Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 51
Þórdís Klara Ágústsdóttir: Jól Hjarta mitt hlustar. Það heyrir svo margt, það heyrir svo margt sem meiðir. Það heyrir um hatur og hörmungar stríðs, um ósætti manna á meðal - og mannvonsku. Það svíður, er svik og prettir svívirða heiðarleikann og særa siðferðiskenndina í sjálfri mér. Hjarta mitt hlustar. Það heyrir um öfund og illindi manna á meðal, um þráhyggju og þunglyndi, og þjakandi kvíða - og sorgir. Um lygi og leynimakk, leti og sinnuleysi í samskiptum. Um særandi orð og athafnir þar sem vonir og væntingar verða að engu. Hjarta mitt hlustar. Það heyrir boðskap, boðskap um frið og frelsi og fögnuð - sem engu líkist. Það finnur friðinn flæða sem Ijúfan andblæ Guðdómsins. Það er Guðs sonurinn sjálfur sem segir: “Komið til mín - allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir - ég mun veita yður hvíld.” Hjarta mitt hlustar. í húmi skammdegis, þegar niðamyrkur næðir og nálgast jól. Eins og græðandi smyrsl á sárin sendir Guð okkur frelsarann Jesúm Krist. Hann, sem þekkir þjáningu og þarfir mannanna barna. Vegna þess að hann vildi verða sem lítið barn - mannsbarn. Lifa og læra - mannsins leyndustu þrár og vonir, og hvernig hjartað hlustar hjartað - sem Guð skapaði. Hjarta mitt hlustar. Hlustar eftir Guði Kristur er að koma sem hvítvoðungur - vafinn reifum. Hann eyðir óttanum innra með mér, og friður hans flæðir eins og ferskur andblær Guðdómsins, inn í hjarta mitt - anda minn, alla veru mína. Heilagur ert þú - Drottinn allsherjar. Hjarta mitt hlustar. Það heyrir lofsöng - englasöng: “Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. Drottinn er í nánd.” Það heyrir hamingjuboðskap: “Því yður er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn - í borg Davíðs.” Hallelúja- hallelúja. Lofaður sé lífsins og Ijóssins Guð og faðir fyrir son sinn - Jesúm Krist Hjarta mitt hlustar. Það hrópar til Drottins og biður um blessun biður um frið á meðal mannanna. Kallar á kærleika - í stað haturs, kærleika án skilyrða, visku og vísdóm til valdsmanna þjóða. Kallar til kristinna manna að koma á framfæri fagnaðarboðskap friðarins um frelsarann Jesú, sem fæddist á jólum - í jötu. Játumst honum. Hjarta mitt hlustar. Herra minn, og Guð minn. “Tala þú Drottinn - þjónn þinn heyrir.” Ég vil þjóna þér á þessari jörð, bera boðskap friðarins, biðja fyrir sjúkum - og sorgmæddum. Eyða sundrung og ósætti því orð þitt segir: “Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Jesúm. Ljúflyndi yðar verði kunnugt - öllum mönnum Drottinn er í nánd.” Hjarta mitt hlustar og heyrir orðin: “Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Trúið á Guð - trúið á mig. Minn frið gef ég yður.” Ég kem að jötu þinni, Jesús minn. Jólin eru komin, jól mín og allra þeirra, sem gefa Guði hjartað - hjarta, sem hlustar og hlýðir Guði sínum, sem gaf líf og frið og Ijós á jólum - Amen. Þórdís Klara Ágústsdóttir, Höfundur er form. KFUK í Reykjavík. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.