Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 19

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 19
Heyrnleysingjaskólanum. Heyrnar- lausir áttu ekki marga valkosti með frekara nám, þá var Iðnskólinn ekki til og bóknám útilokað. “Við gátum farið í verklegar greinar, eins og bólstrun, skósmíðar, ljósmyndun eða klæðskeranám og margir duglegir menn gerðust togarasjómenn,” segir Hervör. - Hvað langaði þig til að lœra? “Mig langaði alltaf í hjúkrun,” Hervör er ekki fjarri óskastarfinu, en hún vinnur á Borgarspítalanum, “en mamma vildi að ég lærði að sauma.” Hervör varð snemma sjálfstæð og lét ekki stjóma sér. Hún vann um tíma í frystihúsi fyrir vestan. Síð- an kom hún aftur suður og aðstoð- aði um tíma við gæslu heyrnar- lausra barna í gamla skólanum sínum. Hervör vildi læra meira og settist í Húsmæðraskóla Reykja- víkur við Sólvallagötu. Hús- stjórnarnám þótti ekki lítið nám í þá daga. Skólastjórinn, Hulda Á. Stefánsdóttir átti heyrnarlausa fósturdóttur sem varð góður fé- lagi Hervarar. Heyrnarleysi dótt- urinnar hefur kannski átt sinn þátt í því að hjálpa Hervöru inn í skólann. Nú eru breyttir tímar. Nýlega sat Hervör á skólabekk í Hamrahlíðarskóla, stundaði enskunám í öldungadeildinni. Hún er með enskuforrit í tölvunni sinni og hefur mikinn áhuga á bæði ensku og íslensku. Tölvan hennar Hervarar þjónar líka sem sími. Tækninýjungar samtímans gjörbreyta samskiptum heyrnar- lausra við hinn heyrandi heim. Sjónvarpið var mikil bylting á sínum tíma. “Auðvitað varð allt myndrænna með sjónvarpinu, en maðurinn minn þarf enn að túlka sjónvarpsefni fyrir mig. Eg vil gjaman sjá meira textað, eins og íslenskt efni,” segir Hervör. “I vor útskrifast fjöldi túlka frá Háskóla íslands. Ef mömmu dytti núna í hug að fara út í frekara nám, þá væri það ekkert vandamál,” segir Ragnheiður, “áður urðu foreldrar að treysta nær eingöngu á börn sín.” Að nota augu sem eyru ervör er góð í varaaflestri og segist eiga auðvelt með að umgangast heyrandi fólk. “Mamma hættir ekki fyrr en fólk skilur hana,” segir Ragnheiður hlæj- andi, “ef einhver sem er að tala við hana, setur varirnar í stút, biður hún hann um að tala skýrar.” Ragnheiður segir að heyrnarleysi móður sinnar hafi aldrei háð þeim systkinunum, frekar hið gagnstæða. “Sem krakki var ég stolt af því að eiga heymarlausa móður. Hún gaf mér annað móðurmál sem hinir krakkarnir áttu ekki.” Og Ragnheiður segir frá táknmálsleikjum þeirra systkinanna, hvemig þau gátu setið við eldhúsborðið tímunum saman og táknað sín á milli. Systkinin hafi líka lært að nota eyrun betur til að geta túlkað fyrir móður sína. “Jafn- vel lærðum við líka að nota sjónina betur, eins og mamma gerir.” Ragn- heiður segir móður sína snilling í að lesa fólk út. Hún sé afar næm á til- finningar, hvort fólki líði vel eða illa. “Og fáir ná betra sambandi við barna- börnin sín en hún. Mamma er svo félagslynd og fjölskyldurækin. Eg hefði átt erfitt með að Ijúka við Kennaraháskólann á tilsettum tíma, ef hún hefði ekki tekið að sér að passa nokkurra mánaða gamlan son minn. “Hvernig geturðu beðið mömmu þína um að passa?” sögðu skólasystur mín- ar með undrunarhreim í röddinni. Aldrei hafði það hvarflað að mér, að hún gæti það ekki. Engum treysti ég betur til að passa barnið mitt.” Fimm börn á átta árum ervör eignaðist fimm börn á átta árum, “og fékk aldrei neinn stuðning eða hjálp,” segir hún stolt. Hún játar samt að hafa verið óörugg með fyrsta barnið, eins og flestar mæður em. “Með annað bam var þetta auðvelt. Ég fann út svefnkerfi hvers barns og Guðmundur var vekjara- klukkan mín á næturnar. I dag styðjast mæður við ljósakerfi, ljós á vekjara- klukkunni, ljós þegar síminn hringir. Ekkert slíkt þekktist þá.” Börnin urðu fljótlega eyru Hervarar. “Mjög snemma tóku þau á sig ákveðna ábyrgð á heimilinu. Rétt farin að ganga, þegar þau fóru að toga í pilsfaldinn minn þegardyrabjall- an hringdi. Strax komin til að túlka, ef einhver skildi ekki mömmu þeirra.” Hervör þurfti snemma að vera hörð af sér. Ungri falin mikil ábyrgð, fimmtán ára bundin þagnarskyldu og treyst til að túlka í viðkvæmum dómsmál- um. Allt þetta hefur gert hana sterka og sjálfstæða, eins og hún eigi ekki við erfiða fötlun að stríða. “Mamma hefur getað styrkt sjónrænt skyn sitt og er mjög nösk á að lesa út barna- börnin sín, fljót að átta sig á því ef einhver er leiður,” segir Ragn- heiður. Félag heyrnarlausra stofnað ervör var einn aðalhvata- manna þess, að Félag heyrnarlausra var stofnað 1960. “Brandur skólastjóri undirbjó félagsstofnunina og er í raun stofnandi félagsins,” segir Hervör. Þau Brandur og Hervör unnu síðan saman að fyrstu lögum félagsins, eins og svo mörgu öðru. Þótt Hervör hafi verið með stóran barnahóp, var hún virkur stjórnarmaður frá fyrstu tíð og sat í stjórn Félags heyrnarlausra í sautján ár. Þegar börnin fóru að stækka tók hún að sér formannsembættið frá árinu 1974 til 1983. Hervör var kjör- inn fulltrúi íslands í Norðurlandaráði heyrnarlausra og átti sæti þar í tíu ár. “Á þessum tíma var formannsstarfið mjög krefjandi sjálfboðavinna sem kostaði mikið aukaálag fyrir fjöl- skylduna. Ég fékk aldrei borguð laun, eins og tíðkast í dag,” segir Hervör, “aðeins dagpeninga þegar ég sótti FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 19

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.