Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 26

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 26
Sólveig Helga Jónasdóttir, myndmenntakennari: Fréttir af Fyrrverandi félagsmálaráðherra Rannveig Guðmundsdóttir skipaði 16. mars 1995 nefnd sem falið var að semja tillögur um hvernig megi treysta rétt heyrnar- lausra, heyrnarskertra og daufblindra til túlkunar. í nefndinni sátu eftirtaldir aðilar: Anna Jóna Lárusdóttir, fulltrúi Félags heyrnarlausra, Jóhanna S. Einarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Heyrnarhjálpar, Olafur Darri Andrason, deildarstjóri í menntamálaráðuneytinu, Ragnheiður Haraldsdóttir, deildar- stjóri í heilbrigðisráðuneytinu, Valgerður Stefánsdóttir, forstöðu- maður Samskiptamiðstöðvar heyrnarlausra og heyrnarskertra, ritari nefndarinnar var Margrét Margeirsdóttir deildarstjóri í fé- lagsmálaráðuneytinu og formaður nefndarinnar var Sólveig Helga Jónasdóttir kennari við Vesturhlíðar- skóla (sem er skóli fyrir heyrnarlaus og heyrnarskert börn.) Nefndin lauk formlega störfum í apríl síðastliðnum með nefndaráliti sem skilað var til núverandi félags- málaráðherra Páls Péturssonar. Þessi samantekt byggir aðallega á því nefndaráliti og þeim niðurstöðum sem nefndin varð sammála um. Hlutverk nefndarinnar var að skoða stöðu túlka- þjónustunnar eins og hún er og gera tillögur til úrbóta og framtíðar- skipunar þessara mála. Nefndin lagði áherslu á að túlkun fyrir þessa hópa snýst um rétt þeirra til óskerts að- gangs að íslensku samfélagi til jafns við aðra þegna og því sé nauðsyn- legt að hafa í huga það langtíma- markmið að táknmál verði viður- kennt sem móðurmál heyrnar- lausra. Tillögur nefndarinnar miða við núverandi ástand varðandi túlkun og mögulegar úrbætur á því sviði. Þjónusta við heyrnarlausa, heyrnarskerta, daufhlinda Heyrnarlausir, heyrnarskertir og daufblindir hafa átt í erfiðleikum með að njóta almennrar þjónustu. Opinber- ar stofnanir hafa litið svo á að það væri störfum túlkanefndar Sólveig Helga Jónasdótir. ekki í þeirra verkahring að sjá fyrir túlkun og ekki hefur heldur verið brugðist við þessari þörf með heild- arlagasetningu varðandi túlkun. Rétt- ur heyrnarlausra, heyrnarskertra og dautblindra til túlkunar er ekki nægj- anlega tryggður þar sem hvergi er beinlínis sagt hverjum er skylt að greiða túlkunina. Þetta á við um sam- skipti við ýmsa opinbera aðila eins og til dæmis heimilislækna, heilsugæslu- stöðvar, göngudeildir sjúkrahúsa, skóla (til dæmis vegna foreldrafunda) eða samskipta við hagstofu, fræðslu- skrifstofur eða aðrar opinberar stofn- anir ríkis- og sveitarfélaga. Það er þó óumdeilanlega andi laga um málefni fatlaðra að þessi réttur sé tryggður samanber 7. gr. en þar stendur meðal annars “Fatlaðir skulu eiga rétt á allri almennri þjónustu ríkis og sveitar- félaga. ” En skortur á skýrum lagabók- staf í þessum efnum virðist standa í vegi fyrir því að túlkun sé veitt. Stjórnendur stofnana halda að sér höndum og notendur þjónustunnar veigra sér við að krefjast hennar. Þetta ástand gerir það að verkum að mjög erfitt er að meta hver raunveruleg þörf fyrir túlkun er. Atvinnuleysi hefur verið mikið í röðum heyrnarlausra, heyrnar- skertra og daufblindra á síðastliðnum árum og má rekja stóran hluta þess til erfiðleika við samskipti á vinnustað. I sumum tilvikum hafa heyrnarlausir ekki getað notfært sér tilboð um nám- skeið í tengslum við vinnu vegna þess að hvergi var gert ráð fyrir kostnaði vegna túlkaþjónustunnar. Þeir eru því ekki samkeppnisfærir á félagslíf og menningu þegar þjónustu túlka nýtur ekki við. Það er því augljóst að setja verður lög til þess að tryggja heyrn- arlausum, heyrnarskertum og dauf- blindum rétt til túlkunar. Slík lög verða að kveða skýrt á um hverjir skuli stýra þjónustunni í hverju tilviki. Árið 1994 lét Svæðisskrifstofa Reykjavíkur gera skýrslu um túlka- þjónustu. sá sem hana gerði komst að þeirri niðurstöðu að eðlilegast sé að kostnaður vegna túlkaþjónustu verði greiddur úr ríkissjóði. Menntamála- ráðuneytið beri greiðsluábyrgð vegna túlkunar í skólakerfinu og félagsmála- ráðuneytið vegna annarrar almennr- ar túlkunar. Þá er einnig nefnt að það megi hugsa sér að sveitarfélög taki á sig kostnað vegna almennrar túlkunar. Árið 1995 veitti fyrrv. félagsmála- ráðherra tveimur milljónum króna til almennrar túlkunar vegna viðskipta við opinbera aðila og vegna annarra tilvika og ástæðna er varða hagsmuni heyrnarlausra, heyrnarskertra og daufblindra verulega. Borgarráð Reykjavíkur veitti 300 þúsund krónur fyrir árið 1995 og aftur árið 1996 til túlkunar undir liðnum styrkur til félags- og heilbrigðismála. Bæjarráð Kópavogs hefur á sama hátt veitt 50 þúsund krónum til túlkunar fyrir árið 1995. Þá veitti núverandi félagsmála- ráðherra, Páll Pétursson, einnig tveim- ur milljónum til almennrar túlkunar fyrir árið 1996. Túlkaþjónustan - opinber þjónusta Nefndin lítur svo á að til þess að heyrnarlausir, heyrnarskertir og dauf- blindir geti notið allrar almennrar lög- bundinnar þjónustu og aðgengis að íslensku samfélagi verði opinberir aðilar sem bera ábyrgð á þjónustu við einstaklinga að líta svo á að túlkaþjón- ustan sé hluti af þeirri þjónustu og sömuleiðis ábyrgðin á því að tryggja þann rétt og kostnað við túlkunina. Á undanförnum árum hefur í sumum opinberum stofnunum verið fallist á að hluti af þeirri þjónustu sé að útvega 26
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.