Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 21
Tómas Helgason form. stjórnar Hússjóðs:
Skýrsla Hússjóðs
Öryrkjabandalagsins 1996
s
Aþessu ári eru liðin 30 ár frá
stofnun Hússjóðsins og frá því
byrjað var að vinna að byggingu hús-
anna við Hátún. A þessum þrjátíu ár-
um hafa orðið mikil umskipti í hús-
næðismálum öryrkja með því að
Hússjóðurinn á nú 502 íbúðir. Raunar
eru íbúðirnar taldar 538 vegna þess
að 36 íbúðir sem áttu að vera í Hátúni
10 b voru á sínum tíma leigðar Ríkis-
spítölum til reksturs öldrunardeildar
Landspítalans. Hvort tveggja var að
þá kom sér vel fyrir Hússjóðinn vegna
fjárskorts að leigja íbúðirnar og fá
fyrirframgreiðslu sem notuð var til
þess að ljúka við bygginguna í Hátúni
10 b og einnig vantaði húsnæði undir
sjúkradeildir aldraðra. Nú hafa að-
stæður breyst þannig að Ríkisspít-
alarnir hafa sagt upp húsaleigusamn-
ingnum vegna þess að ætlunin er að
Sjúki'ahús Reykjavíkur taki við rekstri
öldrunardeilda og þær verði staðsettar
á Landakoti og ekki verði lengur
óskað eftir húsnæðinu í Hátúni 10 b.
Það verður því verkefni Hússjóðsins
á komandi mánuðum að endurhanna
þær 36 íbúðir sem þarna áttu upphaf-
lega að vera og að því gerðu hefjast
handa um framkvæmdir svo að hægt
verði að nýta húsnæðið í upphaflegum
tilgangi. Á þeim 30 árum sem liðin
eru síðan Hússjóðurinn tók til starfa
hafa kröfur um húsnæði aukist mjög
verulega þannig að húsnæði sem þótti
fullboðlegt hverjum sem var fyrir 30
árum þykir nú of þröngt. Því má gera
ráð fyrir að athugaðir verði möguleik-
ar á að stækka íbúðirnar í Hátúni 10 b
og um leið að fækka þeim.
✓
Asíðari árum hefur verið lögð
vaxandi áhersla á öflun íbúða
utan Reykjavíkur og nágrennis. Til
marks um það hélt stjórn Hússjóðsins
í fyrsta sinn fund utan Reykjavíkur í
september sl., á Akureyri þar sem
Hússjóðurinn á nú 23 íbúðir. Auk þess
á Hússjóðurinn 40 íbúðir annars
staðar á landinu utan Reykjavíkur-
Tómas
Helgason.
svæðisins. Frá síðasta aðalfundi hafa
verið keyptar 16 íbúðir og enn er eftir
að kaupa nokkrar á þessu ári. Þá var
sagt frá viðræðum sem farið höfðu
fram milli stjórnar Hússjóðs og
stjórna sjálfseignarfélaganna Skjóls
og Eirar um aðild Hússjóðs að stækk-
un þeirra. Ekki varð af fyrirhuguðum
byggingum þeirra í Mjódd, þar eð
borgin sleit samstarfi um þær og tók
upp samstarf við Rauða krossinn, sem
vildi hafa afgerandi áhrif urn stjórn
væntanlegs hjúkrunarheimilis. Varþá
horfið að því ráði, sem þegar hafði
verið rætt um, að breyta húsnæði að
Skjóli og að Hússjóðurinn ætti aðild
að þeim breytingum, til þess að greiða
úr vanda leigjenda sinna, sem þurfa
að flytjast úr íbúðum Hússjóðsins
vegna þess að þeir eru umönnunar
þurfi. Þessum framkvæmdum er nú að
ljúka.
yrir hálfu öðru ári var lokað fyrir
biðlistann hjá Hússjóðnum, en þá
voru umsóknir komnar yfir 560, til
þess að unnt væri að endurskoða hann.
Síðan hefur verið leitað eftir nýjum
umsóknum frá þeirn sem þegar áttu
umsóknir þar sent væri gerð nánari
grein fyrir húsnæðisþörfinni, svo að
hægt yrði að koma á einhvers konar
forgangsmati. Við það fækkaði veru-
lega á biðlistanum, en nú hefur verið
opnað að nýju fyrir umsóknir og er
húsnæðisþörfin áfram mjög mikil.
Einnig má geta þess að á undanförnu
ári hefur verið talsverð hreyfing á
leigjendunum, einkum í Hátúni vegna
þess að þar voru margir orðnir aldraðir
og þurftu á öðrum úrræðum að halda.
Stjórn Hússjóðsins hefur átt góða
samvinnu við svæðisskrifstofur um
málefni fatlaðra og félagsmálastofn-
anir víða um land til þess að tryggja
að þeir sem hefðu brýnustu þörfina
gengju fyrir um úthlutun húsnæðis.
Eg gat þess í síðustu ársskýrslu að þá
hefði verið unnt að leysa vanda um
70 einstaklinga. Á þessu ári hefur
tekist að leysa vanda álíka margra, en
samt eru um 250 á biðlistanum, flestir
í brýnni þörf.
Að undanförnu hefur verið lögð
áhersla á að leysa húsnæðis-
vanda geðfatlaðra og þroskaheftra.
Hlutur hinna fyrrnefndu í húsnæði
Öryrkjabandalagsins er nokkurn veg-
inn í samræmi við hluta þeirra af
fjölda örorkulífeyrisþega. Hins vegar
eru þroskaheftir tjölmennasti íbúða-
hópurinn í íbúðum Hússjóðsins, enda
má segja að starfsemi hans hafi verið
ein af forsendum fyrir þeim breyt-
ingum sem orðið hafa á húsnæðis-
aðstöðu þeirra. Lausn á húsnæðis-
vanda beggja þessara hópa er að veru-
legu leyti háð því að félagsmálayfir-
völd sjá fyrir mannafla til liðveislu
þeirra og húshjálpar. Ekki er hægt að
ljúka ársskýrslu Hússjóðs nema
minna enn og aftur á nauðsyn þess að
Öryrkjabandalagið haldi að fullu hlut
sínum í lottótekjum eins og verið
hefur. Helmingur þeirra rúmlega
fimm hundruð íbúða, sem Hússjóð-
urinn á nú, hefur verið keyptur á síð-
ustu 10 árum eftir að Öryrkjabanda-
lagið fékk hlut í lottótekjunum. En
betur má ef duga skal. Mikilvægt er
að öll félög Öryrkjabandalagsins fylki
sér þétt saman til að halda utan um
lottótekjurnar þannig að áfram verði
gætt sanngirni og jafnræðis um lausn
á íbúðavanda fatlaðra. Að lokum ber
að þakka framkvæmdastjóra og starfs-
mönnum Hússjóðsins fyrir mikið og
gott starf í þágu hans.
Tómas Helgason.
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
21