Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 15

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 15
fornkveðna: Sameinaðir stöndum vér. Það gildir að vera í breiðfylkingu þeirra sem starfa að málefnum fatl- aðra, vera með í baráttunni. Ekki veitir af þegar saumað er að fötluðum meir og meir með ákvörðunum stjórnvalda, þar sem skilningsleysið virðist alveg ótrúlegt. Stjórn MND félagsins skipa nú: Rafn R. Jónsson formaður og aðrir í stjórn eru: Iris Gústavsdóttir, Rósa Gunnarsdóttir, Sigríður Gunn- laugsdóttir og Garðar Sverrisson. í stjórn Öryrkjabandalags Islands er tilnefndur Rafn R. Jónsson og til vara Iris Gústavsdóttir. Eins og áður kom fram er aðsetur félagsins að Höfðatúni 12b og þar fer fram allur daglegur rekstur hjá félaginu. Fastur skrifstofutími hjá Rafni er á þriðju- dögum og fimmtudögum frá kl. 14 til kl. 18. Síminn er 562 2004. Við hér á bæ bjóðum félagið enn og aftur velkomið til vorra húsa og árnum því alls hins bezta í erfiðu og krefjandi félagsstarfi. H.S. Dagur heymarlausra Dagur heyrnarlausra var hátíð- legur haldinn sunnudaginn 29. sept. sl. Safnast var saman á Hlemmi og síðan gekk allnokkur fylking fólks sem leið liggur niður á Ingólfstorg. Þar var haldin útimessa í glaðasól- skini. Svo vel vildi nefni- lega til að eftir allar undan- gengnar rigningar birti ein- mitt til um hádegið þennan sunnudag, en sumir höfðu einmitt á orði að þeir hefðu eiginlega verið búnir að gleyma því hvemig blessuð sólin liti út. En þarna skein hún glatt á ný og vermdi jafnt heyrnarlausa sem heyrandi. Utimessan var hátíðleg og býsna fjölsótt en um athöfnina sá séra Miyako Þórðarson, hinn ágæti prestur heymarlausra, með þeim fagra blæ sem einkennir athafnir hennar og táknmálskórinn söng af ærnum þokka og innlifun sem jafnan áður. Það var svo Sólrún Birna Snæ- björnsdóttir sem flutti ávarp í athöfn- inni. Hún lagði áherzlu á bænina og hvarf til bernskudaga þegar móðir og amma kenndu henni bænir. Hverjum og einum væri mikilvægt sambandið við almáttugan guð, að fela honum allt sitt ráð. Eftir messuna var svo komið saman á Hótel Borg og varð þar sann- arlega þröng á þingi. Þar fór fram hin ágætasta dagskrá sem Vilhjálmur Vilhjálmsson stjómaði. að var Berglind Stefánsdóttir, formaður Félags heyrnarlausra nú og um leið nýráðin skólastjóri Vesturhlíðarskólans sem ávarpaði gesti í upphafi. Berglind minnti á brýnustu baráttumál heyrnarlausra og hvatti til sem skjótastrar úrlausnar á þeim. Enn bæri lagalega viðurkenn- ingu táknmáls sem móðurmáls heyrn- arlausra hæst. Hún kvað myndbanda- gerð sem mesta mjög brýna til að koma á ljósan og lifandi hátt hvers konar efni fróðleiks sem afþreyingar á framfæri við heyrnarlausa, tengja þá um leið betur við það sem væri að gerast á hverri tíð og færa þeim vitn- eskju urn möguleika þeirra í lífinu, hvað þeim stæði til boða. Berglind sagði atvinnumál heyrnarlausra knýj- andi til úrlausnar, en mikill fjöldi heyrnarlausra er atvinnulaus. Nú um stundir væru svo menntamál á oddinn sett, því þau væru mikilvægari í dag en nokkru sinni áður. Þá kom Zorba- hópurinn næstur fram og við ljúfan undirleik tveggja karla sungu þær Sif Ragnhildardóttir og Eyrún Ólafsdóttir (á táknmáli) lög eftir gríska tónskáldið Theodorakis við afar góðar undirtekt- ir, enda hugþekkt mjög. á talaði Sigurlín Margrét Sigurð- ardóttir sem er í stjórn Félags heyrnarlausra. Hún minnti á hið sí- gilda orðtak: Mennt er máttur, en í flóknu tæknisamfélagi nútímans væri heyrnarlausum hætt án haldgóðrar menntunar. Hún lýsti yfir stofnun menntunarsjóðs fyrir heyrnarlausa með gjöf Nýherja hf. til félagsins, for- kunnarfullkominni tölvu sem yrði í aðalstöðvum félagsins að Laugavegi 26 og færði fyrirtækinu einlægar þakkir sem og þeim öðrum sem lagt hefðu menntunar- sjóðnum sitt góða og dýr- mæta lið. enntamálaráðherra, Björn Bjarnason, flutti ávarp og lýsti yfir ánægju með stofnun mennt- unarsjóðsins og kvað ráðu- neyti sitt mundu leggja hon- um eitthvað til. Hann fór svo yfir stöðu menntunar- mála heyrnarlausra á grunn- og framhaldsskólastigi og minntist m.a. á hina ágætu viðurkenningu til Agústu U. Gunnarsdóttur í Mennta- skólanum við Hamrahlíð, silfurverð- launin góðu sem frá er glögglega greint hér í blaðinu. Hann færði heym- arlausum hlýjar hamingjuóskir í tilefni dagsins og hét þeim góðu liðsinni sínu, en sagði að lögleiðing táknmálsins varðaði alla ríkisstjórnina. Þá var heldur betur á léttari strengi slegið, því Skari skrípó var mættur með tól sín og töfrabrögð snjöll og gladdi hug og hjörtu gesta sannarlega með uppá- tækjum sínum og undraverðri leikni. Berglind Stefánsdóttir sleit svo þessari fjölsóttu og skemmtilegu hátíð. Degi heymarlausra voru góð skil gerð í fjöl- miðlum m.a. með túlkun á táknmáli í sjónvarpinu sem minnir enn á það að einmitt þar þarf betur að gera. Eins og áður var hér vel og myndarlega að verki staðið hjá þessu ágæta aðildar- félagi okkar og árnaðaróskir hlýjar eru héðan sendar. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.