Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 55

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 55
✓ Ibráðabirgðaákvæði gildandi laga um mál- efni fatlaðra sem gildi tóku 1992, nánar tiltekið 1. sept. það ár, stóð að endurskoða skyldi lögin innan fjögurra ára frá gildistöku þeirra. Mark- miðið með endurskoð- uninni skyldi vera það helzt að auka ábyrgð sveitarfélaga í málefnum fatlaðra. Nú er einmitt að störfum nefnd sem er að endurskoða lögin og ekki er við því að búast að mikil uppstokkun laga- texta eða gagnger laga- breyting eigi sér stað, þó ýmsa agnúa verði ugglaust reynt að smíða af þar sem þess þykir gerast þörf. Megináherzlan í þessari endurskoðun lýtur einmitt að því að ákveða með lögum tilflutning málaflokksins frá ríki til sveitarfélaga og er rætt af mikilli alvöru um að slíkt skuli gerast 1. jan. 1999 eða eftir lið- lega tvö ár. Hér er vissulega um veiga- mikla ákvörðun að ræða en til þessa virðist yfirgnæfandi vilji, ekki sízt innan samtaka fatlaðra. Lengi hefur því verið haldið fram að þjónusta öll verði skilvirkari þegar hún er flutt nær fólkinu, til smærri eininga þar sem þekking grenndarinnar skilar sér og vafalaust má það til sanns vegar færa. Algilt er það auðvitað ekki frekar en annað, því margir aðrir þættir koma þar við sögu, ekki sízt viðhorfsþállurinn sem oft skiptir sköpum. Það er hins vegar alveg ljóst að það er ríkjandi viðhorf hjá ráðuneyti félagsmála og þá eflaust almennt hjá stjórnvöldum að koma málaflokknunt frá sér yfir til sveitar- félaganna og sveitarfélögin á hinn bóginn fús til að yfirtaka og því er e.t.v. allra bezt að láta á reyna. Margt hefur enda breyzt í þróun málaflokks- ins og óneitanlega hefur stoðþjón- ustan aukist mjög, þó enn sé um af- gerandi hlut stofnanaþjónustu að tefla. Einstaklingamir sem þjóna skal enda það ólíkir að vægast sagt er vafasamt að eitt form sé algilt og öllu öðru skuli út í yzta myrkur varpað. Fyrir niður- stöðum nefndarstarfsins verður nánari grein gerð síðar hér í blaðinu. Það eitt skal vonað að yfirtaki sveitarfélögin málaflokkinn svo sem allar líkur benda til, þá verði vel til verks vandað í hvívetna, áframhaldandi eðileg framþróun verði tryggð öllum fötl- uðum til hagsbóta og gulltryggt að enginn sitji við lakara borð en þó er nú. Það þarf vissulega vel að mörgu að gæta, enda endurspeglar mála- flokkurinn mannlífið allt í sínum fjöl- breytileika, fólk með ólíkar þrár og þarfir, þar sent taka ber tillit til hvers og eins sem allra bezt. * ✓ Aágætum aðalfundi Öryrkja- bandalagsins í október sl. var hin nýja stefnuskrá bandalagsins einróma samþykkt. Að gerð hennar kom fjölmennur hópur. fulltrúar allra okkar félaga og frjó umræða og skýr skoðanaskipti einkenndu allt starfið. Orð eru til alls fyrst segir einhvers staðar og vissulega er markið sett hátt í þessari stefnuskrá svo sem verðugt er, en grannt að gáð er það þó jafnrétt- ið - hinn einfaldi en um leið skýlausi réttur til lífsgæðanna - sem gengið er út frá sem meginforsendu. Stefnuskrá- in lýtur hvoru tveggja að innra starfi sem stefnumiðum út á við og er sann- arlega þarfur vegvísir inn í framtíðina. Því vissulega er ekkert hættulegra en stöðnunin, það að hjakka í sama far- inu, sjá varla fram fyrir nef sér. Nú um alltof langa hríð hefur öll orka okkar samtaka farið í að verjast og berjast um leið gegn ákveðnu ofurefli ranglátra sjónarmiða ríkisvaldsins, þar sem í mörgu hefur verið á rétt okkar fólks gengið. Til lengdar er sú barátta afar lýjandi og því meir sem hún ber minni árangur. Samþykkt nýrrar stefnuskrár vísar hins vegar fram á veginn, til sóknar og vonandi sigra um leið, því ekki skortir efniviðinn til áframhaldandi baráttu fyrir bættum hag fatlaðs fólks og nýta verður hvert sóknarfæri sem allra bezt svo árangur megi verða sem allra beztur. A aðalfundinum var á laggir sett skipu- lagsnefnd, sem á að kalla til sín fólk frá öllum okkar félögum til að vinna að framgangi hinna ýmsu atriða stefnu- skrárinnar og þar mun af nógu að taka. Nefndin á sem sagt að sjá til þess ásamt stjórn bandalagsins að stefnuskráin rykfalli ekki, heldur verði virkt tæki til framgangs þeim markmiðum sem þar eru fest á blað. * Fjárlagafrumvarpið fyrir næsta ár býr ekki yfir neinum nýjum stór- tíðindum varðandi tryggingabætur lífeyrisþega, enda munu margir segja að sú tíðindagnótt á verri veg sem þetta ár hefur fært hafi verið meiri en nóg. Ljóst er að þær skerðingar bóta sem í gildi gengu á þessu ári þ.e. nið- urfelling eða lækkun frekari uppbótar og skerðing vegna fjármagnstekna munu halda sínu slæma gildi á næsta ári, enn tilfinnanlegri auðvitað þar sem þær spanna nú árið allt. Segja má með sanni að eina von lífeyrisþega um bættan hag felist í þeim kjarasamn- ingum sem framundan eru, að ávinn- ingurþeirramegi aðfullu skila sér yfir í bótatölur trygginganna. Á því varð verulegur misbrestur við gerð síðustu kjarasamninga s.s. áður hefur verið rakið hér en slíkt má aldrei aftur ger- ast. Um leið skal á það treyst að laun- þegahreyfingin standi dyggilega við bak okkar í því efni og jafnframt að sama hreyfing knýi á ríkisvaldið, lög- gjafann að lögfesta á nýjan leik ótví- rætt ákvæði um tengsl launa og bóta í stað þess óskapnaðar bráðabirgða- ákvæðis sem nú er í gildi. Með það í gildi er það leikur einn að skammta lífeyrisþegum það eitt sem geðþóttinn segir til um. Það getur í alvöru talað ekki verið meining löggjafans. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.