Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 43

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 43
Jóhannes Albert Sævarsson hdl.: Leiðbeiningar varðandi skattaframtalið Til lögfræðiþjónustu Öryrkja- bandalags fslands hafa öryrkjar í auknum mæli leit- að í vandræðum sínum vegna álagðs tekjuskatts og útsvars utan stað- greiðslu. Urræði lögfræðiaðstoðar ÖBÍ hafa verið þau að óska skriflega eftir lækkun á tekjuskattsstofni hjá Ríkisskattsstjóra (RSK) og lækkun eða niðurfellingu á álögðu útsvari hjá viðkomandi sveitarfélagi. Eðlilegast væri að öryrkjar sjálfir sendu um- sóknir þessa efnis til RSK og sveitar- félaganna með framtali sínu strax í upphafi, en ekki eftirá þegar álagning- in hefur farið fram og erfitt getur reynst að fá henni breytt. Þannig myndu yfirvöld þurfa að taka afstöðu til umsóknarinnar strax við álagning- una. Ef þessum ráðleggingum yrði fylgt myndi það spara öryrkjum fyrir- höfn og óþarfa áhyggjur. Því verða hér birt form tveggja umsókna sem öryrkjar ættu framvegis sjálfir að rita og láta fylgja skattframtali sínu. Það skal tekið fram að lækkunar- heimildir þessar eru sjálfstæðar og byggjast á aðskildum lagaákvæðum. Tvær sjálfstæðar umsóknir þarf því til. Önnur umsóknin beinist til RSK en hin til viðkomandi sveitarfélags. Heft- ið þær síðan innan á skattframtalið. (Öll nöfn, kennitölur og heimilis- föng eru tilbúningur) Form fyrir umsókn um lækkun eða niðurfellingu á tekjuskatts- stofni skv. 66.gr. Iaga nr. 75 frá 1981. Ríkisskattstjóri Reykjavík, lO.febrúar 1997 Laugavegi 166 150 REYKJAVÍK Efni: Umsókn um lækkun á tekjuskattsstofni. Við undirrituð hjón, Anna Jens- dóttir, kt. 291236-4239, Grænalæk 190, Reykjavík og Pétur Jósefsson, kt. 250331-6479, sama stað, sem bæði höfum verið metin til 75% örorku af Tryggingastofnun ríkisins Jóhannes Albert Sævarsson. (TR), förum þess á leit við embætti yðar að heimildarákvæðum 66.gr. laga um tekju- og eignaskatt nr. 75/ 1981 um lækkun skattstofna verði beitt við álagningu embættisins á okkur hjónin. Rökstuðningur okkar fyrir um- sókninni er sá að við höfum aðeins örorkulífeyri frá TR okkur til fram- færslu, auk óverulegrar mánaðar- greiðslu til Péturs úr Lífeyrissjóði sjómanna. Við búum í leiguhúsnæði. Það myndi reynast okkur illmögulegt að standa undir frekari álögum. Örorkulífeyrir Önnu frá Trygg- ingastofnun ríkisins nam að meðaltali kr. 51.000,- á mánuði á síðast liðnu ári, en hjá Pétri kr. 49.000,-. Auk þess fær Pétur kr. 8.000,- á mánuði úr Líf- eyrissjóði sjómanna. Þessu til stað- festu fylgja ljósrit af launaseðlum okkar frá TR og Lífeyrissjóði sjó- manna fyrir mánuðina nóvember- desember 1996 og janúar-febrúar 1997. Einnig fylgir með umsókn þessari síðasta endurmat Tryggingastofnunar ríkisins á örorku okkar. Virðingarfyllst, undirritun hjónanna Hjálögð eru eftirfarandi gögn: - Launaseðlar frá TR vegna nóv.-des. 96 og jan.-feb. 97 - Launaseðlar frá Lífsj. sjómanna vegna nóv.-des. 96 og jan.-feb. 97 - Síðasta endurmat TR á örorku okkar hjóna dags. íjúlí 1996 Form fyrir umsókn um lækkun eða niðurfellingu útsvars skv. heimild í l.mgr. 25.gr. laga nr. 4 frá 1995 um tekjustofna sveitarfélaga. Borgarráð Reykjavíkur Reykjavík, lO.febrúar 1997 Ráðhús Reykjavíkur 101 Reykjavík Varðar: Umsókn um niðurfell- ingu eða lækkun á álögðu útsvari. Við undirrituð hjón, Anna Jens- dóttir, kt. 291236-4239, Grænalæk 190, Reykjavík og Pétur Jósefsson, kt. 250331-6479, sama stað, sem bæði höfum verið metin til 75% örorku af Tryggingastofnun ríkisins, förum þess á leit við Borgarráð Reykjavikur að það beiti heimild í l.mgr. 25.gr. laga nr. 4 frá 1995 um tekjustofna sveitarfélaga og að lækk- að verði eða fellt niður álagt útsvar okkar hjóna. Rökstuðningur okkar fyrir um- sókninni er sá að við höfum aðeins örorkulífeyri frá TR okkur til fram- færslu, auk óverulegrar mánaðar- greiðslu til Péturs úr Lífeyrissjóði sjómanna. Við búum í leiguhúsnæði. Það myndi reynast okkur illmögulegt að standa undir frekari álögum. Örorkulífeyrir Önnu frá Trygg- ingastofnun ríkisins nam að meðaltali kr. 51.000,- á mánuði á síðast liðnu ári, en hjá Pétri kr. 49.000,-. Auk þess fær Pétur kr. 8.000,- á mánuði úr Líf- eyrissjóði sjómanna. Þessu til stað- festu fylgja ljósrit af launaseðlum okkar frá TR og Lífeyrissjóði sjó- manna fyrir mánuðina nóvember-des- ember 1996 og janúar-febrúar 1997. Ákvæði það sem vísað er til hér að ofan veitir sveitarstjórnum fullt sjálfdæmi til niðurfellingar á álögðu útsvari þeirra er nutu á tekjuárinu bóta skv. II. og IV. kafla laga um almanna- tryggingar. Með ákvæði þessu er gengið lengra en í almennri heimild 66.gr. laga nr. 75/1981 um tekju- og eignaskatt, en þar er lífeyrisþega Sjá næstu síðu FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.