Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 4

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 4
gjörbreytt húsnæðismálum margra öryrkja um land allt og einnig hvað ferlimálin hafa verið tekin fastari tökum af mörgum sveitarfélögum. Við skulum vona að með bættum þjóðarhag, aukist skilningur ráða- manna það mikið að hægt verði að gera Island að góðu landi fyrir alla þegna þess. Við skulum nú samt svona til öryggis biðla til verkalýðs- hreyfingarinnar að hún taki á kjara- málum öryrkja í komandi samning- um. Hún hefur sýnt þeim myndarlega samstöðu oft áður og er það ómetan- legt. Og við skulum einnig vona að starfsfólk Tryggingastofnunar ríkisins beri gæfu til að endurskipuleggja sitt starf þannig að stofnunin verði mann- eskjuvæn og hægt að líta á hana sem vin, en það var inntak mjög góðrar ræðu sem Karl Steinar, forstjóri stofn- unarinnar, flutt á aðalfundi ÖBÍ í haust. Að endingu skora ég á alla sem að flutningi málaflokks fatlaðra til sveitarfélaganna vinna á næstu árum að vanda sig í allri þeirri vinnu. Það eru margir í vafa um að slfkt skref eigi að taka. Ég held að ekkert val sé þar um, því stefna nkisstjórnarinnar er sú að láta sem mest frá sér af verk- efnum til annarra. Því verðum við að taka þátt í þessu með jákvæðum huga, en með kröfu um að vel verði að öllu staðið og skoða vel stöðu eða sér- stöðu hvers sveitarfélags fyrir sig. Þá verður að gera kröfu um að fulltrúar öryrkjafélaga verði með í allri þeirri vinnu og það strax í upphafi. Ég óska síðan öllum gleðilegrar jólahátíðar og farsældar á komandi árum. Hafliði Hjartarson Hlerað í hornum Ur minnisblaði ráðherra: Hingað komu konur tvær í nefnd ráðuneytis. Þær vilja fá mann. Guðni er orðinn gamall og þær þurfa yngri mann. Reyndar er sá gamli hættur. Stúlkan kom með skilaboð frá konu einni til deildarstjórans og innti hann síðar eftir því hvort hann hefði hringt. Hann svaraði: “Ég tók konuna sem þú settir inn á borð til mín.” Jón Hlöðver Askelsson tónskáld: Tvær glettur úr fötlunarsögu minni Haustið 1989 gekkst ég undir heilaaðgerð á Borgarspítal- anum, sem losaði mig við lífshættulegt mein, en skildi eftir sig varanlega fötlun. Að lokinni aðgerð var ég í endurhæfingu á Grensásdeild í 2 mánuði og fór svo heim til Akureyrar í byrjun des- ember. Þá var ég farinn að bera mig um og reyndi að gera allt sem ég framast gat af því sem ég gerði áður þrátt fyrir að styðjast við hækju vegnajafnvægisleysis, vera lamaður hægra megin í andliti og eiga erfitt með fínhreyfingar vinstri handar og fótar. Auðvitað leit þetta miklu betur út í mínum augum en annarra, því ég þurfti ekki að horfa mikið á mig sjálfan. Strax varð ég var við að þeim sem höfðu þekkt mig og ekki vitað hvað gerst hafði brá illa við að mæta mér á förnum vegi og mátti ég oftar en ekki vera í hlutverki sálusorgara í slíkum tilvikum. Frá einu atviki ætla ég að greina og vona að sá sem hlut á að máli fyrir- gefi ef hann kannast við sig í sög- unni. Einn daginn fékk ég föður minn til að aka mér í bæinn til erinda í opinberri stofnun. Af- greiðslan var á annarri hæð í bygg- ingunni og reyndar ágæt lyfta í því húsi sem ég notaði. Þegar ég kem út úr lyftunni er dálítið stíf hurð inn í afgreiðsluna beint á móti. í þann mund sem ég ætla að ýta á hurðina sér maður innan við bjástr- ið í mér og er fljótur að opna. Hann reyndist vera úr hópi margra sem ég er málkunnugur hér en vissi ekki hvað á daga mína hafði drifið. Ég sé strax að honum bregður illa verður felmtri sleginn og fölur á brá. Ég reyndi því að róa manninn og segi: “Þetta lítur ver út en það í raun og veru er. Ég er í lagi hið innra og líf mitt gengur sinn vanagang Ekki tókst mér alveg nógu vel að sannfæra manninn, því í eigin “paník” og jafnvægis- leysi svarar hann: “Þú kallar þetta líf! Þetta er kannske betra en að vera dauður!” Mér tókst að róa manninn fljót- lega. Jón Hlöðver Askelsson. Onnur sagan tengist skemmtanalífi mínu. Ég var boðinn í mikla veislu í Reykjavík fyrir nokkru síðan í tilefni af fimmtugsafmæli gam- allar skólasystur og vinkonu. Að loknu miklu borðhaldi þá var eins og títt er í almennilegum veislum boðið upp í dans. Um það leyti sem hljómsveit var að stilla upp þurfti ég að svara kalli náttúrunnar og fara á snyrtingu hinum megin við dansgólfið. Að eðlilegum tíma liðnum held ég til baka, en þá úir og grúir af dansandi pörum á fyrri gönguleið minni. Ég spyr því konu sem ég þekkti og stóð með manni sínum rétt hjá, hvort hún væri ekki til með að dansa við mig yfir gólf- ið og maðurinn hennar gætti hækj- unnar á meðan. Þetta var sjálfsagt, en svo vel fór á með okkur á gólfinu að dansarnir urðu þrír eða fjórir. Mér bregður þegar ég sé eiginmanninn standa bundinn hækjunni minni utan við dans- gólfið. Við flýtum okkur til hans og ég biðst afsökunar á því að hafa haldið konunni hans svona lengi. En hann svaraði rólega: “Það er nú í lagi, fyrst ég held hækjunni á meðan”. Jón Hlöðver Askelsson. 4
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.