Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 29

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 29
hagnýtari upplýsingar til þess að koma málefnum okkar á framfæri við almenning. Við þurfum að byggja starf okkar á nákvæmari upplýsingum um það hverjir þurfa á sérstökum stuðningi samfélagsins að halda. Það er grundvallaratriði að segja skýrt og nákvæmlega frá baráttumálunum, og hversu stór sá hópur er sem fjallað er um hverju sinni. Geðsjúk manneskja á að eiga rétt á þjónustu sjúkdóms síns vegna og ætti ekki að þurfa að taka upp heitið geðfatlaður til þess að njóta hennar. Frétt af opnun sambýlis fyrir fatlaða segir hlustanda harla lítið um það hverjir muni búa þar. Hömlun eðafötlun í ágætu viðtali ritstjóra Frétta- bréfsins við Stefán Hreiðarsson lækni í 2. tölublaði þessa árs fjalla þeir ein- mitt um hugtakið fötlun og notkun þess. Eins og þar er sagt er farið að gera greinarmun á sjúkdómi, hömlun og fötlun. I bók sem Alþjóðaheil- brigðismálastofnunin hefur gefið út og fjallar um tlokkun og mat á sjúk- dómunt og afleiðingum þeirra er kynntur vandinn við að flokka og meta afleiðingar sjúkdóma. Stefán sagði frá því að sjúkdómur getur leitt til hömlunar, ef hann skilur eftir sig varanlegar afleiðingar. Hömlunin leiðir því aðeins til fötlunar að um sé að ræða varanlegar afleiðingar fyrir félagslega stöðu viðkomandi mann- eskju og hún þurfi að njóta og nota sérstakar hjálparaðgerðir. Ekki jafn “fær” og aðrir Yfirfært á eigið líf mætti segja sem svo að ég sé með sjúkdóminn MS. í upphafi truflaði hann líf mitt, en ekki á svo afgerandi hátt að það breytti tilverunni. Það varð vissulega erfitt að dansa, ekki hægt að hlaupa og smátt og smátt dró meira og meira úr göngu- færni minni. Það má segja að til sög- unnar hafi komið hömlur á því að gera það sem jafnaldrarnir gátu reiknað með að geta gert. Veikindatímabilin ollu líka röskun í félagslegu tilliti, en ég gat spjarað mig í daglega lífinu og haldið áfram námi og störfum. Fötlun er þá fyrst til staðar þegar göngufærn- in er orðin svo léleg að almennings- farartæki eru ófær til notkunar sem samgöngutæki. Heimilisstörfin orðin þraut sem ekki var leggjandi í lengur, því ryksugan lagði mig sífellt að velli þegar ég reyndi að sveifla henni yfir gólfin og jafnvægið orðið svo lélegt að fyrst ein og síðan tvær hækjur þurfti til að halda konunni uppréttri. Þetta kallar á aðrar lausnir en almenn- ingur notar og um leið stuðning sam- félagsins til langs tíma eða varanlega. Stefnuskrá - framtíðarsýn Stefnuskráin okkar á að verða verkfæri eða yfirlýsing um það sem við viljum vinna að í framtíðinni. Við litum yfir farinn veg og drógum fram áhersluatriðin sem við vildum öll vinna saman að. Framtíðarsýnin okk- ar er jafnrétti á öllum sviðum þjóð- félagsins. Við viljum vinna saman að þessum stefnumálum og teljum okkur eiga samleið í meginatriðum. Aðildar- félögum Öryrkjabandalagsins hefur fjölgað mikið á síðustu árum þannig að breiddin í hópnum er orðin mikil. Það er bæði kostur og galli, fleiri sjón- armið geta komið fram en einnig getur orðið erfitt að tryggja það að félögin séu í virkum tengslum hvert við ann- að. Þessi þróun er að verða víðar, það er að einstakir hópar stofni félög um sín mál en leita síðan saman í banda- lag með systkinafélögum sínum. Við erum einnig aðilar að slíkum banda- lögum erlendis og kynni af þróun þar orðið mér mikið umhugsunarefni síðustu árin. Hverjir vinnafyrir fatlað fólk? Það gerðist árið 1980 í Winnipeg í Kanada að fatlað fólk sem kom þar á alþjóðaþing samtakanna Rehabilita- tion International (RI) klauf sig út úr þeim og stofnaði sérstök samtök Disa- bled Peoples International (DPI). Þetta gerðist þegar Bengt Lindquist frá Svíþjóð mælti fyrir tillögu um að 50% af fulltrúum hverrar þjóðar skyldu vera fatlað fólk. En óánægja var komin upp vegna þess hve fatlaðir voru orðnir í miklum minnihluta á þingum þessum. Tillagan eða álykt- unin náði ekki fram að ganga með þeim afleiðingum að 250 af fulltrúun- um, sem voru fatlaðir sjálfir, stofnuðu hin nýju samtök DPI, eða alþjóða- samtök fatlaðs fólks. Samtökin eru nú orðin býsna öflug og eru trú þeirri meginhugsun sem varð til þess að þau voru stofnuð, að fatlað fólk sé sjálft í fyrirsvari í hagsmunabaráttu sinni. au hafa meðal annars lagt mikla áherslu á það að vera í virkum tengslum við þær stofnanir Samein- uðu þjóðanna sem fjalla um heilbrigð- ismál, jafnréttis- og menntamál, þró- unaraðstoð o.s.frv.. Bengt Lindqvist er okkur kunnur vegna starfa sinna að setningu Meginreglna Sameinuðu þjóðanna um jafna þátttöku fatlaðra í samfélaginu. Hann hefur verið ráðinn eftirlitsmaðurmeð framkvæmd þeirra á vegurn SÞ. Bengt Lindqvist hefur verið formaður DPI í Svíþjóð. Hann hefur lýst áhyggjum af því að ágrein- ingur milli þeirra alþjóðasamtaka sem vinna að málefnum fatlaðra sé hættu- legur og sóun á tíma og kröftum og því nauðsynlegt að leita leiða til þess að vinna saman. Vonandi bera menn gæfu til þess, en því aðeins að sjónar- mið beggja séu virt kemst á góð samvinna. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 29
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.