undum við tímunum saman, þegar rigning var eða rok og raunar hvenær sem okkur þótti henta. Og þessu þarfa fóstruhlutverki, sem bæði börn og fullorðnir kunnu vel að meta, gegndi gamla vindmyllan í mörg, mörg ár. Svo var það eitt kvöld um haust, að tveir hrafnar settust á mylluþakið og krunkuðu hátt. Líklega hefði eng- inn veitt þeim neina sérstaka athygli þetta kvöld, ef þeir hefðu ekki verið þama lengi, síhoppandi á vængjum og þaki myllunnar, og krunkað óvenju hátt. “Ég er viss um, að þeir eru að boða okkur einhver vond tíðindi, blessaðir fuglarnir,” sagði Jóna gamla, sem lengi hafði verið vinnukona á heimili foreldra minna og móðurforeldra. Hún hafði veitt ýmsu athygli á langri ævi og var ein af þeim mörgu, sem trúði þjóðsögunni gömlu um vitsmuni hrafnanna. En hvað sem um þá sögn má ann- ars segja er eitt víst, að þessa nótt gerði ofsaveður af suðaustri. Og þegar við vöknuðum morguninn eftir og litum út á Mylluhólinn, brá okkur heldur en ekki í brún, því að gamla myllan var horfin. Gamlir viðir hennar höfðu ekki þolað átök stormsins. Hann hafði feykt henni um koll og brotið í spón. Merku hlutverki myllunnar gömlu var lokið. Og því miður er víst ekkert lengur heima. sem minnir á þetta gamla, þjóðlega tæki, - þessa kæru og góðu fóstru okkar krakkanna á Völl- um. Bergur Bjarnason. 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.