Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 8

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 8
Evrópusamstarf og samvinnu- nefnd Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalagsins var svo næst á dag- skránni og flutti Helgi Hróðmarsson skýrslu þar um. Hann lýsti í upphafi aðkomu Öryrkjabandalagsins að Helios II - verkefni á vegum Evrópusam- bandsins að markmiðinu: full þátttaka fatlaðs fólks í samfélaginu. Margar nefndir og vinnuhópar eru þarna að störfum og höfum við eftir föngum tekið þar þátt s.s. í samráðsnefnd ríkisstjórnarfulltrúa, samráðsnefnd heildarsamtaka fatlaðra og nefndum um atvinnumál, menntamál, íþróttir, ferðaþjónustu og ferðalög. 26 íslendingar valdir í verkefnahópa ýmiss konar. Styrkur fæst til ráð- stefnuhalds hér í nóvember - ferðalög fyrir alla. Helios II stendur út þetta ár og ekki er að fullu frágengið hvert framhaldið verður, en ljóst að svo verður þó. Þá vék Helgi að samvinnu- nefnd Þroskahjálpar og Öryrkja- bandalagsins en í henni sitja: Guð- mundur Ragnarsson, Ingibjörg Auð- unsdóttir og Jóhann Arnfinnsson frá Þroskahjálp og Ólöf Ríkarðsdóttir, Haukur Þórðarson og Jóhannes Ágústsson frá Öryrkjabandalaginu. Framkvæmdastjórar samtakanna eiga sæti á fundum einnig. Helgi nefndi nokkur samvinnuverkefni: reiðnám- skeið, útilífsskóla og hvers kyns kynningarverkefni. Einnig að öðru unnið s.s. tilfærslu málaflokks fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga, endurskoðun laga um málefni fatlaðra og varnar- baráttu gegn skerðingum stjórnvalda. Helgi óskaði þess í lokin að hin erlendu verkefni mættu skila hagnýt- um árangri. á var komið að drögum að stefnu- skrá bandalagsins, en í fjarveru formanns stefnumótunarnefndar Emils Thóroddsen greindi Haukur Þórðarson frá aðdraganda og starfi stefnumótunarhópsins, en að því verki komu fulltrúar frá öllum aðildar- félögum bandalagsins. Stefnumótun- in er í 5 aðalköflum: A. Framtíðarsýn B. Markmið C. Tilgangur D. Helztu verkefni og áherzlur E. Grundvallaratriði önnur. Nokkrar ábendingar komu fram og skyldu til greina teknar. Drögin að stefnuskrá með verðandi breyting- um framkomnum samþykkt sam- hljóða. Stefnuskráin annars birt hér í blaðinu. Sigurrós M. Sigurjónsdóttirfjallaði síðan um störf trygginganefndar bandalagsins þar sem hún á sæti ásamt Helga Seljan og Jóhannesi Ágústs- syni. Nefndin hefur haldið allmarga fundi og rætt fjölmörg atriði. Örorku- matið hefur mjög til umræðu verið og áherzla á læknisfræðilega hlið þess. Hin óeðlilegu kjör og réttindi 65% öryrkja eru alls óviðunandi. Einföld- un bótagreiðslna og sameining bóta- flokka rædd talsvert. Nefndin benti á mikið bótalegt ranglæti gagnvart ein- stæðum öryrkjum með barn eða börn á framfæri. Sömuleiðis hefur nefndin eðlilega rætt skerðingar þær sem að undanförnu hafa yfir dunið. Nefndin mun starfa áfram og leggja niðurstöð- ur sínar fyrir stjórn Öryrkjabanda- lagsins. á fóru fram kosningar í fram- kvæmdastjórn. Ur stjórn skyldu ganga varaformaður, ritari og með- stjórnandi svo og skyldi kjósa vara- menn í framkvæmdastjórn. Sam- hljóða voru hin sömu endurkjörin: Haukur Þórðarson varaformaður, Þórey V. Ólafsdóttir ritari og Ólafur H. Sigurjónsson meðstjórnandi. Til vara voru þær kjörnar: Elísabet Á. Möller, Valgerður Auðunsdóttir og Dagfríður Halldórsdóttir. Endurskoðendur voru endurkjörn- ir: Vigfús Gunnarsson og Jóna Sveinsdóttir. Alyktanir aðalfundar voru því næst á dagskrá. Ásgerður Ingi- marsdóttir kynnti 9 ályktanir og gerði góða grein fyrir efni sem aðdraganda. Að fenginni einni breytingartillögu voru allar ályktanirnar samhljóða samþykktar, en þær eru birtar hér í blaðinu. Sjálfsbjörg - landssamband lagði fram þá tillögu að Öryrkja- bandalagið hefði hagfræðing á sínum snærum, sem gæti unnið vissa saman- burðarvinnu fyrir bandalagið varðandi kjör öryrkja og annarra þjóðfélags- hópa svo og verið bandalaginu og félögum þess til ráðgjafar um ýmis mál. Að fengnum jákvæðum undir- tektum var samþykkt að vísa málinu til framkvæmdastjórnar bandalagsins til frekari athugunar. íslenzkri getspá var sent hlýlegt heillaskeyti í tilefni 10 ára afmælisins og tóku fulltrúar undir með lófataki. • • Onnur mál voru svo í lokin. I fastanefndir bandalagsins næsta starfsár voru þessi kjörin. Laganefnd: Haukur Þórðarson, Þórey V. Ólafs- dóttir, Emil Thóroddsen. Trygginganefnd: Helgi Seljan, Sigurrós M. Sigurjónsdóttir og Jóhannes Ágústsson. Atvinnumálanefnd: Þorsteinn Jó- hannsson, Hafliði Hjartarson og Val- gerður Auðunsdóttir. Skipulagsnefnd: Björn Hermanns- son, Ólafur H. Sigurjónsson og Helgi Seljan. Ragnar R. Magnússon minnti á 15. október - Dag hvíta stafsins. Björn Hermannsson velti upp spurningunni um réttmæti þjónustusamninga milli 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.