Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 18

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 18
þjálfunar í tali og heymaiskynsæfingum. Hann fékk leyfi hjá foreldrum mínum til aðhafamig.” Hervör á góðar endurminn- ingar frá Kollafjarð- arnesi. Þrjátíu og fjórum árum síðar segir Hervör í hátíð- aræðu við setningu Menningarhátíðar í Alaborg, þá sem formaður Félags heyrnarlausra: “Ég þarf ekki að segja ykkur, hvað heyrnar- leysi er rnikil hindr- un, hvað heyrnleys- inginn hefur mikla þörf fyrir að tjá sig, eignast vináttu og skilning þeirra sem heyra svo að hann einangrist ekki frá samfélaginu og félögum sínum sem eins er ástatt fyrir. An tungutaks, segir hinn heyrandi, væri ekkert mál, þar af leiðandi ekkert menningarlíf. An táknmáls væra tjáskipti heyrnarlausra nær óhugsandi. Svo þýðingarmikið er það í samskiptum okkar.” Sjö ára að heiman Sjö ára fór Hervör frá foreldrum sínum. settist í heimavist og dvaldi ekki mikið heima eftir það. “Það var svo mikil fátækt á þessum árum og samgönguleysi. Þáfórabörn ekki heim til sín á jólunum. Það var líka svo langt að fara. Um jólin var ég hjá föðursystur minni í Reykjavík.” Hervör barmar sér ekki yfir því að komast ekki heim um jólin, en jóla- gjafimar skapa sára endurminningu. “Ég fékk aldrei jólapakka frá mömmu og pabba, en móðurbróðir minn á Flateyri og konan hans sendu mér gjarnan jólapakka.” Börn eru misk- unnarlaus, jafnvel í fámennum hópi heyrnarlausra var mikið bil á milli ríkra og fátækra. “Sumir skólafélagar mínir komu frá sterkefnuðum fjöl- skyldum. Mér var strítt miskunnar- laust á því, hvað foreldrar mínir voru fátækir, hvað þau áttu mörg börn.” Hervör segist hafa beðið Brand að segja ekki frá öllum systkinunum sem fæddust fyrir vestan. Hún segist jafnframt hafa skrökvað því, að hún fengi jólapakka frá foreldrum sínum. Hervör þurfti oft að vera hörð af sér. Það tekur á Hervöra að segja frá þessu Hervör og Guðmundur með börnum sínum: Bryndísi, Magnúsi, Maríu, Guðjóni og Ragnheiði. æviskeiði. Táknin verða hraðari. Orðin streyma frá henni. Allur lík- aminn sýnir sálræn átök fyrri ára. “Mamma verður alltaf klökk þegar hún talar um þessi ár,” segir Ragn- heiður, “hún upplifði þann tíma þegar heyrnarlaus börn voru rifin frá for- eldrum sínum og sett í heimavist. Samt er það einkennandi fyrir mömmu og hennar skólasystkini, hvað þau eru sterk og sjálfstæð. Nú þykir það sjálfsagt að öll börn fari heim til sín um jólin. Annars hefur þróunin orðið sú, að foreldrar heyrnar- lausra barna úti á landi flytja gjarnan til Reykjavíkur með börnum sínum.” - Hvað voruð þið mörg skólasystkinin, Hervör? Hervör reynir að rifja þetta upp og teiknar sætaraðir í skólastof- unni út í loftið. “Eitthvað á milli tutt- ugu og þrjátíu,” segir hún síðan. Merkilegt að sjá, hvað minnið tengist sjóninni, hvað hún upplifir hlutina sjónrænt og allt teiknast upp á augað. “Ég var fermd 29. apríl,” segir Hervör, “pabbi ætlaði að koma suður, en varð að hætta við, þar sem barn fæddist 27. apríl, en þau fylgdust með í gegnum útvarpið. Þremur vikum seinna dó bróðir minn sem fæddist þarna.” Fermingarveisla var haldin í skólanum og Brandur hvatti hana til að bjóða ættingjum sínum. Föður- systir hennar kom í fermingarveisl- una, “Agústa Guðjónsdóttir er núna 91 árs og reyndist mér sem besta móð- ir,” segir Hervör. Hervör eignaðist bróður sem var fjórum árum yngri og tengdist henni mjög náið. Hafsteinn Guðjónsson fæddist líka heyrnarlaus og Hervöru fannst hún bera mikla ábyrgð á bróður sín- um þegar hann kom í skólann. Hafsteinn lærði klæðskeraiðn og starfaði við það allt sitt líf. Hann dó rúmlega fimmtugur. - Hverjar eru helstu orsakir heyrnarleysis ? “Heyrnarley si okkar Hafsteins gæti stafað út af skyld- leika mömmu og pabba,” segir Her- vör, “en heyrnar- leysi fyrr á árum mátti mjög oft rekja til heilahimnubólgu. Faraldur rauðra hunda gekk stundum yfir, og árin 1964 og 1973 fæddust mörg heymar- laus börn. Nú er hægt að koma í veg fyrir heyrnarleysi með bólusetningu bæði af völdum heilahimnubólgu og rauðra hunda.” Sterkur lífsförunautur Hervör var fjarri foreldram sínum frá sjö ára aldri og þurfti snemma að standa á eigin fótum. Ung eignaðist hún sterkan lífsförunaut, sem stóð við hlið hennar ætíð síðan og setti sjálfan sig í spor heymarlausu konunnar. Hervör kynntist Guðmundi eiginmanni sínum, þegar hún var 15 ára. “Þetta var svona þá,” segir hún og fer aðeins hjá sér. “Samband mömmu og pabba er mjög sérstakt,” skýtur Ragnheiður inn í. “Það hefði aldrei gengið, ef pabbi hefði ekki lært táknmálið strax. Brandur var oft beðinn um að túlka í dóms- og lögreglumálum heyrnar- lausra. Nauðgunar- og bamaverndar- mál komu upp hjá heyrnarlausum ungum stúlkum. Hervör skildi heyrn- arlausa betur en Brandur, svo að hann fékk hana oft til að hjálpa sér. “Ég var bundin þagnareiði í þessum málum,” segir Hervör, “mikil ábyrgð fyrir mig svona unga, en eftir að við Guðmund- ur kynntumst kom hann oft með til að hjálpa mér.” Aðeins verklegt nám fyrir heyrnarlausa Sextán ára tók Hervör unglingapróf og útskrifaðist þar með úr 18
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.