Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 44

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 44
almannatrygginga í engu getið sér- staklega. Einnig fylgir með umsókn þessari síðasta endurmat Tryggingastofnunar ríkisins á örorku okkar frá júlí 1996. Virðingarfyllst, undirritun hjónanna FAAS SÓTT HEIM Hjálögð eru eftirfarandi gögn: - Launaseðlar frá TR vegna nóv.-des. 96 og jan.-feb. 97 - Launaseðlar frá Lífsj. sjómanna vegna nóv.-des. 96 og jan.-feb. 97 - Síðasta endurmat TR á örorku okkar hjóna frá júlí 1996 Þó svo ofangreind form hafi verið sett upp með hjón í huga sem bæði eru öryrkjar eiga þau, að breyttum breytanda, einnig við um einstaklinga, hjón þar sem annað hjóna nýtur örorku og sambúðarfólk sem er sam- skattað. Fylgi öryrkjar almennt þessum leiðbeiningum sem hér hafa verið sett- ar fram gætu sparast fjármunir, fyrir- höfn og óþægindi. Jóhannes Albert Sævarsson hdl. lögfræðingur ÖBI Hlerað í hornum Islendingur einn gekk inn á krá hér í borg og sá Japana sitja við borð, fór óðar til hans og bauð honum að reyna krafta sína. Japaninn, seinþreyttur til vandræða, stóð loks upp og eftir andartak lá landinn í gólfinu. Hann reis upp forviða og spurði hvað þetta hefði verið. “Þetta er frá Japan og heiti júdó,” sagði Japaninn. Landinn bjóst til atlögu á ný, en allt fór á sömu leið, hann lá óðar í gólfinu. Hálfu ringlaðri reis hann þó upp og spurði hvað þetta hefði nú verið. “Þetta er frá Japan og heitir jiu-jitsú,” svaraði Japaninn. Landinn hvarf út, en kom að vörmu spori inn aftur, gekk rakleitt að Japananum sem lá óðar steinrot- aður á gólfinu. Hann raknaði seint og um síðir úr rotinu og spurði þá hvað þetta hefði nú verið og landinn svaraði að bragði: “Þetta var líka frá Japan og heitir tjakkur úr Toyota.” ** Ungur drengur var að lýsa því hvemig hann hefði borið systur sína meidda heim: Hún setti sig á háan hest. Fyrr á þessu ári var í Fréttabréfinu greint allnokkuð frá Hlíðabæ í tilefni af tíu ára afmæli þeirrar ágætu starfsemi. Nú þótti ritstjóra tími til kominn að fá fregnir af FAAS -Félagi aðstandenda Alzheimersjúklinga, en það félag er einmitt ári eldra en starfsemin í Hlíða- bæ, sem sé á tólfta ári. Það var því á hlýjum haustdegi sem haldið var f Hlíðabæ, en þar á félagið sitt aðsetur, til fundar við Maríu Jónsdóttur formann félagsins. María sagði að tilurð félagsins mætti með nokkrum sanni rekja til bréfs frá Múlabæ á sínum tíma til aðstandenda Alzheimersjúklinga, en einmitt þá voru þeir sjúklingar þar í dagvist. Þetta varð til þess að aðstandendur komu saman og ákveðið var að nauð- syn félagsstofnunar væri hin brýnasta m.a. til þess að knýja á um fleiri og betri úrræði fyrir Alzheimersjúklinga. Fyrsti formaðurinn var Gerður Pálmadóttir, og það var engin logn- molla yfir henni og María minnti á að félagið hefði staðið fyrir einni fyrstu fjölmiðlasöfnuninni, sem ágætan árangur hefði borið m.a. hefðu öll húsgögnin í Hlíðabæ verið gefin. Gerður hefði sannur eldhugi verið. Aðrir formenn félagsins hafa þau verið: Hrafn Magnússon, Helga Ein- arsdóttir, Soffía Egilsdóttir, Magnea Magnúsdóttir og svo María nú. Alls munu á skrá hjá félaginu kringum 230 manns, allt aðstandend- ur eða fyrrverandi aðstandendur. María sagði starf félagsins í föstum skorðum og farsælt vel. s Aliðnu starfsári voru fimm félagsfundir, þar af þrír með fræðsluerindum góðum og allvel verið mætt. Fréttabréf gaf félagið út sex sinnum á starfsárinu. Félagið er í norrænum samtökum og María minnti einmitt á að í apríl á næsta ári væri fyrirhugað að halda fimmta aðalfund þessara samtaka hér á landi og allmikið undirbúnings- starf tengdist því eðlilega. Hún vildi koma því að, að félagið hefði náð ágætum samningum við fyrirtækið Fundir og ráðstefnur, sem ynni mikið starf og væri ekki dýrt miðað við þá miklu þjónustu sem það veitti í þessu sambandi. Hún sagði þetta afar gott fyrir félag sem annars yrði eingöngu að byggja á sjálfboðaliðum til allra starfa. María kvað eitt brýnasta verkefnið hjá félaginu vera það að fá einhvern fastan stuðning frá ríki og borg, enda draumurinn sá að komast í unandi húsnæði með fastan starfsmann í hlutastarfi. í þessu sambandi sagðist María hafa rætt við þær nöfnur Ingi- björgu Sólrúnu borgarstjóra og Ingibjörgu heilbrigðisráðherra og væri hún vongóð um árangur af þeim viðræðum. M.a. hefði verið kannað að komast í húsaskjól hjá LAUF - Landssamtökum áhugafólks um flogaveiki, en allt óráðið enn hvort af yrði. Þegar ég ræddi við Maríu um miðjan september var einmitt fyrir- hugaður fræðslufundur hjá félaginu þar sem Jón Eyjólfur Jónsson læknir átti að flytja erindið: Ofbeldi gegn öldruðum. Sannarlega umhugsunar- vert erindisefni. Ritstjóri bað Maríu því næst að fara yfir í örstuttu máli þau úr- ræði sem fyrir Alzheimersjúklinga væru. Dagvistarúrræði eru í Hlíðabæ og á Lindargötu 59 við Vitatorg, hvor dagvistin hefur yfir að ráða 18 pláss- um, en talsvert er um hálfsdagsvistir. Svo er auðvitað hin sérhæfða deild í Eir sem áður hefur fengið umfjöllun hér. Laugaskjól er sambýli fyrir 8 ein- staklinga og Foldabær er stoðbýli fyrir 8 einnig. Síðan er aðstaða fyrir Alz- heimerfólk á Skjóli og Alzheimer- sjúklingar eru svo m.a. á Hrafnistu- 44

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.