Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 5
Frá aðalfundi Öryrkja-
/
bandalags Islands
Aðalfundur Öryrkjabandalags
íslands var haldinn laugar-
daginn 12. október á Grand
Hótel Reykjavík og hófst kl. 10 ár-
degis.
Rétt til fundarsetu áttu 3 fulltrúar
frá hverju aðildarfélagi en aðeins 8
félög sendu þó fulla fulltrúatölu. Alls
sóttu fundinn milli 60 og 70 manns.
Ritstjóri átti þess ekki kost vegna
óviðráðanlegra ástæðna að sitja
þennan fund, hvað honum þótti miklu
miður. Meðgóðramannahjálphefur
hann gert fundinum eftirfarandi skil,
en ef eitthvað er
missagt í fræðum
þessum þá er það
einvörðungu sök
ritstjóra.
Formaður Ólöf
Ríkarðsdóttir
setti fundinn og
bauð gesti vel-
komna. Fundar-
stjóri var kjörinn
Þórir Þorvarðar-
son, en fundarritar-
ar þau Helgi Hróð-
marsson og Þórey
V. Ólafsdóttir.
Fyrsta dag-
skrármálið var
tillaga um aðild tveggja nýrra félaga
að Öryrkjabandalaginu en þau voru
MND félag íslands og Samtök syk-
ursjúkra. Var tillagan einróma sam-
þykkt og bauð fundarstjóri þau inni-
lega velkomin og kvaðst hlakka til
samstarfsins.
Formaður Samtaka sykursjúkra,
Sigurður V. Viggósson kynnti félagið
og aðdraganda umsóknarinnar og
fagnaði aðildinni. Enginn fulltrúi
MND félagsins var mættur, en það
voru mistök og félagið hefur þegar
tilnefnt stjórnarmann sinn Rafn R.
Jónsson.
Ólöf formaður flutti þessu næst
ítarlega skýrslu um starfið á liðnu
starfsári. Hún kom víða við og verður
fátt eitt rakið nákvæmlega hér enda
flestu verið gerð skil jafnharðan hér í
blaðinu. Hún byrjaði á því að bjóða
hin nýju félög, MND félag íslands og
Samtök sykursjúkra velkomin til
bandalagsins. Ólöf minnti á 35 ára
afmælið og gjöfina til leikfangasafns
Greiningarstöðvarinnar. Hún vék
næst að hinni margháttuðu fyrir-
greiðslu við fólk hjá bandalaginu m.a.
lögfræðiþjónustu sem mikið væri sótt,
en Jóhannes Albert með sérskýrslu þar
um. Fjórir stjórnarfundir voru haldnir
og 11 fundir framkvæmdastjórnar.
Meginefnið í raun það að bregðast
sem bezt við breytingum í niðurskurð-
arátt, þar sem hið algjöra öryggisleysi
væri verst. Hún vék að kvörtunum til
Umboðsmanns Alþingis varðandi skil
síðustu kjarasamninga til lífeyrisþega,
en Umboðsmaður enn engin andsvör
fengið frá heilbrigðis- og trygginga-
ráðuneyti. Ólöf minnti á einstöku
varnarsigra s.s. að tryggingaráð hefði
tekið til baka ákvörðun sína um afnám
bílakaupalána vegna harðra viðbragða
bandalagsins og fleiri.
✓
Olöf vék að nefnda- og stjórnar-
þátttöku bandalagsins og skal
upptalið hér það helzta: Stjómamefnd
um málefni fatlaðra, Ferlinefnd
félagsmálaráðuneytis, Starfsþjálfun
fatlaðra, Greiningar- og ráðgjafarstöð
ríkisins, Umferðarráð, Öldrunarráð
íslands, Bréfaskólinn og Málræktar-
sjóður. Auk þess eru svo ýmsar tíma-
bundnar starfsnefndir á vegum hins
opinbera.
á vék Ólöf að styrkjum og alveg
sér í lagi að styrknum til Iþrótta-
sambands fatlaðra vegna Ólympíu-
leikanna, enda árangur íþróttafólks
þar afar glæsilegur. “Þó er það ömur-
leg staðreynd að ennþá er meira tekið
eftir þeim sem eru ófatlaðir og voru
næri'i því að komast í úrslit í einhverri
grein, heldur en
hinum sem komu
með gullið”, sagði
Ólöf orðrétt.
Hún vék svo
að heimsóknum
til félaga á árinu
sem alls hefðu
verið sex og frá
þeim glögglega
greint hér. Ólöf
lýsti yfir ánægju
sinni yfir sam-
starfi félaga um
skrifstofu á
Laugavegi 26,
félagslegur styrk-
ur og sparnaður
um leið. Ólöf
greindi svo ljóslega frá samstöðu-
hátíðinni á Akureyri og kvað land
mundi lagt undir fót nú í desember,
en óráðið enn hvert. Hún vék stuttlega
að sjóðunum tveim sem í vörzlu
bandalagsins eru svo og sagði hún frá
fræðslu sem hún annaðist á vegum
ÖBÍ um ferlimál fatlaðs fólks hjá
nemum í sjúkraþjálfun. Þá sagði Ólöf
að handbókin um ferlimál sem all-
lengi hefur verið í smíðurn væri nú í
burðarliðnum. Einnig gerði hún skil
stefnuskrá bandalagsins svo og upp-
lýsingaritinu um bandalagið og félög
þess.
Þá fór Ólöf allítarlega yfir lottó-
málið svokallaða þ.e. þá kröfu
Þroskahjálpar að fá tekjur af lottóinu
í sinn hlut og skipan starfshóps á
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
5