Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 34

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 34
AF STJORNARVETTVANGI Fundur var haldinn í stjórn Öryrkjabandalags íslands fimmtudaginn 3. október og hófst kl. 16.4o í Oddshúsi. Velflestir stjórnarmenn vom mætt- ir. Formaður setti fund og bauð fólk velkomið til síðasta fundar þessa starfsárs. 1. Yfirlitsræða formanns Fyrsta mál á dagskrá var yfirlits- ræða formanns um það sem frá síðasta stjórnarfundi hefði helzt gerzt. Ólöf greindi frá því að nefnd dómsmála- og félagsmálaráðuneytis um lottó- málin hefði skilað af sér, en skýrslan væri enn trúnaðarmál svo og niður- stöður hennar. Fylgzt yrði vel með framvindu málsins. Minnti á yfir- standandi endurskoðun laganna um málefni fatlaðra, en öllum félögum Öryrkjabandalagsins hefði verið skrif- að og boðið að senda athugasemdir. Ólöf sagði frá samráðsnefndinni með launþegasamtökunum, þar sem meg- inatriðið nú væri að fá atbeina launa- manna til að tryggja að ávinningar kjarasamninga skiluðu sér að fullu yfir í bætur almannatrygginga. Þá greindi formaður frá hinum umsvifa- miklu erlendu samskiptum, ekki sízt í sambandi við Helios-II verkefnið. Hún minnti á ráðstefnuna 8.-9. nóv- ember um ferðamál allra í samvinnu við Þroskahjálp. Þar yrðu þrír erlendir fyrirlesarar, enda fengist til ráðstefn- unnar vænlegur styrkur frá ESB. Ólöf sagði og frá mikilli samkeppni á vegum Helios- II, en þar var Ólöf í dómnefnd af hálfu félagsmála- ráðuneytisins. Af fjórum verkefnum héðan sendum í samkeppnina fengu tvö verð- laun - gull og silf- ur. Helgi Hróð- marsson mun glögglega greina hér frá í þessu blaði. Ólöf sagði verðlaunaafhendingu fara fram 2. desember í Brússel ✓ Olöf sagði nýútkominn bækling ÖBÍ þegar vera úreltan orðinn þar sem tvö ný aðildarfélög væru nú væntanleg. Stytt útgáfa á dönsku og ensku er fyrirhuguð með nýju félög- unum innanborðs. Ólöf lagði áherzlu á það að meg- inreglur Sameinuðu þjóðanna yrðu kynntar á Alþingi eins og vera bæri. Allt yrði gert til að tryggja það. Greindi að lokum frá fundi í Norður- landaráði öryrkjafélaga í Finnlandi þar sem þær Asgerður og hún hefðu mætt. Ólöfvísaði svo tryggingamál- um, ærnum að umfangi, til Helga Seljan síðar. Haukur Þórðarson sem er fulltrúi Öryrkjabandalagsins í endurskoðun- arnefnd laga um málefni fatlaðra greindi frá gangi starfsins þar. Hann kvað aðaláherzlu nú beinast að flutn- ingi málaflokksins til sveitarfélag- anna, en greinilegt að sveitarfélögin vilja fá málaflokkinn. Ymsir fram- kvæmdastjórar svæðisskrifstofa efast um að flutningur sé tímabær. Haukur sagði margt benda til að tilflutningur muni áætlaður 1. janúar 1999. Hann kvað nefndina tæpast mundu leggja til afdrifaríkar breytingar aðrar, en reynt yrði að sníða af ágalla sem hefðu komið í ljós í framkvæmd. Nokkrar umræður urðu á eftir og m.a. rætt um nauðsyn stefnumótunar Öryrkja- bandalagsins í því meginmáli, hvort og hvernig skyldi að flutningi staðið. Þórir Þorvarðarson stjórnarfor- maður íslenzkrar getspár ræddi lottó- málin ítarlega. Hann kvað tillögur nefndarinnar óljósar og mikil spurn- ing um til hvers leiddu í raun. Hann fór yfir fyrirkomulagið hér og eins minnti hann á hina harðnandi sam- keppni á þessum markaði. Ekki mætti horfa framhjá því að Islenzk getspá er sjálfstætt fyrirtæki með eignir sínar, viðskiptavild o.s.frv. Þangað inn gengi enginn sjálfkrafa. 2. Aðalfundur Öryrkjabanda- lagsins 12. október Asgerður greindi frá og dreifði dagskráaðalfundarins. Aukaðalfund- arstarfa mun Karl Steinar Guðnason forstjóri Tryggingastofnunar ríkisins flytja erindi og svara fyrirspumum. Asgerður lagði einnig fram reikninga bandalagsins, en Hafliði gjaldkeri var forfallaður. Hún kvað mestu skipta að reikningarnir væru innan ramma fjárhagsáætlunar. Ásgerður minnti félögin á að senda inn tilkynningar um fulltrúa og stjórnarmenn. 3. Umsóknir nýrra félaga Tvær umsóknir um aðild höfðu borizt. Önnur frá Samtökum sykur- sjúkra, en hin fráMND-félaginu. Lög beggja félaga samrýmast regl- um bandalagsins. Nokkuð rætt um meginreglu þá sem í gildi er um að félög sjúklinga þar sem sjúkdóm- ar leiði ótvírætt til fötlunar eigi rétt til aðildar. Rætt varumfjölgun fé- laga og henni fagnað, en jafn- framt þyrfti að huga hér að í framtíðarskipulagi Öryrkjabandalags- ins. Báðum þess- um félögum afar 34

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.