Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 6

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 6
vegum tveggja ráðuneyta í framhaldi afþví. Hún rifjaði síðan upp nokkur atriði varðandi gang málsins og vék síðan að niðurstöðum starfshópsins sem m.a. segði að aðstöðumunur sam- takanna væri óeðlilegur, þó líta bæri til þess hve Öryrkjabandalagið þjón- aði fötluðu fólki á breiðari grundvelli. Hæpið væri hins vegar að skerða réttindi samtaka sem þeim hefðu verið með lögum fengin. Þá segir að þrátt fyrir þetta sé nauðsyn að leita leiða til samkomulags um lagabreytingu. Ólöf minnti á hið lögfesta fyrirtæki, íslenzka getspá, þar sem aðilar hefðu lagt mikla vinnu og fjármagn í upp- byggingu. Að lokum sagði Ólöf að þetta mál yrði að leysa með friðsam- legri leiðum en lagabreytingu, enda þyrftu samtökin mjög á samstarfi að halda. s Olöf lagði áherzlu á fyrirhugaða kjarasamninga og mikilvægi þess að þeir skiluðu sér yfir til líf- eyrisþega. í þessu sambandi sagði Ólöf frá samstarfsnefndinni þar sem launþegasamtökin ættu fulltrúa og þar væri einhugur um að ná ávinningi heilum í höfn lífeyrisþega. Þá minnti Ólöf á hin erlendu sam- skipti, en bandalagið á aðild að fern- um samtökum og varamann í Nor- rænu nefndinni um málefni fatlaðra. Þær Asgerður fóru síðla september- mánaðar á stjórnarfund til Finnlands í Norðurlandaráði fatlaðra, en for- mennskan þar færðist nú til Færeyja og kvaðst Ólöf vænta þess að lyfti- stöng yrði fyrir Færeyinga. Þá minnti hún á framkvæmda- áætlun á vegum EB - Helios II en Helgi Hróðmarsson mun þar frá greina. Sagði einn lið þessa starfs hafa verið samkeppni um verkefni að málefnum fatlaðra, en frá henni greint hér. Greindi Ólöf síðan frá ráðstefn- unni 8. og 9. nóvember n.k. með Þroskahjálp um ferðalög fyrir alla, en EB styrkir ráðstefnuna. Þakkaði í lokin stjórn og starfsfólki ÖBI inni- lega fyrir einstaklega góða samvinnu. á flutti Tómas Helgason stjórn- arformaður Hússjóðs Öryrkja- bandalagsins skýrslu sína en á þessu ári eru 30 ár liðin frá stofnun Hússjóðs og upphafi bygginganna við Hátún. Skýrsla Tómasar er birt hér í blaðinu. á var komið að skýrslu frá ski'if- stofu bandalagsins, þeirra As- gerðar Ingimarsdóttur og Helga Seljan, en í fjarveru Helga flutti Asgerður hvoru tveggja. Asgerður minnti í upphafi á að starfsárið hefði ekki verið dans á rósum. Hún minntist ekki svo gegndarlauss niðurskurðar alla sína starfstíð. Hún sagði ljóst að öryrkjar bæru æ skarðari hlut frá borði. Asgerður minnti á hina ánægjulegu vinnu að stefnuskrá bandalagsins. Hún kvað utanríkismál taka drjúgan tíma og fór svo nokkuð yfir aðild okkar að Nordiska forening for Rehabilitering og Rehabilitation International m.a. ágætum fundi stjórnar NFR hér í ágúst. Sömuieiðis sagði Asgerður frá því að aðalfundur R.I. hefði verið í Nýja Sjálandi, en Haukur Þórðarson sótt hann af hálfu bandalagsins. Þar er Irinn Arthur Q'Reilly í forsvari nú en Evrópu- forseti grísk kona og varaforseti breskur en sá væri í hjólastól. Benti hins vegar á að alþjóðaþing R.I. hefðu ekki verið haldin í Evrópu í fleiri ár. Þakkaði samstarfsfólki sínu ágætt samstarf. Flutti svo mál Helga. Helgi vék fyrst að Fréttabréfinu, sem hefði vaxið mjög að um- fangi þó meiri vafi léki á vextinum til aukins þroska, þó væri honum ljóst mikilvægi blaðsins sem andliti banda- lagsins út á við. Fyrsti árgangur hefði verið 76 síður, þessi nú stefndi í 200. Hann fór svo yfir varnarbaráttu liðins árs og gerði grein fyrir helztu hremm- ingum: Niðurfelling frekari uppbótar 1. ágúst hjá afar mörgum og skerðing vegna fjármagnstekna 1. september væru þar drýgstar í “sparnaði” stjórn- valda, en fleira hefði komið til s.s. hin flata skerðing frekari uppbótar 1. mars sl. Varnarbaráttan verið háð af fremsta megni, vissulega skilað tals- verðu en hvergi nærri því sem þurft hefði. Vék svo að góðu starfi trygg- inganefndar bandalagsins, miklu starfi við kærur til skattayfirvalda og framtalsnefnda sem góðan árangur hefðu borið. Helgi sagði mikla persónulega fyrirgreiðslu fara fram, álitamál vissulega en mörgum dýrmæt. Kvað starfsandann á skrifstofunni einstaklega góðan og sagði svo: Um verkin dæma aðrir eiga en afsökun ég hlýt að mega flytja hér á fundarstað. Það að vel ég gera vildi þó ver oft færi en annars skyldi ég vona að dugi - víst um það. Næst var svo skýrsla lögfræði- þjónustu Öryrkjabandalagsins sem lóhannes Albert Sævarsson flutti. Minnti í upphafi á það að þjónusta þessi ætti 20 ára starfsafmæli á árinu. Lögfræðiþjónustan fer fram á mið- vikudagsmorgnum og er öryrkjum að kostnaðarlausu. 215 einstaklingar nýttu sér þjónustuna á liðnu ári en til viðbótar ótal fyrirspurnir og erindi símleiðis. Margs konar mál eru þarna á ferð en algengust eru: 1. Mál vegna skerðinga á bóta- greiðslum öryrkja. 6

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.