Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 36

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 36
Agústa U. Gunnarsdóttir kennslustjóri: Heyrnarlausir og heyrnarskertir nemendur í Menntaskólanum við Hamrahlíð Ef ég viðurkenni mál annars manns hef ég þar með viðurkennt manninn... ...en ef ég viðurkenni ekki mál hans hef ég þar með hafnað honum vegna þess að málið er hluti af okkur sjálfum” Terje Basilier f Jöfn tœkifœri Menntaskólanum við Hamrahlíð eru nú rúmlega 20 heyrnarlausir og heyrnarskertir nemendur. Arið 1985 utskrifaðist heyrnarskertur nemandi sem stúdent frá MH. Ennþá hefur enginn heyrnarlaus táknmálstal- andi nemandi útskrifast sem stúdent og enginn heyrnarlaus nemandi hefur ennþá hafið nám við Háskóla íslands. En fljótlega gæti orðið breyting þar á því undanfarin 5 ár hefur þróunin ver- ið ör varðandi kennslu og þjónustu við heyrnarlausa og heyrnarskerta. Allt nám og starf í skólanum hefur hingað til verið miðað við heyrandi nemend- ur. Þetta eru auðvitað mikil viðbrigði fyrir þá nemendur sem hafa verið í sérskóla fyrir heyrnarlausa fram að þessu. En með því að viðurkenna að táknmálið sé móðurmál heyrnarlausra fá heyrnarlausir tækifæri til mennta tiljafns við heyrandi. Með því að að- laga nám, námsefni og próf og veita túlkaþjónustu og aðra einstaklings- bundna aðstoð er mögulegt að kenna heyrnarlausum nemendum í almenn- um framhaldsskóla með heyrandi nemendum. x Arið 1993 hófst kennsla í íslensku táknmáli fyrir heyrnarlausa og heyrnarskerta. Námsefnisgerð önn- uðust þær Svandís Svavarsdóttir mál- fræðingur og Berglind Stefánsdóttir táknmálskennari MH. Þetta var í fyrsta skipti sem íslenskt táknmál var kennt með skipulögðum hætti sem námsgrein í framhaldsskóla. Skólinn leggur til grundvallar að íslenskt táknmál sé móðurmál heyrnarlausra. Það er þeirra fyrsta mál og annað málanám fylgir þar á eftir. Kenndir eru 5 áfangar í íslensku táknmáli, samtals 15 einingar. Kennarinn er heyrnarlaus og fer öll kennslan fram á táknmáli. Málaþáttur er sá þáttur námsins sem er öðruvísi hjá heyrnarlausum. Við verðum að aðlaga allt málanám að þeirra sérstöðu og þörfum. Höfuð- áhersla er lögð á skilning á rituðu máli og ritfærni. Eðlilega fellur hlustunar- þáttur út og talfæmi. Heyrnarlausir fá ennfremur alla þá túlkaþjónustu sem þeir þurfa, táknmálstúlkun og eða rittúlkun eftir þörfum. Nemendur fá einnig glósuaðstoð og stuðningstíma ef með þarf. r 110 ár hefur skólinn kennt táknmál heyrnarlausra sem valgrein fyrir heyrandi nemendur. Þetta er vinsæll áfangi og er kennarinn heymarlaus og kennslan fer öll fram á táknmáli. Um 30 manna hópur kennara og annars starfsfólks hefur verið á táknmáls- námskeiði í skólanum. Þetta hefur leitt til betri skilnings, jákvæðs við- horfs og bættra samskipta milli heym- arlausra og heyrandi. Nýjungar ðlögun nemenda er innbyggð í áfangakerfi skólans. Fyrir þenn- an hóp nemenda er kerfið teygt örlítið lengra og gert sveigjanlegra. Öll nauðsynleg aðlögun heymarlausra og heyrnarskertra, svo og hin mikla ein- staklingsbundna stuðningsþjónusta, er hluti af skólastarfinu og snertir allar deildir skólans. Það er ný nálgun í skólakerfinu að viðurkenna táknmálið sem fyrsta mál heyrnarlausra, ekki aðeins á Islandi heldur í Evrópu. Nemendur og kennarar hafa farið á námskeið í notkun internetsins, í að nota tölvupóst í kennslu og samskipta- forrit IRC þar sem talað er saman á tölvur. Samskiptaforritið IRC hefur reynst örvandi og hvetjandi í ritunar- vinnu með heyrnarlausum nemendum en með notkun þess geta nemendur aukið samskipti sín á milli og við 36

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.