Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 11

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 11
tekna þeirra sem gildi tók 1. sept. sl. Lögin um skattalega meðferð fjár- magnstekna koma fyrst til fram- kvæmda 1. jan. 1997 og þá þurfa líf- eyrisþegar sem aðrir að greiða 10% skatt af fjármagnstekjum sem alveg er eðlilegt. Lífeyrisþegar einir verða hins vegar fyrir launalækkun af völd- um fjármagnstekna sinna og verða að þola hana fjórum mánuðum áður en hin eiginlegu lög um fjármagnstekjur taka gildi. Hér er einnig um grófa aft- urvirkni að ræða þar sem fjármagns- tekjur ársins 1995 eru látnar skerða bætur þó lögin um meðferð fjár- magnstekna hafi fyrst verið samþykkt í júnímánuði á þessu ári. Aðalfundurinn skorar á Alþingi og stjómvöld að hverfa frá þessari óhæfu og felur stjórn bandalagsins að vinna að úrlausn þessara mála. 8) Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands haldinn 12. okt. 1996 skorar á heilbrigðis-og tryggingaráðherra að stórhækka svokallaða vasapeninga þeirra sem dvelja á vistheimilum. Vasapeningar eiga að nægja til allra útgjalda annarra en húsnæðis, fæðis og umönnunar. Mánaðarleg upphæð nú er kr. 10.658.- og liggur í augum uppi að útilokað er í mörgum tilvikum að fólk geti veitt sér brýnustu nauð- synjar s.s. fatnað. Upphæð vasapen- inganna er því hreinlega svartur blettur á tryggingakerfinu. 9) Aðalfundur Öryrkjabandalags íslands haldinn 12. október 1996 skor- ar á alla þá aðila er að væntanlegum kjarasamningum koma að tryggja það ótvíræða réttlætismál að ávinningi samninganna til launafólks verði að fullu skilað inn í bótagreiðslur lífeyr- isþega. Bæturnar eru laun lífeyrisþegans og því á hið sama að gilda um þær og launin í landinu. Því ber að lögfesta á nýjan leik afdráttarlaus ákvæði um að bætur fylgi launaþróun í landinu að fullu. Auk þessara ályktana var ályktun frá Sjálfsbjörg - landssambandi fatl- aðra um að Öryrkjabandalagið hefði hagfræðing á sínum snærum. Henni var vel tekið og vísað til fram- kvæmdastjórnar. Alyktanir voru svo sendar þeim sem við átti og síðan er aðeins eftir að sjá hvort eitthvert gagn geri. Kiwanis menn með kærkomið framlag Eins og hér var greint frá í Fréttabréfinu á liðnu ári var að frumkvæði Ingibjargar Pálma- dóttur heilbrigðisráðherra ákveðið að 10. okt. skyldi helg- aður geðheilbrigðis- málum. Það eru al- þjóðasamtök geðvemd- arfélaga og Alþjóða- heilbrigðismálastofn- unin sem hafa beitt sér fyrir því að svo skyldi í landi hverju. Markmið dagsins að auka skiln- ing á geðsjúkdómum, skapa virðingu fyrir hinum geðsjúku, efla forvarnarstarf og stuðla að betri geðheilbrigðisþjónustu hvarvetna. 10. okt. sl. vareinmitt stutt, látlaus en hátíðleg athöfn á vegurn Geð- verndarfélags íslands að Rauðalæk 36 hér í borg þar sem formlega var í notkun tekin hin ágætasta íbúð í þágu foreldra utan af landi sem þurfa á að halda þjónustu Barna- og unglingageðdeildar Landspítal- ans. Þetta er afar rúmgóð íbúð og stutt að fara sem mest má verða og skapast þannig hin ágætasta að- staða fyrir þá sem oft eiga ekki auðvelt um dvöl hér í Reykjavík. Möguleikar eru á að fleiri en einn aðili geti á sama tíma nýtt sér aðstöðuna. að var T ómas Zoéga formaður Geðvemdarfélags Islands sem bauð gesti velkomna og bað þá fyrst gæða sér á góðum veitingum. Tómas færði svo ráðherra heil- brigðismála þakkir góðar fyrir yfir- lýsinguna um 10. okt. árlega helg- aðan þessum málefnum sem við svo marga kæmu. Hann færði Kiw- anis - mönnum alúðarþakkir fyrir störf þeirra í þágu geðsjúkra um aldarfjórðungsskeið. Þar hefur sala K - lykilsins á þriggja ára fresti skilað mestu, en þessi íbúð var einmitt keypt fyrir afrakstur af sölu K - lykilsins á síðasta ári, en margir lagt hönd á plóg til að búa íbúðina húsgögnum. Zinawik konur gáfu 50 þús kr. og síðan veittu fyrirtæki fyr- irgreiðslu við kaupin og einstakl- ingar gáfu húsgögn. Júl- íus Arnarson afhenti við þessa athöfn 200 þús. kr. að gjöf til minningar um son sinn Arnar, er lézt um aldur fram, en hann hafði átt við geðsjúk- dóm að stríða. Færði Tómas honum sérstakar þakkir fyrir höfðings- skap sinn. Þá afhenti Tómas Valgerði Bald- ursdóttur, yfirlækni Barna- og unglingageðdeildar lykil að íbúðinni, en Valgerður færði fram þakkir fyrst og fremst fyrir hönd þeirra foreldra og barna sem þessi íbúð kæmi til að gagnast svo vel. Valgerður lagði áherzlu á það hve mikilvægt væri að styrkja göngu- deildarstarfsemina og hve dýrmætt væri að vinna með börnin með for- eldrana hið næsta sér. Heilbrigðisráðherra færði Kiwanis - mönnum miklar þakkir svo og Zinawik - konum fyrir þeirra góða starf og stuðning svo verðmætan. Hún óskaði starfinu að þessum málum allrar blessunar. Stefán Jónsson fráfarandi forseti Kiwanis kvað þá vera afarglaða yfir því að mega þannig leggja þessum málum lið. 8 K - dagar væru að baki og þeir Kiwanis menn væru hreykn- ir af að hafa samtals getað lagt 150 milljónir til þessa, þakka bæri góð- um stuðningi almennings. Vonaði hann að með þessu hefði þeim einn- ig tekizt að slá nokkuð á fordóma. Gestir skoðuðu svo íbúðina sem er einkar vel búin og hlýleg. Geð- vemdarfélaginu og Bama- og ungl- ingageðdeildinni eru árnaðaróskir færðar svo og er mikils metið hið merka starf og frumkvæði Kiwanis - manna að málaflokki þessum. H.S. Tómas Zoéga FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 11

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.