Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 50

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 50
INNLITIÐ Það er ekki nema eðlilegt að undirritaður eigi gjarnan erindi á Laugaveg 26 hér í borg. Félag heymarlausra er þar með sínar bækistöðvar á fjórðu hæð og leigir svo félögum aðstöðu á þriðju hæðinni ásamt því að leyfa afnot af sínum rúmgóða fundarsal uppi. LAUF - Landssamtök áhugafólks um floga- veiki eiga þar skjól á þriðju hæðinni til vinstri, en athvarf hjá þeim eiga bæði Tourette - samtökin og Sorgarsamtökin. Til hægri á hæðinni eru svo þrjú félög með sína að- stöðu en það eru Parkin- son - samtökin, Félag heilablóðfallsskaðaðra og Samtök sykursjúkra. Þangað er litið inn að þessu sinni. Samtök syk- ursjúkra eru með sérað- stöðu, en Félag heila- blóðfallsskaðaðra og Parkinsonssamtökin deila sameigin- legri aðstöðu. Fyrir framan hina eigin- legu skrifstofuaðstöðu félaganna er ágætt rými sem orðið er hið vistleg- asta. Þetta rými er kjörið til smærri funda s.s. stjórnarfunda svo og getur fólk setið þar og látið fara vel um sig t.d. í notalegu spjalli um landsins gagn og nauðsynjar. Þegar ritstjóra bar þama að góðum garði, sat frænka hans fyrir svörum fyrir Félag heilablóð- fallsskaðaðra. Erla Guðjónsdóttir er ritari félagsins og hefur unnið þar mikið og gott starf sem fleiri þar á bæ. Formaðurinn Hjalti Ragnarsson var norðan heiða, en hringdi meðan ritstjóri staldraði við og hét viðtali síðar. Erla kvað það markverðast hjá félaginu að það hefði á liðnu vori gengið í Sjálfsbjörg - landssamband fatlaðra og taldi hún að því ótvíræðan styrk fyrir félagið. Erla hefur unnið að gerð bækiings fyrir félagið og var hann vel á veg kominn þegar ritstjóri leit inn í lokjúlí. Bæklingur þessi mun greina frá því helzta sem máli skiptir fyrir félagana og félagið. Kaflarnir eru um skrifstofuna, um markmið fé- lagsins, vildarvinina, félagsstarfsem- ina og tjölskylduna. Þá er merki fé- lagsins væntanlega fullbúið á næstunni. Skrifstofa félagsins er opin á þriðjudögum frá kl. 16-18.30. Síminn er 552 7878. Þá var komið að því að líta inn á viðverutíma hjá Park- inson - samtökunum. Parkinsonsamtökin voru stofnuð 3. des. 1983 ogvarJón ÓttarRagn- Svipmynd frá aðalfundi. arsson fyrsti formaður samtakanna. Aslaug Sigurbjörnsdóttir var svo formaður í 10 ár og heima hjá henni höfðu samtökin hið bezta skjól enda þau hjón Aslaug og séra Magnús Guðmundsson driffjaðrir í góðu starfi félagsins. Núverandi formaður er Nína Hjaltadóttir og á þráðinn til hennar slegið eitt síðdegi til að for- vitnast frekar um málin. Nína sagði það hafa heillaráð verið að komast í aðstöðuna á Laugavegi 26 með öðrum félögum, en skrifstofuaðstaðan er einmitt sameiginleg með Félagi heilablóðfallsskaðaðra, en Samtök sykursjúkra svo við hliðina. Það er einmitt Nína sem ríkjum ræður nú á skrifstofunni og ég innti hana nánar eftir því hversu gengi. Flún sagði skrifstofutímann skamman, aðeins frá kl. 17 - 20 alla miðvikudaga, en það dygði alveg. Flún kvað mikið um að fólk hefði samband, hringdi eða kæmi m.a. til að fá upplýsingar. Nefndi sem dæmi að nokkrir nemar hefðu komið til að afla sér efnis í ritgerðir um sjúkdóminn og samtökin, sem væri hið bezta mál. Samtökin væru t.d. með bæklinga sem kæmu sér vel. Nína kvað meira um það að yngra fólk kæmi inn í samtökin og ástæða þess væri að það væri fyrr farið að greina sjúkdóminn en verið hefði. Nína vildi sérstaklega koma því að, hve fé- lagsfundir væru vel sóttir en á síðasta fund hefðu 70 mætt, en talan 50 - 60 áður algeng. Hún ítrekaði svo opnun- artímann á miðvikudögum kl. 17 - 20 og síma samtakanna sem er 552 4440. en utan hins eiginlega skrifstofutíma er síminn stilltur heim til gjaldker- ans, Jóns Jóhannessonar. Það var svo laugar- daginn 14. sept. aðfé- lögin þrjú opnuðu form- lega húsnæðið og skrif- stofuaðstöðuna, höfðu opið hús á milli klukkan 14 og 17 og buðu til sín fjöl- mörgum gestum sem þágu hið góða boð. Sigurður Viggósson form. Samtaka sykursjúkra hafði orð fyrir félögunum þrem og fagn- aði mjög þeirri ágætu sam- vinnu sem þarna hefði tekizt milli félaganna svo og hinu ágæta samstarfi við leigusalann, Félag heymarlausra, en einmitt í hinum vistlegu salarkynn- um þess svignuðu borð undan kræs- ingum lystilegum. Séra Jónas Gísla- son vígslubiskup kvað samstarf sem þetta skapa ýmsa möguleika og ný sóknarfæri fyrir félögin og bað starf- inu blessunar. Ólafur Ólafsson land- læknir óskaði félögunum til hamingju með aðstöðuna um leið og hann fór í stuttu máli yfir stöðu viðkomandi sjúkdóma og minnti á nýjungar þar og nýja möguleika, Ólöf Ríkarðsdóttir færði hlýjar heillaóskir Öryrkjabanda- lags íslands og kvað samvinnu félag- anna fordæmi hið bezta. Það var mikil bjartsýni og baráttuhugur í fólki sem horfði fram á veg til virkara starfs og aukinnar þjónustu við félagana. Ætl- unin er að ráða starfsmann í hlutastarf til félaganna með stuðningi Atvinnu- leysistryggingasjóðs og í góðri og náinni samvinnu við Félag heymar- lausra. Þannig ætti að vera unnt að efla starf og bæta þjónustu við félagana. Félögunum þrem er alls góðs ámað og það vonað að þeim verði vel ágengt í sínum ætlunarverkum. Næg eru verkin að vinna. H.S. 50
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.