Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 35

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 35
vel tekið og innganga þeirra í bandalagið samþykkt. 4. Álit laganefndar Haukur Þórðarson formaður hennar gerði grein fyrir störfum nefndarinnar. Lögin væru ung og það eitt raunar orðið árekstraefni, ef félag tilnefndi annan fulltrúa í stjórn árinu eftir kjör framkvæmdastjórnarmanns til tveggja ára. Meginspurning er um hvort grunneiningin - félagið ætti að ráða eða ákvörðun aðalfundar Öryrkjabandalagsins varðandi kjör í framkvæmdastjórn. Einfaldasta leiðin til lausnar sú að kjósa fram- kvæmdastjórn á hverju ári að fullu en ekki til tveggja ára sem nú, en á því væru annmarkar að skipta svo alger- lega um. Hann lagði fram hugmynd til lausnar, þar sem framkvæmda- stjórnarmaður sæti fundi aðalstjórnar með málfrelsi og tillögurétti þrátt fyrir annan fulltrúa félags í aðalstjórn sem væri þá með fullum réttindum þar. Miklar umræður urðu hér um og sýndist sitt hverjum. Ákveðið að láta lög standa óbreytt áfram og láta þá á reyna enn frekar hversu um færi. 5. Stefnuskrá Öryrkjabandalagsins Emil Thóroddsen formaður nefnd- arinnar kynnti drög að stefnumörkun og greindi frá hinu mikla starfi nefnd- arinnar að þessu þýðingarmikla máli. Minnti á 7 fundi, málefnalega mjög, þar sem tjöldi félaga hefði komið vel að verki og þessi væri nú útkoman. Vissa sín væri að hér væri á velflestu því tekið sem máli skipti í framtíðarstarfi banda- lagsins. Bað menn muna að enn væri tækifæri til úrbóta. Samþykkt var að leggja stefnumörkunardrögin fyrir aðalfund nú til staðfestingar. 6. Ályktanaefni aðalfundar og tryggingamál Helgi Seljan minnti fyrst á þær alvarlegu skerðingar sem orðið hefðu á þessu ári og vörðuðu alveg sér í lagi frekari uppbót sem hefði verið tekju- og eignatengd með reglugerð í apríl- lok. Mikill fjöldi hefði misst upp- bótina og því fylgdu hjá afar mörgum aukaútgjöld þar sem til kæmu af- notagjöldin hjá RÚV. Aðrir hefðu lækkað verulega og allir orðið fyrir einhverri skerðingu samanber hina flötu allsherjarskerðingu I. mars sl. Einnig minnti Helgi á skerðinguna vegna fjármagnstekna 1. september sl. eða fjórum mánuðum áður en lögin um skattalega meðferð fjármagns- tekna tækju gildi. Lífeyrisþegar einir yrðu að þola launalækkun af völdum fjármagnstekna auk skatttöku sem út af fyrir sig væri sjálfsögð hjá þeim sem öðrum, ef annað verra fylgdi ekki eftir. Helgi fór svo yfir hin einstöku ályktanaefni en frá þeim greint á sérstökum stað í blaðinu. 7. Önnur mál. Emil greindi frá opnu húsi Gigtar- félagsins n.k. laugardag og Ásgerður greindi frá norrænum þemadögum Heyrnarhjálpar. Fundi var slitið lið- lega 19.10. H.S. Hlerað í Karlinn var að lýsa veikindum konu sinnar en sagði svo: Það er alltaf sama sagan. Konurnar eru veikar alla ævi, svo deyja karlarnir. Systirin hafði allt á hornum sér heima af því að hún hafði verið send heim úr leikfimitíma, hafði ekki verið með réttar buxur. Litli bróðir hennar sem var á fjórða ári leit út um gluggann á skafheiðan himininn og vildi hug- hreysta systurina og sagði: Bryndís, himinninn er ekki í neinum buxum. Þau eru mörg og misjöfn hlaupin. Þegar allir flykktust austur á sand til að fylgjast með væntanlegu Skeið- arárhlaupi þá fylgdist kona ein ekki betur með en það að hún spurði vin- konu sína að því hvort hún vissi hve langt þeir ætluðu að hlaupa sem tækju þátt í Skeiðarárhlaupinu. ** Prestur einn á Vestfjörðum var að aka á bifreið sinni eftir Djúpveginum og sá þá dautt svín rétt við veginn. Honum þótti að vonum lítill þrifnaður að svíninu og hringdi í lögregluna á ísafirði til að hún gæti fjarlægt svínið. hornum Lögreglumaðurinn brá á glens og spurði prest hvort hann myndi ekki bara veita svíninu virðulega greftrun. Þá svaraði prestur: “Ja, ég er nú vanur að láta nánustu aðstandendur vita þegar dauðsfall verður.” ** Karl einn skrifaði minningargrein um konu eina og fór heldur rangt með orðatiltæki. Þegar hann var að lýsa fastheldni hennar annars vegar og léttri lund hins vegar var útleggingin svona: Henni varð fátt fast í hendi. Hún var afar létt á bárunni. Sagt er að aðstandendur hafi ekki verið yfir sig hrifnir. ** Kona ein var að flytja minni karla og sagði m.a.: Karlmenn eru eins og bfl- ar. Ef maður ekki gætir sín á þeim getur maður orðið undir þeim. ** Þegar formannsslagurinn í Alþýðu- flokknum var í hámarki hitti Jón Kristjánsson alþingismaður Sighvat Björgvinsson samþingmann sinn og fór að hafa orð á því hvað Sighvatur væri orðinn grannur og spengilegur en sagði svo: “Já, þú ert náttúrulega að reyna að fara í fötin hans Jóns Baldvins”. ** Eldri maður spurði annan á líkunt aldri hvort hann vissi hverju karlmenn gleyntdu fyrst þegar þeir færu að missa minnið, en það vissi hinn ekki. “Fyrst gleyma þeir nú mannanöfnum, svo gleyma þeir að loka buxnaklauf- inni og svo gleyma þeir bara að opna hana.” ** Páfagaukurinn var orðinn svo kjaftfor að eigandinn hugðist kæla hann niður og stakk honum inn í frysti. Gauksi fór fljótlega að pikka í hurðina til merkis um að hann vildi komast út. Eftir nokkurt pikk hleypli eigandinn gauksa út og hann lofaði bót og betr- un. En svo sagði hann: “En segðu mér, hvað gerðu kjúklingarnir af sér sem voru í frystinum?” ** 5 ára dótturdóttir ritstjóra gekk með frænku sinni um kirkjugarð eystra og frænkan var að segja henni frá látnum ættingjum sem ættu þarna leiði. Þá sagði sú litla: “Það er nú bara gaman að vera hér. Við þekkjum svo marga sem eru gróðursettir hérna.” FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 35

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.