Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 16

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 16
Rætt við Hervöru Guðjónsdóttur einn af frumherjunum í Félagi heyrnarlausra Hún geislar af lífskrafti og sér meira en margur heyrandi Hún birtist svo lifandi og kát og heilsar með orðaflóði sem hljómar fyrst fram- andi, “en hún mamma hættir ekki að tala, fyrr en fólk skilur hana,” segir dóttir hennar Ragnheiður hlæjandi. Ótrúlegt að hún sé heyrnarlaus sem býr yfir svo mikilli músik, þótt hún hafi aldrei heyrt hrynjanda tónanna, sýnist hún dansa eftir innbyggðu tónfalli. Kannski er það léttleiki sálarinnar, neistandi lífsgleðin og atorkan sem hún ber með sér. Hervör hefur aldrei skynjað hljóð, nema þá hljóðbylgjur frá miklum hávaða. “Heyrnarleysið er ekki erfitt fyrir mig,” segir hún, “ég á svo góðan mann og umvefjandi fjölskyldu.” Eiginmaður og börn eru eyru Hervarar. Hún virðist líka hafa þróað með sér sterkara sjónsvið, þannig að ókunnugur sem sér hana eina augnabliksstund, sýnist hún geta horft í gegnum sig. Hervör Guðjónsdóttir hefur unnið mikið sjálfboðastarf í þágu heyrnarlausra frá upphafi, ásamt manni sínum Guðmundi Egilssyni, enda voru þau hjónin kjörin fyrstu heiðurs- félagar Félags heyrnarlausra á 25 ára afmæli félagsins 11. febrúar 1985. Hervör átti sæti í stjórn Félags heyrnarlausra í sautján ár, þar af formaður í níu ár, fulltrúi Islands í Norðurlandaráði heyrnar- lausra í tíu ár. Hún helgaði heyrn- arlausum lífsstarf sitt - á óeigin- gjarnan máta. Heyrnarlausir eiga mjög á hættu að einangrast í eigin heimi. Fáir tala tungumál þeirra, táknmálið. Ókunnugir eiga erfitt með að skilja þá. Eitt af baráttumálunum var að eignast menntaða túlka. Nú er hópur túlka að útskrifast úr Háskóla íslands. Aður voru það börn og makar sem túlkuðu. Dóttirin Ragnheiður túlkar fyrir móður sína, “eins og við syst- kinin höfum alltaf gert fyrir mömmu,” segir hún brosandi. Systkinin eru fimm, allt uppkomið fólk og barna- bömin líf og yndi ömmunnai'. Ræktun fjölskyldugarðsins hefur yfirtekið félagsmálin hjá Hervöru. Það var fjölsetið við eldhúsborðið þegar gest- inn bar að garði. Stofa á fallegu heim- ili Guðmundar og Hervarar stendur opin. Húsmóðirin sest ekki niður fyrr en kaffi og meðlæti er komið á borð. Gestrisnin er sýnileg, enda oft verið gestkvæmt á heimili sem eitt sinn var félagsmiðstöð heyrnarlausra. Lífs- kraftur geislar út úr hverju spori. Aug- un leiftra, búa yfir miklu. Ahugaverð kona sem erfitt er að nálgast nema með aðstoð túlks. - Hefur þér fundist erfitt að vera heyrnarlaus, Hervör? Hún brosir og hristir höfuðið. “Það hefði sjálfsagt verið erfitt, ef ég hefði verið ein. Auðvitað mjög einstakl- ingsbundið, hvort fólki finnst það erfitt eða ekki. Ég var alin upp til að standa mig og tel mig mjög sjálf- stæða.” Oft er sagt að íslendingar séu lokaðir og tjái sig lítt með hreyfingum. Hervör er dæmi um hið gagnstæða. Ógleymanlegt að sjá hana tjá sig. Hendur og andlit em talandi táknmál, samtímis streymir talmálið af vörum hennar. Lífsferill hennar rennur fram á leikrænan hátt. Heyrnarlausir hljóta að eiga auðveldara með að tjá svip- brigði á leiksviði en heyrandi. Heyrnarlaus frá fæðingu Hervör fæddist að Hesti í Önund- arfirði, ein af þrettán systkin- um. Af þeim lifa sex í dag, þrjú dóu ung. Föðursystir Hervarar var lögð inn á Sjúkrahús ísafjarðar með lungnabólgu og smitast á sjúkrahús- inu af berklum. Þannig barst hvíti dauðinn að Hesti og lítill drengur dó sem hefði orðið elstur af systkinunum. - Hvernig kemur heymarleysið í Ijós ? Þriggja ára gefur litla stelpan Hervör bara eitt og eitt hljóð frá sér, rödd hennar hljómar öðruvísi. “Mamma tekur líka eftir því að ég sný mér ekki að henni, þegar hún kallar á mig. Þá vakna grunsemdir urn að ég sé heyrnarlaus. Pabbi fer með mig suður til læknis á stóru skipi”, “og Hervör teiknar upp stærð skipsins, man ennþá hvað stelpunni þótti það stórt. Hervör greinist alveg heyrnar- laus, en ekkert er hægt að gera og faðirinn fer aftur heim með stelpuna sína. Sjö ára fer Hervör næstum alfar- in að heiman, þegar hún sest í heima- vist Málleysingjaskólans í Stakkholti. “Mamma fór með mér suður og fylgdi mér í skólann”. Þjáningar fyrsta skóla- dagsins greinast vel á andliti Hervarar. “Sjónin sem blasti við mér á skóla- lóðinni, gerði mig mjög hrædda og undrandi. Þarna var hópur af þroska- heftum börnum. Atti ég að sitja á skólabekk með þessum “aumingjum” eins og þroskaheftir voru þá kallaðir? Mömmu var líka mjög brugðið að sjá 16
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.