Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 30

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 30
A eigin ábyrgð Það sjónarmið að fatlað fólk sé sjálft sýnilegir og virkir þátttakendur í hagsmunabaráttunni er jafngilt í okk- ar samfélagi og annars staðar. Fram að þessu höfum við borið gæfu til þess að eiga virka þátttakendur í mótun og umfjöllun um hagsmunamálin úr röðum fatlaðs fólks. Með þessu vil ég ekki draga skarpar línur á milli þeirra sem gefa tíma sinn og krafta í barátt- una, í fatlaða eða ófatlaða. Mörg aðildarfélögin okkar eru stofnuð af aðstandendum og áhugamönnum um velferð tiltekinna hópa, sem eðli máls- ins vegna geta illa eða ekki borið sín mál fram sjálfir. Við eigum að virða og meta framlag allra eftir innihaldi þess og gagnsemi, en verðum þó að vera á varðbergi til þess að tryggja breiddina í okkar hóp. Öryrkjabanda- lag sem aðeins hefur á að skipa laun- uðum starfsmönnum aðildarfélaga sinna til stjórnarsetu er illa sett. Til að tryggja breidd og trúverðugleika í umfjöllun um hagsmunamál okkar verðum við að hafa á að skipa jafnt færum starfsmönnum sem áhuga- mönnum. En það er eitt sem einkennir aðstandendur og fatlað fólk sjálft og gerir þeirra framlag einstakt. Tilvera þeirra er bundin og mörkuð af því hlutskipti sem fötlun hefur kallað yfir þá og fjölskyldu þeirra. Starfsmenn geta komið og farið en eftir situr sá sem við fötlunina glímir. Við þurfum því sífellt að vinna að því að virkja og efla félagsmenn aðildarfélaganna til þess að vera sjálfir þátttakendur í hagsmunabaráttunni. Hafdís Hannesdóttir. Hafdís er félagsráðgjafi á Greining- arstöð ríkisins. Hún hefur lengi setið í stjórn Öryrkjabandalags íslands. Framtak Samtök sykursjúkra héldu upp á 25 ára afmæli sitt síðla í nóvember. 16. nóv. voruSamtök- in með bás í Kringlunni og þang- að komu milli 6 og 7 þús. manns. Mældur var blóðsykur í yfir 1500 manns og það merkilega var að yfir 20 manns voru þaðan sendir á göngudeild með of háan blóð- sykur. Meira um Samtök sykur- sjúkra næst. Guðbjörg Sveinsdóttir forstöðum.: Hugleiðingar um sérlög fyrir geðsjúka Hér á landi er lítil hefð fyrir opinni umræðu um málefni geðsjúkra. A það sér eflaust margar skýringar m.a. þá að mál- efnið er ákaflega við- kvæmt og sú skömm og einangrun sem geðsjúk- dómum oft fylgir er ekki til þess fallin að málin séu rædd á opinberum vett- vangi. Þó er ýmislegt að breytastog 10. októbers.l. markaði eflaust tímamót þar sem geðsjúkir/geðfatlaðir og aðstandendur þeirra héldu alþjóðlegan geðheil- brigðisdag hátíðlegan á glæsilegan hátt með myndlistarsýningu, göngu og opnum fundi í Ráðhúsi Reykja- víkur. En umræða undanfarinna ára hefur mjög takmarkast af fréttum og um- ræðum um áhrif niðurskurðar í heil- brigðiskerfinu og lokanir geðdeilda í kjölfar þessa. Einnig ber að nefna neikvæða umræðu fjölmiðla um ein- stök ofbeldisatvik þar sem geðfatlaðir hafa komið við sögu. Nú þegar um- ræðan er vonandi að opnast má búast við að þeir sem starfa að geðheilbrigð- ismálum verði eins og í nágranna- löndum okkar fyrir gagnrýni, þurfi að líta inn á við og endurskoða marga þætti þjónustunnar. Undanfarið hefur verið bent á, að það skorti heildar- skipulag á þjónustu við geðsjúka hér á landi svo og aðstandendur þeirra. Það skorti samhæfingu, samræmi, stöðugleika og jafnvel hefur hæfni starfsfólks verið dregin í efa. Þá hafi geðsjúkir afar slæma réttarfarslega stöðu, sérlega þegar um meðferð/inn- lögn gegn eigin vilja er um að ræða. Dæmi hafa verið tilfærð um tilviljun- arkennda og samhengislausa meðferð og umönnun sem valdið hafi neytend- um bæði óþægindum og sársauka. Flest vestræn ríki hafa mótaða heildarstefnu og löggjöf um málefni geðsjúkra. Hér á landi falla geðsjúkir undir sömu löggjöf og aðrir fatlaðir svo sem lög og reglugerðir um málefni fatlaðra, at- vinnumál fatlaðra, svæð- isskrifstofu um málefni fatlaðra og nú síðast frum- varp til laga um réttindi sjúklinga. En þrátt fyrir að lög þessi hafi að markmiði að tryggja fötluðum jafn- rétti og sambærileg lífs- kjör á við aðra þjóðfélags- þegna og skapa þeim skilyrði til þess að lifa eðlilegu lífi er staða geðsjúkra síður en svo viðunandi hér á landi eins og ofangreind gagnrýni bendir á. Astæður þessa eru sjálfsagt margvís- legar og menn eru ekki á eitt sáttir um hvað mestu máli skipti í þessu sam- hengi. Þær stjórnast helst af pólitísk- um ákvörðunum, skorti á fagmennt- uðu fólki og skipulagningu þjónust- unnar. Rökin fyrir sérstakri löggjöf um þjónustu við geðsjúka eru m.a. að oft er um hóp einstaklinga að ræða, sem litla burði hefur til að leita réttar síns samkvæmt almennri löggjöf og að við forgangsröðun á skiptingu fjármagns virðist staða geðsjúkra enn vera veik miðað við marga aðra sjúklingahópa. I nágrannalöndum okkar, m.a. í Noregi, er sérstök löggjöf um geð- sjúka þar sem skilgreind er ábyrgð, vald og hlutverk þjónustuaðila geð- heilbrigðisþjónustunnar. Löggjöfin skal tryggja að geð- sjúkir njóti fullra mannréttinda og allir fái meðferð og umönnun við hæfi. Markmið þeirra er að bæta og styrkja: * geðheilsuvernd og fyrirbyggjandi þjónustu, * lækningar, hjúkrun og umönnun geðsjúkra, * aðgengi að þjónustunni og almenna vitneskju um hana, óháð búsetu, aldri, kyni, efnahag og þjóðfélags- stöðu. Guðbjörg Sveinsdóttir. 30
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.