Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 28

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 28
VIÐHORF Hafdís Hannesdóttir félagsráðgjafi: “Fatlaðir” eru ekki sérstakur þjóðfélagshópur "W" Tið mennirnir komum saman í 1/ margvíslega hópa og vinnum r þar að áhugamálum okkar og hagsmunamálum. Við setjum okkur leikreglur allt eftir því hver tilgangur okkar er með því að koma saman. Við félagsmenn í Öryrkjabandalagi Islands eigum orðið langa sögu sem fróðlegt er að skoða, því ávinningar okkar eru margir í gegnum tíðina. Sagan einkennist af baráttu fyrir bætt- um kjörum fatlaðs fólks. Þar má sjá stóra og smáa áfanga á vegleiðinni. Fyrirferðarmestir eru húsin stór og smá, byggingar sem hýsa bæði marg- víslega starfsemi eða eru heimili fólks, ramminn urn líf þess. Þegar við skoðum svo kjör öryrkja þá sjáum við líka sigra og úrbætur sem unnist hafa í gegnum tíðina. Stefnuskrárvinna Nú um nokkurt skeið hefur vinnu- hópur með fulltrúum allra aðildar- félaga bandalagsins unnið skipulags- vinnu til að móta nýja stefnuskrá þess. Þetta hafa verið frjóir og gefandi fundir, þar sem við höfum rætt óskir okkar og væntingar til samtakanna okkar. Hvert stefnum við, hvernig viljum við vinna? Það sem félögin okkar eiga sameiginlegt er að innan þeirra vébanda eru einstaklingar sem lifa við fötlun og þurfa þessvegna að leita eftir sérstökum úrræðum til þess að létta eða bæta líf sitt. Hugtök og merking þeirra Hugtök geta haft afmarkaða rnerk- ingu eða mjög víða og óljósa merk- ingu og það hefur mér fundist urn hugtakið fötlun. Eg kom til starfa í athugunar- og greiningardeildinni í Kjarvalshúsi sem varð undanfari Greiningarstöðvar ríkisins í ársbyrjun 1980. Sama dag og ég hóf störf þar Hafdís Hannesdóttir. tóku gildi ný lög unr aðstoð við þroskahefta. Þetta hugtak þroskaheft- ur var nýtt og kom í stað annarra eldri, en tók eðlilega nokkurn tíma að verða þjált í meðförum. Mér þótti raunar og þykir enn þetta orð afspyrnu Ijótt og óþjált, enda náði það ekki að festast í sessi með þeirri víðu merkingu sem því var ætlað. Það ruddi burt að mestu eldra hugtaki sem mér þótti afskap- lega fallegt, það er vangefinn.En síðan voru lögin um aðstoð við þroskahefta endurskoðuð og felld inn í þau lög um endurhæfingu og fjármunir erfðafjár- sjóðs þannig að við fengum lög urn málefni fatlaðra sem í gildi eru í dag, raunar endurskoðuð í tvígang. Með þessurn nýja lagabálki var farið að nota hugtakið fötlun sem yfirhugtak um alla þá sem lögin tóku til. Þar með rýmkaði mjög merking þess frá því sem við höfðum vanist áður og varð á stundum erfitt að finna hvenær það átti við að nota það og hvenær ekki. Mér er rnjög minnisstætt þegar Hauk- ur Þórðarson læknir, vinnufélagi minn í Kjarvalshúsi var að ræða um mynd- hverf hugtök eins og fötlun, þar sem fetill gat verið lýsing á spelku eða hjólastól sem notandinn þurfti til stuðnings veikum limum sínum. Eins varþað með vangefinn einstakling, að þar vantaði á að hann hefði fengið í veganesti þær gáfur allar sem við teljum nauðsynlegar á lífsbrautinni. Hverjir erufatlaðir? Fötlun varð að hugtaki sem allir vildu eiga og nota, eldri hugtökin höfðu fengið neikvæða merkingu og voru jafnvel notuð sem skammaryrði eða í niðrandi merkingu. Enginn vildi vera vangefinn eða þroskaheftur en fötlun var nýtt orð og nógu óljóst til að fólk gæti betur sætt sig við að nota það um eigin aðstæður eða barna sinna. En eins og oft vill verða þá varð “verðbólguþróun” í notkun hugtaks- ins þannig að það missti gildi sitt til að lýsa einhverju sem gæfi þokkalega skýra mynd af því sem um var rætt eða ritað. Eg kalla það stundum “gengisfellingu” þegar ég hugleiði ör- lög orðanna sem við notum til að fjalla um fötlun eða það ástand sem veldur örorku okkar félagsmanna eða skjól- stæðinga. Um tíma varð það nánast í tísku að nota fötlun sem lýsingu á hvers konar frávikum frá hinu eðli- lega eða venjulega. Þannig varð til hópur rauðhærðra og rangeygðra , örvhentra og stamandi fatlaðra spaug- ara. amanlaust þá verður ómarkviss notkun áhugtakinu fötlun mjög til þess að draga úr og lama kraftinn í baráttunni okkar. Það er haft fyrir satt að tíundi hver maður búi við fötlun og held ég að þessi fjöldi sé rneðal annars fenginn frá Alþjóðaheil- brigðismálastofnuninni (WHO) á ári fatlaðra. Það má vel nota til þess að minna okkur á að flestir komast fyrr eða síðar á lífsleiðinni í kynni við einhverskonar hömlur á heilsufari sínu, en um leið verður notkun þess of almenn. Mér er mjög minnisstætt þegar frændi minn einn spurði mig hvers vegna í ósköpunum hann ætti að styrkja tíunda hvern Islending með því að kaupa happdrættismiða tii stuðnings þörfu málefni. Við þurfum 28
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.