Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 22

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 22
ITILEFNI TÍUNDA OKTÓBER Samstarfshópur um 10. október: Geðhjálp, Geðverndarfélagið, Vin RKÍ og fleiri boðuðu til göngu og fundar hinn 10. október og heppnaðist þessi aðgerð afar vel og vakti athygli. Gengið var frá Hlemmi niður að Ráðhúsi Reykjavíkur en fundurinn var haldinn í Tjamarsal Ráðhússins og var þar langt yfir húsfylli. Kjörorð dagsins voru rifjuð upp af Sveini Rúnari Haukssyni lækni, sem var fundarstjóri en þau voru: Ræðum geðsjúkdóma, þekking hjálpar. Sveinn Rúnar bauð gesti velkomna og kvað fundinn einn þátt aðeins í atburðum dagsins, opnuð hafi verið myndlistarsýning í Hinu húsinu og heimilið á Bjargi stóð öllum opið þennan dag til skoðunar. Hann fagn- aði því sérstaklega að Guðrún Katrín Þorbergsdóttir forsetafrú skyldi velja þennan vettvang sem þann fyrsta er hún kæmi fram á sem slík og gaf henni því næst orðið. Guðrún Katrín kvað samhjálp í víðastri merking vera og eiga að vera aðalsmerki íslenzks samfélags. Hún minnti á hina mörgu ávinninga sem fengist hefðu í baráttu við hina ýmsu sjúkdóma og nefndi baráttuna gegn berklunum alveg sérstaklega. Stað- reynd væri hins vegar að geðsjúkir hefðu nokkuð útundan orðið. Enn væri viðhorfið viss hindrun, þó for- dómar væru á undanhaldi. Aðalatriði væri að geðsjúkir nytu siðferðilegs og félagslegs réttar síns. Við eigum að veita geðsjúkum verðugt athvarf og draga úr félagslegri einangrun þeirra, sagði Guðrún Katrín. Heilbrigðisráðherra Ingibjörg Pálmadóttir kvað slíkan dag kjörinn til að líta um öxl, skoða stöðu mála og horfa fram á veginn. Við eigum gott fagfólk, góðar geðdeildir og ýmsir ávinningar orðið s.s. sam- býli, dagdeildir, félagsleg þjónusta o.fl. Hún gerði samanburð nokkurn á ástandi nú og fyrir aldarfjórðungi þegar hún hefði unnið á geðdeild, ólíkt um margt um að litast. Gera verður geðsjúklingum kleift að vera sem virkastir þjóðfélagsþegnar. Þekk- ingin, skilningurinn hjálpa og til þessa leiðir opinská umræða. Tvennt sem framundan væri vildi hún minna á: Fræðsluátak yrði fyrir starfsfólk heilsugæzlunnar og starfshópur yrði á laggir settur um stefnumótun í geð- heilbrigðismálum. Forsenda fyrir árangri væri samstarf aðstandenda, áhugafólks, fagfólks og forstöðu- manna geðdeilda. á komu hinir leikandi listamenn: Gunnar Kvaran og Gísli Magnús- son og Iéku þeir saman þrjú hrífandi lög á selló og píanó og hrifu hlustend- ur með sér í heim tónanna. Þá flutti erindi Herdís Benedikts- dóttir læknaritari sem hún nefndi: Líf með leynigesti. Hún lýsti ljóslega inn í sjúkdóms- sögu sína með geðhvörfum: oflæti og þunglyndi. Lítill svefn, ýktar skynj- anir, unað væri í heimi ímyndunar. I uppsveiflunum fólst engin gleði, því síður sæla heldur vanlíðan og kvöl þegar verst lét og í kjölfarið kom örvæntingin. Hún veiktist fyrst 19 ára eftir ógn- arreynslu, andlega og líkamlega í Afríku. Um tíma veiktist hún allt að einu sinni á ári en var að fullu heil- brigð í 13 ár. Síðan eftir afarmikið álag veik á ný, en vonandi nú varan- legur bati. Benti hún á nauðsyn þess að aðstandendur átti sig á því hvað er að gerast og hvemig bregðast skuli við ranghugmyndum hins sjúka. Versti fylgifiskurinn eru fordómarnir, ekki síður inn á við en út á við. Herdís sagði nauðsyn brýna að sættast við sjálfa sig, hafa ábyrga afstöðu gagn- vart sjálfri sér, ytri gildi henti ekki í baráttunni. Það er hægt að læra á leynigestinn. Herdís kvað allt forvarnarstarf skipta miklu máli. Skoraði á geðfatl- aða sem og aðstandendur þeirra að koma fram, skýra frá staðreyndum sem bezt, upplýsa aðra. Hallgrímur Hróðmarsson menntaskólakennari flutti því næst erindi sem hann nefndi: Var ekki bara gott að þú klikkaðist? Talaði hann fyrst um sparnaðarumræðuna og kvaðst ævinlega hrökkva við þegar talað væri um að loka geðdeildum eða hætta rekstri á því sviði. Hann lýsti sínu þunglyndi og oflæti og þeim sveillum sem þar urðu á. Þunglyndið er augljósara, oflætið leynir á sér. Hallgrímur lýsti inn í þennan heim, lýsti kennslu sinni á þessum tíma og loks gerðu nemendur stjórnvöldum skóla viðvart, þegar hann var farinn að varpa fram fáránlegum spurning- um sem enginn gat svarað og allra sízt hann sjálfur. Hann sem fleiri kenndi 22

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.