Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 48

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Page 48
verður hjá Jesú á jólunum. Ekki gráta”. Þetta með jólin var þó verst af öllu því auðvitað yrðu engin jól, þegar Sambó væri horfinn, enda ætlaði hann að liggja í bekknum alveg fram yfir jól, hugsa bara um Sambó og ekkert annað. Kvöldið færðist yfir og mamma og pabbi töluðu bæði við drenginn sinn og báðu hann reyna að jafna sig, báðu hann taka á móti jólunum með fögnuði, þó auðvitað væri þetta allt hörmulega hræðilegt. Þau gerðu hvorki að mikla þennan missi drengsins og enn síður að draga þar nokkuð úr. Þau vissu alltof vel um ofurást hans á hundinum og með skynsamlegum fortölum fengu þau hann til að borða og hlusta á útvarpið, en hann hafði hvorugt ætlað að gera heldur leyfa harminum einum að hafa öll völd. n þó hann spilaði m.a.s. svarta Pétur við systur sína um kvöldið, þá vék myndin frá vegarbrúninni ekki frá huga hans og tárin vildu brjótast fram. Og morgundagurinn, sjálf Þor- láksmessan, þetta varð dapur dagur með útför bezta vinarins, þar sem drengurinn ætlaði að segja einhver kveðjuorð að áeggjan föður síns en aðeins: Sambó minn, greindist áður en hann gaf sig grátnum á vald. En þó var hugurinn rórri og þegar farið var í fjárhúsin seinni partinn og hún Lukka, veturgamli heimalningurinn hans, kom og lagði snoppuna í lófa hans, þá hugsaði drengurinn með sér að máske yrðu nú samt jól. Hlý snopp- an hennar Lukku sagði honum líka að hann yrði að halda áfram að vaxa og vera duglegur, svo hann gæti a.m.k. haldið henni Lukku frá túninu, því pabbi hafði sagt honum það þegar Lukka fékk að lifa, að hún gæti orðið óforbetranleg túnrolla, sem auðvitað hafði þó ekki orðið enn. Og allir um- hverfis hann voru svo elskulega hlýir og góðir að hann hálfskammaðist sín fyrir að vera afundinn í svörum og lofaði sjálfum sér bót og betrun. Og svo voru líka að komajól og hann var farinn að taka þátt í jólaundirbúningn- um af sínum veika mætti. Aðfangadagur rann upp og þó drengurinn hefði lofað sjálfum sér að hafa Sambó í huga sér hverja stund, þá vék hugsunin um hörmuleg afdrif hans æ oftar fyrir tilhlökkun hátíðarinnar og hann fann þennan undrafrið í sálinni samfara einlægri sannfæringu um að nú liði Sambó vel hátt uppi á himnum. Drengurinn gekk til verka eins og afl og geta framast gáfu færi á og sjálfum fannst honum allnokkuð til framgöngu sinnar koma, og í stað hins þunga svips síðustu daga örlaði nú á eðlislægu brosi hans. Svo gekk hátíðin í garð og á meðan jóla- messan hljómaði frá útvarpinu hugs- aði drengurinn dapur um Sambó sinn, sem nú hefði með réttu átt að bíða eins og hann eftir jólakrásunum eins og venjulega. En þegai' stóra stundin rann upp og jólagjafirnar voru töfraðar fram ein af annarri, þó ekki væri mergðin nú mikil á nútímamæli- kvarða, þá hvarf drengurinn á vit þeirra með gleði og þakklæti, þó bækurnar tvær bæru nú af. En gleði systurinnar yfir litlu brúðunni sem drengurinn færði henni næstum feim- inn, hún var máske hámarkið á þessu öllu. Gísli frændi og Gunna kona hans komu svo niður og Gísli rétti drengn- um heldur ójólalegan kassa og bað hann gjöra svo vel. Þegar lágt ýlfur heyrðist úr kassanum opnaði drengur- inn kassann og sjá, lítill hvolpur svo ógnarlíkur honum Sambó fagnaði honum með að sleikja hann í framan. rengurinn var orðlaus en ljóminn á andliti hans leyndi sér ekki og hann rankaði ekki við sér fyrr en mamma spurði hann hvort hann ætl- aði ekki að þakka fyrir sig og það gerði hann svo sannarlega. Jólin höfðu aldrei áður fært honum slíka hamingju og ótal hugsanir þyrluðust í kollinum. Hvolpurinn skyldi heita Sambó, samt ætlaði hann aldrei að gleyma þeim Sambó sem horfinn var, og í kvöld ætlaði hann að bæta við bænirnar sínar bæn fyrir Sambó og hann ætlaði líka að þakka Guði fyrir jólin eins og mamma minnti hann oft á, þakka fyrir gjafirnar góðu, þakka fyrir að fá að vera til og eiga allt þetta, einnig minninguna fögru um horfinn félaga í leikjum daganna. Um kvöldið þegar hann var að sofna hét hann sjálfum sér enn einu sinni að gleyma aldrei Sambó, meðan hvolpurinn hans litli kúrði vært í kassa við eldavélina. Mörg hafa nú heit drengsins orðið á Iífsleiðinni og ærið misjafnt um efndir þeirra, en þetta heit hefur hann haldið og því til sönnunar eru þessi orð fest á blað. Um leið eru þau til sanninda- merkis um það hve atvikin geta und- arlega fylgt manni alla ævitíð, því órjúfanlega er þessi minning því tengd að þrátt fyrir dimma desemberdaga í næmum barnshuga, þá komu jólin samt til hans í allri sinni gullnu dýrð og glitrandi ljóma sem aldrei áður. Helgi Seljan. Bókarfregn Olafur Þór Eiríksson hefur sent frá sér bók sem ber heitið: Ótrúleg lífsbarátta eftir umferðarslys. 20. september 1975 lentu 4 ungir menn í hörmulegu umferðarslysi austur í Grímsnesi; tveir létust og tveir slösuðust lífshættulega og annar þeirra var Ólafur Þór. Ólafur Þór greinir á einlægan og opinskáan hátt frá slysinu, endurhæfingunni og svo baráttunni fyrir því að fá starf við hæfi. Hann vann sem forfallakennari, fór svo í Kennaraháskóla íslands og lauk þaðan prófi, en kenndi í tvo vetur aðeins. Síðan vann Ólafur Þór í fiskvinnu urn skeið, en þar lenti hann í slysi og eins og hann segir: Hætt kominn öðru sinni en náði sér furðu vel og fór nú að vinna á bókasafni og síðan hjá Iðnþróunarfélagi Suðurnesja. Síðan vann hann um nokkurt árabil við atvinnuleit fatlaðra á Suðurnesjum með góðum árangri og sneri sér síðan að umboðssölu. Hugleiðingar Ólafs Þórs og frásagnir eru í mörgu afar athyglisverðar og enginn svikinn af því að glugga í þessa bók. Ólafur Þór selur sjálfur bókina og hann býr að Suðurvöllum 12, Keflavík. Síminn er 4213834, ef einhvern skyldi fýsa að fá meira að fræðast um þessa lífsreynslu- og baráttusögu. H.S. 48

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.