Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 37

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 37
Arétting um aðför Fáein atriði um fjámám Glögg og greinargóð kona sem er nú öryrki og hefur í ýmsum hremmingum lent í lífinu kom að máli við ritstjóra og vildi vekja athygli hans á lagaákvæðum sem hún taldi að ekki væru svo höfð í heiðri sem vera skyldi. Þetta eru ákvæði um fjámám í lögunum um aðför og varðar fjámám í lausafjármunum. Hún bað um orðrétta birtingu á þeim lagaákvæðum sem hér að lúta og er orðið við því með mikilli ánægju. 43. gr. laganna um aðför hljóðar svo: Fjárnám verður ekki gert í lausafjármunum, sem nauðsynlegir eru gerðarþola og heimilismönnum hans til að halda látlaust heimili með þeim hætti sem almennt gerist. Heimilt er gerðarþola að auki að undanþiggja eftirfarandi lausafjármuni fjárnámi: 1. muni sem hafa verulegt minjagildi fyrir hann eða fjölskyldu hans, ef verðmæti þeirra er ekki slrkt, að undanþágan verði talin ósanngjörn gagnvart gerðarbeiðanda; 2. muni, sem eru nauðsynlegir honum eða heimilismanni hans vegna örorku eða heilsubrests; 3. námsgögn sem eru nauðsynleg honum eða heimilismanni hans vegna skólagöngu; 4. muni sem hann eða heimilismaður hans nýtir til atvinnu sinnar, að samanlögðu verðmæti allt að 50.000,- kr. Fjárhæð þessa skal ákvarða hverju sinni í ljósi almennra verðlagsbreytinga frá gildistöku laga þessara. (Lögin eru frá 1989 - 1. júní það ár). Hér er skýrt að orði kveðið og konan benti á að skv. 2.1ið undanþágu væri bifreið tvímælalaust innan þessa, ef hún væri viðkomandi nauðsyn vegna hreyfihömlunar öryrkja t.d. Tölva væri þá einnig ótvírætt inni í myndinni skv. 3.1ið. Þessari ábendingu og um leið lagagreininni er hér á framfæri komið þeim til glöggvunar sem í erfiðleikum eiga með afleiðingar af þeirra völdum vofandi yfir sér. Vonandi er þessurn lögum framfylgt með mannlega heill að leiðarljósi. H.S. Hlerað í homum Ágústa U. Gunnarsdóttir. kennara sinn með hjálp tölvu í kennslustundum. Heyrnarlausir og heyrnarskertir nemendur hafa einnig átt töluverð samskipti við aðra heym- arlausa nemendur erlendis í gegnum tölvupóst í tengslum við ensku- kennslu. Björt framtíð ámsárangur heyrnarlausra og heyrnarskertra nemenda hefur batnað og nokkrir sjá fram á stúdents- próf á næstu árum og jafnvel nám á háskólastigi. Hér era heymarlausir og heyrnarskertir í heyrandi skóla, í tímum með heyrandi kennurum og túlki. Öll kennsla, námsefni og skóla- starf hefur hingað til verið miðað við heyrandi nemendur. Heymarlausirog heyrnarskertir nemendur verða að aðlagast þessum kringumstæðum og verður að líða vel. Nemendur okkar hafa á undanförnum árum öðlast meira sjálfstraust og sjálfsöryggi. Þeir hafa lært að nrál þeirra, táknmálið er fullgilt mál og eru stoltir af því að eiga það að móðurmáli. Þeir hafa einnig lært um menningu og sögu heyrnar- lausra á Islandi og í öðrum löndum. Með kennslu í íslensku táknmáli hefur íslenskukunnátta þeirra styrkst. Nem- endur lesa nú meira á íslensku sem opnar þeim leiðir inn í íslenskt sam- félag og gefur þeim fleiri tækifæri til að taka virkan þátt í þjóðfélaginu. Kennarar og annað starfsfólk eru nú öruggari í umgengni við heyrnarlausa og eru betri í táknmálinu og skilja því þarfir nemenda sinna enn betur. Heymarlausir hafa sannað að þeir eru jafningjar okkar og samferða- menn, þeir tala bara annað tungumál og það ber okkur að viðurkenna og virða. Ágústa Unnur Gunnarsdóttir kennslustjóri MH Úr minningargrein um níræðan mann: í raun fékk hann yndislegan dauð- daga. Hann var skotinn í hjartað í ónefndu rúmi af afbrýðisömum eigin- manni. Bændur tveir hittust og voru að tala um þarfanaut sín. Jón kvað nautið sitt hafa verið orðið getulaust með öllu, en svo hefði hann fengið lyf hjá dýra- lækninum, sem öllu hefði bjargað. Gvendur bað Jón endilega láta sig hafa svolítið af lyfinu til að fjörga sitt naut. Nokkru seinna hittust þeir og Jón innti Gvend eftir því hvemig lyfið hefði reynzt. Þá sagði Gvendur: “Ja, ég er nú ekki alveg viss ennþá, en bragðið er einna líkast súkkulaði.” ** Tveir náungar, ekkert ofurgreindir, hittust og höfðu ekki lengi séð hvorn annan. Þar kom þeirra tali að annar sagðist hafa dvalið í Svíþjóð og hinn innti hann þá nánar eftir því hvar S ví- þjóð væri nú eiginlega. Svíþjóðarfar- inn sagði hana vera nálægt Afríku og hinn dró það í efa, “eða af hverju heldurðu það?” “Jú, ég vann með svertingja þarna úti og hann sagðist alltaf fara heirn í mat.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 37
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.