Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 46

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 46
OG SAMT KOMU JÓLIN ugurinn reikar meira en hálfa öld til baka, á vit ofur- gamalla minninga sem merla einhvers staðar í leyndum af- kirna og nú þegar skuggar skammdeg- is sækja að verðurein minning ljósari en allar hinar og á hana slær einhverj- um undrabjarma í hugskoti mínu. Þó er hún bæði harmsár og ljúfsár um leið. Lítill drengur var svo sannarlega farinn að telja dagana fram að jólum, þessa alltof mörgu desemberdaga, dimma og langa, þar til hátíð ljóss og lífs gengi í garð. 1 huga hans var einlæg lotning fyrir þessari helgu hátíð, barnslega bljúg var lundin og fjölmargt fór um hugann. Auðvitað var tilhlökkunin til staðar, óþreyjan eftir jólunum sem voru svo undursam- lega björt um allt húsið og ekki sízt var birta í allra augum, það mundi hann frá fyrri jólum þó eðlilega væri það ekki langt. Auðvitað vissi hann að hann fengi góðar og gagnlegar gjafir og umfram allt óskaði hann sér bóka, því þegar maður er átta ára og farinn að fá nasasjón af þessum undra- heimi ævintýra og sagna, þá er bók bezt vina, þegar úti geisar hríðin grimm og grúfir yfir myrkrið svart. Fæðingarhátíð frelsarans var í nánd og hversu oft var hann nú búinn að lesa um þessa fæðingu, aðdraganda hennar og þó ekki síður um endalokin hér á jörðu sem áttu eftir að valda meiri heilabrotum hans en flest annað. Já, hversu oft hafði hann lesið um umgjörð alla, útihúsin sem hann átti svo auðvelt með að setja í samhengi við fjárhúsið eða fjósið heima. Um hugann flugu oft þær hugsanir helzt að e.t.v. gæti þessi undursamlegi atburður endurtekið sig og gætu útihúsin heima ekki allt eins vel orðið fyrir valinu. ann hafði svo oft heyrt hana mömmu segja að Jesús væri mitt á meðal okkar, væri alls staðar nálægur, hann kæmi að vitja okkar og ýrnist sá drengurinn fyrir sér ungbarn í reifum í jötunni hennar Búbótar eða skeggjaðan ungan rnann í kufli og með langan staf komandi upp götu- slóðann heima. Því mamma hafði líka oft sagt, að ef Jesús kærni væri ekki víst að við myndum þekkja hann en það þótti drengnum nú ótrúlegt haf- andi biblíumyndir sér til halds og trausts. En mamma var oft að segja að hann gæti birzt okkur í alla vega gervum, hann hefði líka sagt að allt það sem við gerðum fyrir okkar minnstu bræður hefðum við gert fyrir sig. Og þó hann gæti ekki skilið þetta vel með hina minnstu bræður, þá vissi hann þó að mamma meinti alla þá sem ættu bágt, alla þá sem væru fátækir, sjúkir og gamlir. Og þess vegna hafði hann spurt mömmu hvort hann Leifi gamli væri þá bróðir Jesús, þegar hann kom í kagbættum lörfum í desember- byrjun og baðst gistingar af því hann treysti sér ekki lengra um kvöldið. Og þegar mamma svaraði játandi var hann alltaf hálft í hvoru að búast við, að Leifi gamli mundi umbreytast í sjálfan Jesú og þó var það nú hæpið eins og hann Leifi gamli sagði margt ljótt, svo ljótt að drengurinn mátti ekki einu sinni hugsa um það, hvað þá hafa það eftir. Allt þetta og ótal margt fleira flýg- ur um hugann og eflaust hefur það orðið svo að árin hafa fyllt upp í myndina, aukið sumu líf en annað glatast. En aðalminningin máist ekki úr huga og hún er tengd hundinum trygga og trúa, honum Sambó sem drengnum var gefinn tveggja ára og var honum svo undurkær, þó ekki væri hann alltaf sáttur við allt hans háttalag, allra sízt þau býsn sem hon- um höfðu nær frá upphafi fylgt að mega ekki heyra í bifreið hvað þá meir, svo hann hentist ekki til að þreyta við hann kapp með gelti og gjammi. Það var ekki bara að drengn- um þætti þetta í óskaplegu ósamræmi við hans góðu gáfur og dagfarsprýði almennt, heldur gerði hann sér glögga grein fyrir þeirri hræðilegu hættu sem hverju sinni vofði yfir honum Sambó, limum hans og jafnvel lífi. Þó dreng- urinn reyndi að halda Sarnbó föstum tjóaði það lítt gegn þessari óviðráðan- legu löngun hans og aflið enda ærið lítið. Þjóðvegurinn lá svona 200 metra frá bænum og aflíðandi halli mestan part, svo það var ekki lengi hlaupið af fóthvötum hundi og það heyrðist vel til bíla í sveitakyrrðinni. Umferðin var auðvitað ekki mikil en drengnum þótti hún ógnvekjandi ör og oftar en ekki stóð hann hágrátandi á hlaðinu. þegar Sambó þreytti leik sinn af hjart- ans lyst sinni og hróp hans náðu aldrei þessu vant ekki eyrum hundsins. ambó átti það einnig til að hverfa að heiman nokkum tíma og koma til baka hálfskömmustulegur, blóðrisa og illa til reika, sannarlega með hundshaus. Þegar mamma og pabbi voru innt eftir þessu óskiljanlega háttalagi hans voru svör þeirra undarlega óskýr, en eitt var drengnum ljóst, það myndi enginn virðingarauki að ferðum þessum, þó eitthvað skild- 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.