Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 47
ist honum að ekkert yrði við ráðið og
jafnvel að .þær tengdust einhverju allt
að því dónalegu athæfi. En burtséð frá
þessu þá var Sambó eiganda sínum
undirgefinn og elskulegur og fylgdi
honum fótmál hvert og kalli hans var
hlýtt, jafnvel þó verið væri að glettast
við hana Mjallhvít, kisuna hans góðu.
Hann trúði Sambó fyrir mörgu og
alveg ljóst að óhætt myndi að ekki
segði hann frá. Hann leitaði einnig oft
til drengsins þar sem hann var að leika
sér og fyrir kom að hann færði
drengnum einhverja kindina sem hann
hafði týnt úr hornabúinu sínu, þó svo
hann hefði örlítinn grun um að hvarfið
væri af völdum Sambós sjálfs. í fáum
orðum sagt: Hann Sambó var drengn-
um svo undurkær sem nokkurt dýr
getur orðið manni, enda fannst honum
á stundum að enginn skildi hans
innsta hug betur en einmitt Sambó.
g aftur að ljóssins og lífsins hátíð
sem nú var í nánd, svo mikilli
nánd að litlum dreng þótti á stundum
sem hann fyndi birtu og yl frá ljósum
prýddu trénu sem hann dáðist alltaf
jafnmikið að og var honum ætíð þá
og lengi enn sem opinberun hrein.
Pabbi var öðru hvoru áminntur af
drengnum sínum að enn vantaði hana
Prýði með gimbrina sína sem
óaðkomin var búin að fá nafnið Perla,
enda drengurinn eigandi að mæðgun-
um. Það var ennþá auð jörð að mestu
og fénu beitt, en Prýði var ekki í þeim
fríða hóp, því hennar bækistöðvar
voru inn undir Felli sem kallað var og
það vissi drengurinn, enda hafði Gísli
frændi hans séð þær mæðgur þar um
daginn. Og daginn fyrir Þorláksmessu
var ákveðið að líta til með henni Prýði
og drengurinn fékk að fara með og
auðvitað var Sambó hinn sjálfsagðasti
til fylgdar. Drengnum fannst eiginlega
liggja óeðlilega vel á Sambó, því hann
lék allar þær hundakúnstir sem honum
voru tamastar og vel það. I drengnum
var einhver illur beygur, í huganum
var einhver dulinn ótti, draumur um
Sambó alblóðugan æ ofan í æ sótti fast
á hugann, en fleira kom til sem hann
skildi ekki, og máske var hann bara
svona spenntur af að sjá og ná í þær
Prýði og Perlu, enda ærnar hans upp-
áhald allra mest. Þegar inn undir Fell
var komið þá var að byrja að skyggja,
en samt blöstu þær við drifhvítar og
fallegar í kjarrinu rétt ofan vegar,
mæðgurnar margþráðu og drengurinn
fékk að fara til að stugga þeim heim á
leið. Hann fór afar varlega og tók
langan sveig til að komast nú örugg-
lega upp fyrir þær, en það tókst vel
og þó Prýði fnæsti svolítið þá langaði
hana máske örlítið í hlýju og öryggi
fjárhúsanna, svo hún tók á rás beint
niður á veg og tölti sem leið lá úteftir.
n þá drundi við kunnuglegt og
ógnþrungið hljóð og Sambó varð
fyrri til að átta sig og þó drengurinn
henti sér yfir hann, þá brauzt hann úr
fangi drengsins og hljóp á harðaspretti
í áttina að bflhljóðinu. Drengurinn
stóð upp og horfði á eftir vini sínum
gjammandi í ákafa, sá að hann hafði
forskot á bílinn og það sást síðast til
Sambós að hann hljóp samhliða bíln-
um í hvarf og gelti hástöfum. Prýði
hljóp út af veginum og pabbi fór fyrir
hana, en sem bílhljóðið fjarlægðist, þá
tók nú allt í einu alveg fyrir geltið í
Sambó og drengurinn beið í ofvæni
að hann birtist handan við hvarfið eins
og hann hlaut að gera, þreyttur og
lúinn af eltingarleiknum. En Sambó
var horfinn og í óskaplegum hægðum
sínum gekk drengurinn fyrir hvarfið
og skref fyrir skref urðu síðustu spor-
in. Pabbi hafði greinilega séð hverju
fram hafði farið og kom hlaupandi á
harða spretti og bandaði drengnum frá
einhverju sem lá utan vegar og sagði
honum að bíða. En drengurinn hafði
séð hvers kyns var og hann skeytti
aldrei þessu vant ekki um boð og bönn
föðurins, heldur hljóp að hundslíkinu
og kastaði sér yfir það háhljóðandi.
Það sá varla á Sambó og eitt augnablik
hélt drengurinn að Sambó væri að
látast, en þegar pabbi hafði skoðað
Sambó og leit til drengsins þessu
harmþrungna augnaráði þá skildi
drengurinn að nú hafði hinn voðalegi
uggur orðið að veruleika, sýnirnar í
draumum hans voru raunveruleiki.
Honum fannst sem harmurinn ætlaði
að rífa brjóst sitt sundur og grátur hans
sár og sannur blandaðist saman við
bölbænir yfir bílnum og bílstjóranum,
orð flæddu af vörum hans sem hann
hafði aldrei látið áður út úr sér og
saman gengu þeir feðgar heim og þær
ærmæðgur röltu ljúflega á undan, rétt
eins þeim væri einnig ljós alvara
stundarinnar.
vo undarlega vildi til að pabbi var
með pokaskjatta og hann bar nú
Sambó liðinn á baki sér og var
óvenjulega þungstígur. Drengurinn
grét áfram, en smám saman hægðist
gráturinn og seinasta spölinn gengu
þeir feðgar þegjandi saman og aldrei
hafði drengnum þótt hönd föður síns
jafn hlý og umvefjandi, jafn hug-
hreystandi um leið og þó fannst
honum sem hann myndi aldrei láta
huggast, sorg hans yrði aldrei sefuð.
Mamma og litla systir tóku á móti
drengnum sem þögull og társtokkinn
hljóp óðar inn í bekkinn góða í eld-
húsinu og grúfði sig þar niður og
leyfði táralindunum enn að streyma.
Mamma skildi drenginn sinn og lét
hann um að gráta, en litla systir ergði
hann óskaplega með því að segja í
sífellu: “Sambó líður vel. Sambó
FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS
47