Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 12

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 12
Stefnuskrá • • / Oryrkjabandalags Islands Framtíðarsýn Öryrkjabanda- lags Islands: Framtíðarsýn Öryrkjabandalags Islands er eitt samfélag fyrir alla þar sem jafnrétti ræður á öllum sviðum. Samfélag þar sem fatlað fólk hefur tækifæri til þess að þroskast og nýta hæfileika sína til jafns við aðra þegna þessa lands og getur á hverjum tíma lifað og starfað á sínum eigin forsendum. Að skapa þjóðfélag sem byggir á aðlögun, samhjálp og gagnkvæmri virðingu. Markmið Öryrkjabandalags Islands eru: jafnrétti til atvinnu jafnrétti til búsetu jafnrétti til félagslegrar þátttöku jafnrétti til beilbrigðisþjónustu jafnrétti til menntunar jafnrétti til sambærilegra kjara Tilgangur Öryrkjabandalags Islands er: Að vera sameiningarafl fyrir aðild- arfélögin sem orðið hafa til í þeim til- gangi að skapa fötluðu fólki og aðstandendum betra líf. Að vera bakhjarl félaganna varð- andi öflun þekkingar og miðlun upplýsinga til fatl- aðs fólks almennt, aðstandenda og annarra er þess þurfa. Að vera aflvaki nýrra leiða sem geta orðið fötluðu fólki á Islandi til framdráttar. Að vinna að auknum skilningi almennings á eðli fötlunar. þörfum fatlaðs fólks og réttmætum kröfunt til lífsgæða. Að vera sameiginlegur málsvari einstaklinga og fjölskyldna sem eiga misgott með að vinna að eigin hags- munum. Að vera viðurkenndur fulltrúi fatlaðs fólks varðandi hverskonar réttindamál. Helstu verkefni og áherslur: Öryrkjabandalag Islands verði viðurkennt af löggjafa og stjórn- völdum sem heildarsamtök fatlaðs fólks á Islandi. Öryrkjabandalag Islands eigi fulla aðild að undirbúningi að hverri þeirri lagasetningu sem varðar réttindamál fatlaðs fólks. Öryrkjabandalagið eigi fulltrúa í þeim nefndum og ráðum sem hafa framkvæmd mála fatlaðs fólks með höndum s.s. í stjórnarnefnd og trygg- ingaráði. Öryrkjabandalagið eigi óskoraðan umsagnarrétt um öll þau þingmál sem varða hagsmuni fatlaðs fólks. Öryrkjabandalag íslands standi fyrir sem víðtækastri kynningu á hagsmunamálum sínum hverju sinni svo unnt sé að ná sem best til almenn- ings í landinu og áhrifaafla í þjóð- félaginu. Öll eru þau staðföst í stefnumótuninni. Öryrkjabandalagið efli tengsl við fjölmiðla svo tryggt verði að viðhorf þess komi fram á hverjum tíma og það eigi hlut að lifandi umfjöllun um hags- munamál sem á dagskrá eru hverju sinni. Öryrkjabandalagið standi fyrir sem bestri miðlun upplýsinga út í þjóð- félagið og nýti sér nýjustu tækni í því skyni. Sérstök áhersla verði á þekk- ingarmiðlun til þeirra sem vinna að málefnum fatlaðs fólks. Öryrkjabandalagið hafi ævinlega sem besta yfirsýn til mismunandi þarfa fatlaðs fólks. Tengsl Öryrkjabandalagsins við aðildarfélög sín verði sem nánust og markvissust. Séð verði til þess að gagnkvæmar upplýsingar berist sem best í milli. Aðildarfélögin séu virkjuð í heild- arstarfi Öryrkjabandalagsins t.d. með sameiginlegri vinnu að ákveðnum verkefnum. Því skulu fastanefndir bandalagsins stöðugt vera að störfum þannig að sem flestir komi til starfa að verkefnum þess. Sérstök áhersla skal lögð á það að auka tengsl við fatlað fólk á lands- byggðinni með fræðslu-og kynn- ingarfundum. Stefnt skal að því að fatlað fólk í hverju kjördæmi myndi með sér samstarfshóp til samvinnu við Öryrkj abandalagið um gagnkvæma upplýsingamiðlun og stefnumörkun. Efla ber sam- starf við launþega- samtökin í því skyni að tryggja sem best kjaralega 12
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.