Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 40

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 40
Gísli Helgason forstöðumaður: VINNA VIÐ HLJÓÐ- BÆKUR f 25 ÁR Allt frá því er ég var smápeyi hef ég haft mikinn áhuga á alls konar tækjabúnaði. Eignaðist frekar snemma segulbands- tæki og komst á unga aldri í kynni við þær hljóðbækur, sem lesnar voru inn á segulbönd hjá Blindrafélaginu og Blindravinafélagi fslands. Þessi félög létu lesa inn á segulbönd ýmsar bæk- ur. En árið 1969 fór þáverandi borgar- bókavörður Eiríkur Hreinn Finnboga- son að huga að því að koma upp safni hljóðbóka við Borgarbókasafnið. Eiríkur fékk ýmsar hljóðritanir frá Ríkisútvarpinu og svo réði hann Guðrúnu Guðlaugsdóttur, núverandi blaðamann á Mogganum til þess að lesa inn á segulbönd. Eg frétti af þessu, langaði að heyra Paradísar- heimt og Brekkukotsannál eftir Halldór Laxness, hringdi sumarið 1971 niður á Borgarbókasafn og bar upperindið. Mér var sagt að það yrði haft samband. Stuttu síðar hringir Eiríkur Hreinn í mig, kynnir sig og spyr hvort ég vilji hitta sig. Eg vissi vart hvaðan á mig stóð veðrið, en fór. Eg man að hann sat við stórt skrifborð og veggir herbergisins voru þaktir bókum. Eiríkur fór að ræða um að- stöðu mína sem sjónskerts manns til bóklestrar. Hann sagði að þar sem ég hefði brotist að nokkru í gegnum menntaskóla, bæri mér skylda til þess að sjá svo um að aðrir í minni aðstöðu gætu einnig notið hljóðbóka. Svo spurði hann mig hvort ég vildi aðstoða sig við merkingar og frágang hljóð- bóka, einnig afritanir þeirra á snældur, en þær voru nær eingöngu á stórum spólum. Eg játti þessu og þar með held ég að framtíð mín hafi verið að nokkru ráðin. Fljótlega fórum við Arnþór tví- burabróðir minn að vinna við að merkja hljóðbækur Borgarbókasafns- ins á blindraletri. Sveinbjöm Egilsson útvarpsvirki á Radíó- og raftækjastof- unni annaðist gerð þeirra á snældur, en fljótlega tókum við þá þjónustu að okkur. að skipti svo sköpum, þegar við byrjuðum að vinna að dagskrár- gerð hjá Ríkisútvarpinu. Þá kynnt- umst við bestu tækjum, sem völ var á á þeim tíma og lögðum okkur fram um að útvega okkur það besta, sem til var. Gísli Helgason. Þegai' komið var fram á árið 1973 stóð nýbygging Blindrafélagsins nær tilbúin. Á annarri hæðinni var gert ráð fyrir aðstöðu til ýmissa hluta. Sú hugmynd kom upp að gera góða að- stöðu til hljóðbókagerðar. Arnþór, sem þá var í stjórn Blindrafélagsins fór til Finnlands og kom þaðan með hugmyndir um kaup á sérstökum fjöl- földunartækjum til þess að fjölfalda snældur á. Hafist var handa um að útvega fjármagn til tækjakaupanna og endirinn varð sá að Kívanisklúbb- urinn Esja, ásamt Lionsklúbbi Reykjavíkur gáfu ein þrjú segulbands- tæki og fjölföldunartæki, sem gátu tekið upp á 8 snældur í einu, á tvöföld- um hraða. Jafnframt voru smíðaðir og teknir í notkun 2 upptökuklefar. Aðstaðan var tilbúin árið 1975. í nóvember það ár var gerður samstarfssamningur við Borgarbóka- safn Reykjavíkur um gerð og dreif- ingu hljóðbóka. Skyldi Blindra- félagið annast framleiðslu þeirra, en Borgarbókasafnið sjá um dreifingu þeirra. Jafnframt var gerður samn- ingur við Rithöfundasambandið, sem leyfði gerð eins frumeintaks og þriggja útlánseintaka. Leita þurfti samþykkis hvers og eins höfundar vegna innlestrar á bókum. Reyndin varð sú að Borgarbókasafnið greiddi laun tæknimanns, sem annaðist fram- leiðsluna, en Blindrafélagið sá um efniskaup. Margir sáu ofsjónum yfir þeim peningaaustri, sem fór í segul- bandsspólu- og snældukaup. Við vorum einu sinni að velta því fyrir okkur við hádegisverðarborðið hvort fjölfalda ætti hverja hljóðbók í einu eða þremur eintökum, en nú var farið að gera frumband, sem geymt var, en fjölfalda eftir því á snældur. Ég hélt því fram að það væri lágmark að gera þrjú eintök. Þá sagði einn við borðið að um leið og ég opnaði kjaftinn, fyki ein milljón út um gluggann. s Arið 1976 kom Helga Ólafsdóttir bókasafnsfræðingur til starfa hjá Borgarbókasafninu og sá um útlán hljóðbóka þar. Við Helga höfðum þekkst nokkuð áður, móðir hennar var blind og bæði studdu foreldrar Helgu Blindrafélagið dyggilega. Samstarf okkar var með ágætum. Við vorum sammála um að auka þyrfti þjónustu við blinda og sjónskerta. I hagræð- ingarskyni ákváðum við að hætta hljóðritunum á útlánseintökum á stór- ar spólur. Við mættum ómældri and- stöðu, en stóðum það af okkur, eins og svo margt annað. Við fórum að vinna að hugmyndum okkar um stofn- un sérstaks hljóðbókasafns, en Helga var þar aðalhugmyndasmiður. í þeim efnum gengum við á fund þáverandi menntamálaráðherra, Ragnars Arn- alds og hann skipaði okkur í nefnd um stofnun slíks safns. Um þau mál má lesa í Sögu blindra á Islandi, sem Þórhallur Guttormsson skráði og Blindrafélagið gaf út í tilefni 50 ára afmælis félagsins. Nefndin tók sér 40
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.