Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 24

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Blaðsíða 24
Svæðisskrifstofa Reykj avfkur Formálsorð: Svæðisskrifstofur um málefni fatlaðra eiga rót sína að rekja til laga um málefni þroska- heftra og öryrkja sem gildi tóku 1. janúar 1980. Þar var m.a. lögfest að svæðisstjórnum um mál þessi skyldi komið á í hverju kjördæmi. Af sjálfu sér leiddi að þær urðu að ráða sér framkvæmdastjóra til að vinna og stýra þeim fjölmörgu verkefnum sem óleyst biðu í málaflokknum. Með lögunum um málefni fatlaðra sem gildi tóku 1. janúar 1984 má segja að svæðisskrifstofur hafi öðlast lagasess sem slíkar, enda óhætt að fullyrða að þessi stjómtæki hafi mætavel reynzt í áranna rás og mörgu mikilvægu hef- ur verið til leiðar komið, enda af nógu að taka. Svæðisskrifstofurnar eru hér í Reykjavík, í Kópavogi fyrir Reykja- neskjördæmi, í Borgarnesi fyrir Vesturland, á Isafirði fyrir Vestfirði, á Sauðárkróki fyrir Norðurland vestra, á Akureyri fyrir Norðurland eystra, á Egilsstöðum fyrir Austurland og á Selfossi fyrir Suðurland. Umfang starfsins hefur eðlilega afar misjafnt verið, langmest hér í Reykjavík og þá á Reykjanesi, en vissulega hefur hin dreifða byggð annarra kjördæma komið ríkulega inn í myndina. Ekki er ætlunin að hafa uppi hér neinn samanburð eða sam- jöfnuð, því síður eftirmæli, þó ýmis- legt bendi til að þessar ágætu stofnanir eigi ekki rnargra lífdaga auðið. End- urskoðun laga um málefni fatlaðra nú beinist öðru fremur að því að rnála- flokkurinn í heild sinni færist frá ríki til sveitarfélaga og þýðir þá að innan skamms tíma munu mál þessi fara saman við aðra félagslega þjónustu sveitarfélaganna í landinu. Einn merlandi miðvikudag lögð- um við þrjú land undir hjól - ekki ýkja langt þó, því Svæðisskrif- stofa málefna fatlaðra er hér í túnfæti, ef svo má segja, í Nóatúni 17. Þetta þríeyki samanstóð af Olöfu formanni, Asgerði framkvæmdastjóra / Að um stund / hjá Astu og undirrituðum sem reyndi að rita niður það sem markvert mátti kalla og vel aðmerkja varþað flest afþeim fróðleik sem á borð var borinn. A móti okkur tók með kostum og kynj- um framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu Reykjavíkur Asta María Egg- ertsdóttir og við settumst að kaffi og kexáti og létum fara vel um okkur. Að sjálfsögðu fóru umræður nokkuð um víðan völl, enda eðlilegt svo víðfeðm- ur sem þessi málaflokkur er í raun. Asta sagði þó að yfirgnæfandi væri fengist við mál þeirra sem andlega hliðin hrjáði, þroskahefta langmest og svo geðfatlaða. Hún vakti eðlilega athygli á þeirri óumdeildu staðreynd að a.m.k. 52% öryrkja væru í Reykja- vík einni þ.e. á hennar starfssvæði og til þessa háa hlutfalls öryrkja hér miðað við öll önnur starfssvæði hefði alls ekki verið tekið nægjanlegt tillit í áranna rás. Auðvitað yrðu menn að gera sér grein fyrir því að þessi mikli fjöldi kallaði á mikla þjónustuþörf og haga hefði þurft fjárveitingum í meira samræmi við það en gert hefði verið. Aðspurð sagði Ásta að umræða tveggja síðustu ára um að öll málefni svæðisskrifstofu færðust yfir til Reykjavíkurborgar sem tilrauna- sveitarfélags hefði vissulega haft sín miklu áhrif og í engu góð fyrir skrif- stofuna og starfsemina alla. Þetta hefði verið erfiður yfirgangstími fyrir starfsfólk, skapað afar mikla óvissu og óöryggi sem hefði leitt til þess að hinir færustu starfskraftar hefðu hætt og leitað annars. Þetta hefði vofað yfir sem óumflýjanleg staðreynd sem allra sízt svæðisskrifstofan gat haft hin minnstu áhrif á. Sannarlega á þolrifin reynt að svífa þannig í lausu lofti. Enn væri svo sem engin niðurstaða fengin endanlega, en þó nokkuð ljóst að ekki yrði af flutningi og sennilega myndi það þá ekki gerast fyrr en með flutn- ingi málaflokksins í heild til sveitar- félaganna, væntanlega eftir tvö ár. Ásta sagði það nokkuð napurt í þessu ferli öllu að sérstök nefnd hefði verið sett á laggirnar til að greina umfangið í þessum geira með tilliti til yfirfærslu, en fyrir hefði legið afar ítarleg þarfagreining sem gerð hefði verið 1991 og 1992 á Svæðisskrif- stofu Reykjavíkur, sem hefði einmitt tekið til þeirra þátta sem nefndin nú hefði verið að kanna. Okkur þríeyk- inu þótti sem ekki hefðu þetta nú verið allra vitlegustu vinnubrögðin, þó gott gæti verið að fá einhverja utanaðkom- andi til könnunar á málunum einnig, en þá þyrftu þeir fyrst og síðast að nýta það sem þegar væri til. Yið spurðum Ástu því næst um hvað helzt brynni nú á fólki og kvað hún því í raun vandsvarað, alltof margt kallaði á sem knýjandi væri til úrlausnar. Ásta sagði að dagvistunarmál og atvinnumál væru þó máske hvað allra erfiðust þó búsetumálin væru hið stöðuga viðfangsefni einnig. í þessu sambandi minntumst við á Vinnu- miðlun fatlaðra í Reykjavík, sem býr við alltof þröngan kost fjárhagslega, en þar væri virkilega unnið hið allra bezta starf. Miðað við umfangið verði ríkið undarlega lágri upphæð til atvinnuleitar í Reykjavík, fjárhæðin væri í hróplegu ósamræmi þar við. Ásta fór svo yfir gæðahandbókina sem gerð hefði verið og unnið væri 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.