Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 51

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Qupperneq 51
Þórdís Klara Ágústsdóttir: Jól Hjarta mitt hlustar. Það heyrir svo margt, það heyrir svo margt sem meiðir. Það heyrir um hatur og hörmungar stríðs, um ósætti manna á meðal - og mannvonsku. Það svíður, er svik og prettir svívirða heiðarleikann og særa siðferðiskenndina í sjálfri mér. Hjarta mitt hlustar. Það heyrir um öfund og illindi manna á meðal, um þráhyggju og þunglyndi, og þjakandi kvíða - og sorgir. Um lygi og leynimakk, leti og sinnuleysi í samskiptum. Um særandi orð og athafnir þar sem vonir og væntingar verða að engu. Hjarta mitt hlustar. Það heyrir boðskap, boðskap um frið og frelsi og fögnuð - sem engu líkist. Það finnur friðinn flæða sem Ijúfan andblæ Guðdómsins. Það er Guðs sonurinn sjálfur sem segir: “Komið til mín - allir þér sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir - ég mun veita yður hvíld.” Hjarta mitt hlustar. í húmi skammdegis, þegar niðamyrkur næðir og nálgast jól. Eins og græðandi smyrsl á sárin sendir Guð okkur frelsarann Jesúm Krist. Hann, sem þekkir þjáningu og þarfir mannanna barna. Vegna þess að hann vildi verða sem lítið barn - mannsbarn. Lifa og læra - mannsins leyndustu þrár og vonir, og hvernig hjartað hlustar hjartað - sem Guð skapaði. Hjarta mitt hlustar. Hlustar eftir Guði Kristur er að koma sem hvítvoðungur - vafinn reifum. Hann eyðir óttanum innra með mér, og friður hans flæðir eins og ferskur andblær Guðdómsins, inn í hjarta mitt - anda minn, alla veru mína. Heilagur ert þú - Drottinn allsherjar. Hjarta mitt hlustar. Það heyrir lofsöng - englasöng: “Dýrð sé Guði í upphæðum, friður á jörðu og velþóknun yfir mönnunum. Drottinn er í nánd.” Það heyrir hamingjuboðskap: “Því yður er í dag frelsari fæddur sem er Kristur Drottinn - í borg Davíðs.” Hallelúja- hallelúja. Lofaður sé lífsins og Ijóssins Guð og faðir fyrir son sinn - Jesúm Krist Hjarta mitt hlustar. Það hrópar til Drottins og biður um blessun biður um frið á meðal mannanna. Kallar á kærleika - í stað haturs, kærleika án skilyrða, visku og vísdóm til valdsmanna þjóða. Kallar til kristinna manna að koma á framfæri fagnaðarboðskap friðarins um frelsarann Jesú, sem fæddist á jólum - í jötu. Játumst honum. Hjarta mitt hlustar. Herra minn, og Guð minn. “Tala þú Drottinn - þjónn þinn heyrir.” Ég vil þjóna þér á þessari jörð, bera boðskap friðarins, biðja fyrir sjúkum - og sorgmæddum. Eyða sundrung og ósætti því orð þitt segir: “Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Jesúm. Ljúflyndi yðar verði kunnugt - öllum mönnum Drottinn er í nánd.” Hjarta mitt hlustar og heyrir orðin: “Hjarta yðar skelfist ekki né hræðist. Trúið á Guð - trúið á mig. Minn frið gef ég yður.” Ég kem að jötu þinni, Jesús minn. Jólin eru komin, jól mín og allra þeirra, sem gefa Guði hjartað - hjarta, sem hlustar og hlýðir Guði sínum, sem gaf líf og frið og Ijós á jólum - Amen. Þórdís Klara Ágústsdóttir, Höfundur er form. KFUK í Reykjavík. FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 51

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.