Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 17

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands - 01.12.1996, Síða 17
í Kollafjarðarnesi 1942. Björgvin Þórhallsson úr Eyjafirði, Hervör Guðjónsdóttir og Bragi Asgeirsson listniálari. heyrnarlausum og þroskaheftum börnum blandað saman. Þótt okkur væri skipt niður í bekki inni í skól- anum, þá fannst mér niðurlægjandi að vera í sama skóla.” Löggjöf um heyrnleysingjaskóla á íslandi frá árinu 1922 skipar í raun heyrnarlausum börnum á sama bekk og heyrandi vangefnum, eins og eftirfarandi úrdráttur sýnir: ... “að taka megi til kennslu í skól- anum málhölt og heyrnarsljó börn, sem geta ekki notið kennslu í öðrum skólum, blind og vitsljó börn, að svo miklu leyti sem fjárveiting til þess er fyrir hendi.” Fordómar og fáfræði yrr á öldum voru heyrnarlausir álitnir þroskaheftir. Þá ríkti sá skilningur að greind og hugsun væru forsendur þess að menn gætu talað. Þeir sem gátu ekki tjáð sig á töluðu máli, gátu því ekki haft mikla greind. -Voru fordómar ogfáfrœði enn við lýði? “Vissulega vantaði skilning og örl- aði á fordómum. Nafnið á skólanum sagði líka sitt. Málleysingjaskólinn! Við erum ekki málleysingjar þótt við tjáum okkur öðruvísi en heyrandi fólk, notum annað tungumál. Aug- ljóst er að heyrnarlaust fólk eru heil- brigðir einstaklingar sem eiga rétt á að lifa í eigin samfélagi,” segir Hervör. “Um aldabil hafa heyrnarlausir þurft að berjast fyrir rétti sínum. Það er enginn ávinningur fyrir okkur að sitja í sama skóla og þroskaheftir. Þessu var breytt, en því sárara að sjá að ennþá er verið að blanda þessum ólíku hópum saman. Þroskaheft börn eru aftur komin inn á skólalóð hjá heyrnarlausum bömum. Það er verið að hverfa fimmtíu ár aftur í tímann.” Mikill sársauki kemur fram í táknmáli Hervarar og Ragnheiður á fullt í fangi með að túlka reiði hennar. “Foreldrar eiga að mótmæla þessu fáránlega skipulagi. Þetta á ekki að eiga sér stað. Það á að blanda þroskaheftum saman við heyrandi börn, fremur en að blanda þeim saman við heyrnarlausa sem eiga fullt í fangi með sjálfs- myndina.” Til að skýra málið segir Hervör, að nú í haust hafi Öskju- hlíðarskólann vantað húsnæði fyrir félagsstarf sitt og þá hafi ráðamenn talið upplagt að nota húsnæði á skóla- lóð Vesturhlíðarskólans - skóla heym- arlausra barna. “Sagan er að endur- taka sig,” segir hún, “sparnaður eina ferðina enn, ekki hugsað um viðkom- andi einstaklinga og sálarheill þeiira.” Talandi dæmi um ólíkar kennsluaðferðir ervör er með fyrstu nemendum Málleysingjaskólans í Stakk- holti. Hún er því talandi dæmi um hinar margbreytilegu kennsluaðferðir sem skólafólk var að þreifa sig áfram með. Hún tjáir sig samtímis með tali og táknum. Framkoma Hervarar ein- kennist af krafti og röskleika, ekki undarlegt að hún skyldi veljast í stjómunarstörf innan Félags heyrn- arlausra. Hervör hefur örugglega alltaf komið þannig fyrir, að fólk á erfitt með að trúa því að hún sé heyrn- arlaus. Fyrstu viðbrögð skólastjórans þegar hann tók við heyrnarlausu stúlk- unni að vestan sýna þetta vel: “Hún sagði alltaf við mömmu: “ótrúlegt að dóttir þín sé heymarlaus.” Kannski var það vegna þess, hvernig ég kom fyrir,” segir Hervör brosandi. Á þessum tíma var Margrét Rasmus skólastjóri. Danir voru fyrstir þjóða til að lögbinda kennslu heymarlausra. Þar lærði Margrét og færði danskar kennsluaðferðir með sér til íslands. Þá var mikil áhersla lögð á “munn- og handkerfið,” fingramál og táknmál. Munn- og handkerfíð eru tákn sem eru stuðningur við hljóð sem erfitt er að greina af vörum. Brandur Jónsson kemur til sögunnar, þegar Hervör er níu ára og er hennar aðal- kennari. Hann lærði í Þýskalandi og Danmörku, lagði m.a. áherslu á talmál til að æfa hljóðin og var með þrjá nemendur í hverjum tíma. Fingra- niálið túlkar í raun bókstafina, hvert einasta orð er stafað. Tákn- málið er fullgilt tungumál, hvert tákn stendur fyrir orð. Alltaf var verið að breyta kennslu- aðferðum og þróa nýjar, á með- an Hervör var í skólanum. Brandur fór í ársnám til Bandaríkjanna og flutti nýja strauma heim með sér. Meðal annars vildi hann að þroskaheftir fæm úr skólanum. Margrét var ekki á sama ntáli. Til að geta sýnt fram á fækkun í skólanum, lét hún ferma stóran hóp nemanda sem þar með voru búnir að ljúka skólagöngu. Sjónarmið Brands urðu ofan á, þroskaheftir fóru úr skól- anum. Margrét Rasmus hætti fyrir aldurssakir og Brandur varð skóla- stjóri. Hervör var ekki í hópi þeirra nemanda sem svo skyndilega voru teknir í tölu fullorðinna. Foreldrar hennar vildu að hún lyki unglinga- prófi og hún sat í skólanum fram til sextán ára aldurs. Eftir Bandaríkja- dvölina lagði Brandur miklu meiri áherslu á talmálið. Á vissu tímabili var táknmálið bannað á Norðurlöndum. “Við þurftum að pukrast með okkar eiginlega tungumál, en Brandur var maður síns tíma,” segir Hervör, vill ekki gagnrýna Brand sem hún segir að hafi reynst sér mjög vel. “Foreldrar Brands bjuggu á Kolla- fjarðamesi og hann tók okkur oft heim til sín í talæfingar. Hann bauð þremur nemendum til sumardvalar og FRÉTTABRÉF ÖRYRKJABANDALAGSINS 17

x

Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttabréf Öryrkjabandalags Íslands
https://timarit.is/publication/1440

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.