Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 7

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 7
2. Skattamál ýmiss konar, en um þau mun Jóhannes skrifa í Frétta-bréfið. 3. Mál þar sem öryrkjar eru að ná rétti sínum gagnvart opinberum aðilum. Jóhannes gerði í 2. tbl. þessa árs glögga grein fyrir málaumfangi öllu sem og eðli helztu mála. Nú var komið að Jóni Þór Jó- hannssyni stjórnarformanni Vinnustaða Öryrkjabandalagsins. Jón Þór kvað rekstur vinnustaðanna hafa vel gengið á starfsárinu, afkoman hefði batnað undanfarin ár sem næmi u.þ.b. 2 millj.kr. á ári. Eigið fé væri nú um 9 millj.kr. Rekstrartekjur síðasta árs voru 26,3 millj. kr. og rekstrargjöld 36,4 millj.kr. Framlag ríkis var 5,4 millj.kr. en ÖBÍ lagði til 4,5 millj.kr. Á árinu fjölgaði starfs- fólki úr 27 í 44 og allt umfang jókst. Framkvæmdasjóður fatlaðra veitti til Vinnustaða ÖBI 1 millj.ki'. Eignir í formi tækja og búnaðar nema kr. 18,7 millj. en skuldir eru 9,7 millj.kr. Jón Þór sagði milli 80 og 100 manns á biðlista eftir að fá vinnu. Kvað útlitið í rekstrinum gott nú og þakkaði í lokin fyrir góð störf fram- kvæmdastjóra og annars starfsfólks. órir Þorvarðarson flutti því næst skýrslu frá íslenzkri getspá. Fyrirtækið er einmitt 10 ára nú á þessu ári. Rekstrarárið er frá 1. júlí - 30. júní ár hvert og miðast skýrslan þar við. Öryrkjabandalagið á þarna 40% eignarhlut og aðalmenn í stjórn eru Bjöm Ástmundsson og Þórir Þorvarð- arson. Þórir minnti á uppbyggingu og skipulag svo og starfsemina þessi 10 ár sem segja mætti að væri ævintýri líkust. Þórir greindi þessu næst frá tilkomu “Kínósins” á starfsárinu, en það hefði ekki gengið nógu vel. Laugardagslottóið hefur alltaf verið gmndvöllur tekjuöflunarinnar og þrátt fyrir harðnandi samkeppni gengi það bærilega. Hann greindi svo nánar frá þróun þessara mála. Víkingalottóið breytist lítið, spennan í kringum stóra vinninginn helzt. Heildarsalan hefur ekki minnkað hjá íslenzkri getspá. Hann sagði að bráðabirgðauppgjör sýndi tekjuafgang upp á rúmar 357 millj.kr. sem þýddi hlut Öryrkja- bandalagsins að upphæð 146 millj.kr. Þórir sagði kostnað hafa aukist vegna endurnýjunar tækjabúnaðar svo og vegna kynningar á “Kínóinu” sem ekki hefði skilað sér nógu vel. Þórir kynnti í lokin eftir að fundargestir höfðu komið með ábendingar sínar ýmsar nýjungar sem á döfinni væru. essu næst flutti Guðrún Hann- esdóttir forstöðumaður skýrslu Starfsþjálfunar fatlaðra. Guðrún ræddi fyrst hina miklu breytingu á starfseminni sem fólst í að flytja í hið nýja og glæsilega hús- næði í Hringsjá - Hátúni lOd. Minnti á hraða byggingarsögu hússins sem Framkvæmdasjóður fatlaðra hefði fjármagnað, en góður stuðningur hefði fengizt frá Öryrkjabandalaginu svo og frá Oddfellowstúkunni Skúla fógeta. Á liðnu vori útskrifaðist hundraðasti nemandinn frá Starfs- þjálfun fatlaðra. Guðrún greindi frá þátttöku í Degi símenntunar og tveggja vikna námskeiði sem nú væri boðið upp á - aðlögunar- og mats- námskeiði. Nemendur hafa verið á aldrinum 18 til rúmlega fimmtugs - meðalaldur 25 -35 ár. 108 nemendur lokið öllum þrem önnum. Guðrún sagði frá tölvunám- skeiðunum - föstum ómissandi þætti starfsins m.a. fyrir heyrnarlausa og blindaog sjónskerta. Starfsþjálfunin er einnig með allmikla ráðgjöf og sem dæmi um það sagði Guðrún að 20 - 30 viðtöl vikulega tengdust leiðbein- ingum og ráðgjöf af ýmsu tagi. Minntist í lokin á Helios II verkefnið og Leonardo starfið, en þakkaði svo stjórn Starfsþjálfunar og starfsfólki á skrifstofu ÖBI hið ágætasta samstarf. Eyjólfur Guðmundsson endur- skoðandi lagði því næst fram, las og skýrði reikninga Öryrkja- bandalagsins, Hússjóðs og Vinnu- staða fyrir árið 1995. Áður hafa komið fram í skýrslu Jóns Þórs helztu tölur hjá Vinnustöðum Öryrkjabanda- lagsins. Hjá Hússjóði Öryrkjabandalagsins eru húsaleigutekjur rúmar 113 millj.kr. en gjöld vegna fasteigna tæpar 56 millj.kr. Fyrning er rúmar 36 millj.kr. Framlag frá Öryrkja- bandalagi Islands af lottóhagnaði er tæpar99 millj.kr. Samtals nema eign- ir Hússjóðs nú rúmlega 1.7 milljörð- um króna, enda má segja að víða standi fé hans fótum, svo vitnað sé til gamals orðtaks. Heildartekjur Öryrkjabandalags Islands af Islenzkri getspá voru 147 millj.480 þús.kr. Af því runnu tæpar 99 millj.kr. til Hússjóðs s.s. að framan er getið. Rekstrargjöld bandalagsins námu alls rúmum 16,3 millj.kr. og þar af eru laun og launatengd gjöld rúmar 8.4 millj.kr. Styrkir til aðildarfélaga bandalags- ins námu kr. 6.850 millj.kr. og til ann- arra voru framlög rúmar 10,8 millj.kr. Hæstu framlög þar eru: Vinnustaðir ÖBÍ 4,5 millj.kr.; Starfsþjálfun fatl- aðra rúmar 2,9 millj.kr.; Sjóður Odds Ólafssonar 1 millj.kr.; SamstarfÖBI og Þroskahjálpar 500 þús.kr. og Iþróttasamband fatlaðra 400 þús.kr. Ennþá em útgjöld bandalagsins vegna Glits afar tilfinnanleg. Reikningar allir samþykktir sam- hljóða og án allra athugasemda. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 7

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.