Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 45

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Side 45
Asperger- heilkennið heimilunum og íMúlabæ í dagvistun. María sagði að þeirra fólk væri á flestum sjúkradeildum aldraðra um allt land. í þessu sambandi lagði María mikla áherzlu á það, að fólk fengi að vera í sinni heimabyggð, það skipti miklu máli, kunnugleg umgerð- in afar þýðingamikil eins og raunar fyrir alla, ákveðinn grunnur á að byggja. María kvað framundan ferð stjórn- ar austur fyrir fjall á heimili aldraðra á Blesastöðum, að Kumbaravogi og á Stokkseyri, en forstöðumenn þess- ara heimila hefðu fagnað mjög fyrir- hugaðri heimsókn. María minntist eðlilega á hlutverk aðstandandans í þessum málum, hversu hræðilega erfitt það væri að taka af fólki ráðin, þó engin leið önnur væri fær, því fylgdi oftar en ekki nag- andi samvizkubit og það væri ekkert spaug að búa við. Það að horfa upp á Áramót Nýja ársins klukkur kalla kveða hátt um veröld alla. Gamla árið gengið er, geymir margt á herðum sér. Áramótaeldar þá upp mót himni logum slá. Blika skært með rauðum röndum rakettur í himinlöndum. Björn G. Eiríksson. ástvini sína hverfa í heim óminnis væri nógu skelfilegt, þó ekki kæmi það til að verða að taka af því öll ráð. María sagði mörg verkefni fram- undan s.s. áður hefði verið minnst á - norræna aðalfundinn og framtíðaraðstöðu. Gjaman vildu þau sjá fleiri sambýli fyrir sitt fólk. Vinna yrði að því að koma á helg- ardvölum fyrir þá Alzheimersjúklinga sem að staðaldri eru heima, það væri knýjandi nauðsyn að skapa þannig hvíld fyrir alla, gera því fólki sem annast þessa erfiðu sjúklinga kleift að lifa eðlilegra lífi. Helgardvalir Alz- heimersjúklinga gætu vissulega skipt þarna sköpum. Stjórn FAAS -Félags aðstandenda Alzheimersjúklinga skipa nú: María Jónsdóttir formaður, Jóhanna Jóhann- esdóttir varaform., Þóra Arnfinns- dóttir ritari, Guðrún K. Þórsdóttir gjaldkeri og Eiríkur Snorri Ragnars- son meðstjórn. I varastjórn eru: Bárbel Schmid og Gerður Sæmunds- dóttir. Maríu er kærlega þakkað fyrir mætan fróðleik um félag hennar, en eitt hlutverk Fréttabréfsins er einmitl það að koma kynningu á starfsemi hinna fjölmörgu félaga okkar nokkuð reglulega á framfæri, svo aðrir í öðrum félögum megi um fræðast. FAAS er alls velfamaðar óskað í öllumþess störfum. Glíman við hinn erfiða sjúkdóm útheimtir oft alla krafta aðstandenda og því aðdáunar- verðara er hið ágæta félagsstarf. H.S. Umsjónarfélag einhverfra hefur gefið út fræðslubækling í hand- hægu formi um Aspergerheilkenni. Þar segir í upphafi að Aspergerheil- kennið sé ekki sýnilegt útlitseinkenni eða sjúkdómur heldur fötlun sem er skyld einhverfu. Fötlunin snýst fyrst og fremst um erfiðleika í félagslegum tengslum og samspili sem geta m.a. valdið því að einstaklingar með Aspergerheilkenni verði frekar en aðrir fyrir stríðni, einelti og öðru nei- kvæðu viðmóti. Svo segir að lykil- einkenni þess komi fram á tveim svið- um: í félagstengslum og samspili við aðra og svo í sérkennilegri og áráttu- kenndri hegðun og áhugamálum, en lleira komi til: klaufalegar hreyfingar, slök samhæfing, málfar sérkennilegt, fastheldni á venjur og erfiðleikar með óhlutbundna hugsun. Síðan eru rakin dæmi um hegðun fólks með þetta heil- kenni. Orsakir eru óþekktar, líkur á að þroskafrávik í miðtaugakerfi valdi truflun í heilastarfsemi. 7 afhverjum 1000 taldir vera með Aspergerheil- kenni, fimm til tíu sinnum algengara meðal drengja en stúlkna. I kafla sem ber heitið: Hvers má vænta? er áherzla lögð á að einstaklingunum verði að lærast að lifa með fötlun sinni. Félags- leg einangrun og vinaleysi er það sem erfiðast verður í lífinu. Kennsla er hjálpartæki segir svo í fyrirsögn og rakin nokkur dæmi um slíka kennslu, sem miða skal að sjálfstæði og sjálfs- trausti einstaklingsins. Spurt er hvort við þekkjum einhverja sem þessi lýsing sem fram er sett geti átt við. I lokaþættinum er bent á að fólk með Aspergerheilkenni séu hluti af litrófi mannlífsins og svo segir: Öryggistil- finning einstaklinga með Asperger- heilkenni getur byggt á því að þeir hafi yfirsýn yfir tilveruna. Skýrt skipulag og reglur eru því mikilvægar. Innan Umsjónarfélags einhverfra starfar hópur foreldra bama með Asperger- heilkenni. Bæklingurinn er vel úr garði gerður og styrktur af lyfjafyrir- tækunum Delta, Omega og Pharmaco. Eitt er víst, maður er margs fróðari eftir að hafa gluggað í svo glögga frásögn. H.S. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 45

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.